Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Hér geta fagaðilar auglýst allt er viðkemur gerjun sér að endurgjaldslausu. Skilyrði er að þetta sé tengt áhugamáli okkar allra.

Hvað myndir þú taka marga kúta?

Poll ended at 11. Nov 2012 13:33

0 - Engan
4
17%
1
1
4%
2
13
54%
3
5
21%
4
0
No votes
5
0
No votes
6 eða fleiri
1
4%
 
Total votes: 24

hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by hrafnkell »

Margir hafa verið að spyrja mig út í kúta og fleira og því langar mig að taka púlsinn á fólki hérna, hver áhuginn hóppöntun á kútum sé.

Það sem mig langar að vita núna:
Hvað hefðir þú áhua á mörgum kútum (pin lock eða ball, skiptir ekki)

Þetta er ekki bindandi, en til að meta alvöru áhuga þá vil ég biðja þig um að svara ekki nema þú sért nokkuð viss um að vilja panta. Gerum ráð fyrir að verð per kút sé uþb 15.000 kr.-

Pælum í aukahlutum seinna - kútarnir eru plássfrekastir og dýrastir að flytja og því hef ég mestan áhuga á fjölda þeirra. Rest er easy

Ég vil helst ná í amk 40 kúta til þess að þetta borgi sig - og þá yrði verð per kút líka enn betra, líklega nær 10.000kr stykkið, jafnvel minna.


Svarið könnuninni, en endilega svarið hérna í þræðinum líka hvað þið getið hugsað ykkur.
Last edited by hrafnkell on 2. Oct 2012 14:37, edited 2 times in total.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by Idle »

Spurning hvort að þú gerir ekki bara einfalda könnun (poll), með nokkrum valmöguleikum (1, 2, 3, 4, 5 kútar)? Fljótlegt að telja þannig saman. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by hrafnkell »

Idle wrote:Spurning hvort að þú gerir ekki bara einfalda könnun (poll), með nokkrum valmöguleikum (1, 2, 3, 4, 5 kútar)? Fljótlegt að telja þannig saman. :)
Tekið til greina. Bendi fólki á að svara í könnuninni ef þeir hafa hug á að fá sér kúta :)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by Örvar »

Ertu með eitthverja hugmynd um hvað svona 2 kúta sett með co2 kút, þrýstijafna, picnic krönum og öllu gæti kostað?
Væri hægt að kaupa co2 kút og þrýstijafnara hér heima eða þyrfti maður fá það frá kegconnection líka?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by hrafnkell »

Örvar wrote:Ertu með eitthverja hugmynd um hvað svona 2 kúta sett með co2 kút, þrýstijafna, picnic krönum og öllu gæti kostað?
Væri hægt að kaupa co2 kút og þrýstijafnara hér heima eða þyrfti maður fá það frá kegconnection líka?
Það hefur verið mikið ódýrara að kaupa co2 kút og þrýstijafnara hjá kegconnection í hóppöntununum sem ég hef staðið fyrir frekar en að versla það í gastec.

2ja kúta sett (með öllu, co2 kútum, leiðslum, krönum, etc) verður vonandi eitthvað undir 50þús.
Last edited by hrafnkell on 4. Oct 2012 09:09, edited 1 time in total.
Draco
Villigerill
Posts: 6
Joined: 22. Apr 2012 21:10

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by Draco »

Er eitthvað mikið mál að bæta við CO2 kút og tengingu við pöntunina ef farið verður í hóppöntun á kútum??
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by hrafnkell »

Draco wrote:Er eitthvað mikið mál að bæta við CO2 kút og tengingu við pöntunina ef farið verður í hóppöntun á kútum??
Nei það verður hægt að panta alla aukahluti með. Ég vil bara fá ca. töluna á kútum áður en lengra er haldið.
User avatar
garpur
Villigerill
Posts: 35
Joined: 28. Feb 2012 23:24

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by garpur »

Ég merkti við 3 kúta á þessari könnun.
Græjurnar: 75 lítra suðupottur (þvotta), 5500W element, counter flow chiller/heater, March 815 dæla, Auber 2352 hitastýring, humlakónguló.
Draco
Villigerill
Posts: 6
Joined: 22. Apr 2012 21:10

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by Draco »

garpur wrote:Ég merkti við 3 kúta á þessari könnun.
Ég merkti líka við 3
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by freyr_man69 »

er til í 2 kúta :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by hrafnkell »

Upp með þetta.. Þyrfti að fá amk 10 kúta í viðbót til þess að þetta gangi upp.

Stefni á að ná þessu fyrir jól, ef næg þátttaka næst.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by helgibelgi »

Ég myndi ekki segja nei við tveimur kútum í viðbót. Maður þarf að hugsa stórt um framtíðina í brugginu :D

Í þetta sinn ætla ég líka að panta allt sem þarf til að koma ísskáp í gagn!
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by arnarb »

Bætti við tveimur kútum...
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by hrafnkell »

Þetta er að verða komið í 50 kúta... Spurning hvort maður fari að gera eitthvað í þessu og taki niður pantanir..
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by Bjarki »

Er til í 2 stk.
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by offi »

Ég tæki 1-2, ef af verður!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by hrafnkell »

Fólk má gjarnan fara að senda mér email á kutar@brew.is, með því sem fólk vill af kegconnection.com. Taka fram vörunúmer og link svo að það fari ekki á milli mála hvað er verið að biðja um, ásamt magni og verðum.

Ég mæli sterklega með settunum sem þeir bjóða uppá, t.d. 2 kútar með co2 og öllum lögnum til að tengja herlegheitin og krana. Svo er sterkur leikur að taka o hringja feiti og hugsanlega auka o hringi með.

Þetta hefur venjulega tekið svolítinn tíma, en ég myndi vilja koma pöntun út til kegconnection í desember, hún færi svo vonandi af stað til íslands í janúar einhvertíman, og komið til mín einhvertíman í febrúar.

Verðin á þessu eru ekki komin á 100% hreint, en af gefinni reynslu þá hugsa ég að 2ja kúta sett með öllu sé að koma hingað á um 50þús. Ég er ekki að leggja nema örfá prósent á þetta, bara uppá að ég sé örugglega ekki að borga með pöntunum.

Endilega senda pantanir til mín sem fyrst! kutar@brew.is
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by gugguson »

Sæll Hrafnkell.

Ertu með link á sett með tveim kútum sem þú mælir með (það er svo ótrúlega mikið dót þarna að amatörar eins og ég vita eiginlega ekki hvað maður þarf)?

Kveðja,
Jói
hrafnkell wrote:Fólk má gjarnan fara að senda mér email á kutar@brew.is, með því sem fólk vill af kegconnection.com. Taka fram vörunúmer og link svo að það fari ekki á milli mála hvað er verið að biðja um, ásamt magni og verðum.

Ég mæli sterklega með settunum sem þeir bjóða uppá, t.d. 2 kútar með co2 og öllum lögnum til að tengja herlegheitin og krana. Svo er sterkur leikur að taka o hringja feiti og hugsanlega auka o hringi með.

Þetta hefur venjulega tekið svolítinn tíma, en ég myndi vilja koma pöntun út til kegconnection í desember, hún færi svo vonandi af stað til íslands í janúar einhvertíman, og komið til mín einhvertíman í febrúar.

Verðin á þessu eru ekki komin á 100% hreint, en af gefinni reynslu þá hugsa ég að 2ja kúta sett með öllu sé að koma hingað á um 50þús. Ég er ekki að leggja nema örfá prósent á þetta, bara uppá að ég sé örugglega ekki að borga með pöntunum.

Endilega senda pantanir til mín sem fyrst! kutar@brew.is
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by hrafnkell »

Eitthvað svona til dæmis:
1x http://stores.kegconnection.com/Detail.bok?no=498" onclick="window.open(this.href);return false;
2x http://stores.kegconnection.com/Detail.bok?no=392" onclick="window.open(this.href);return false;
1x http://stores.kegconnection.com/Detail.bok?no=50" onclick="window.open(this.href);return false;

Spurning (ég mæli með tvöföldum regulator, en alls ekki möst)
http://stores.kegconnection.com/Categor ... r+Upgrades" onclick="window.open(this.href);return false;
http://stores.kegconnection.com/Categor ... t+Upgrades" onclick="window.open(this.href);return false; (ryðfríir kranar)
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by kari »

Ætlaði ekki að fá mér kútakitt, en er núna aðeins að velta nitro kitti fyrir mér.
T.d. http://stores.kegconnection.com/Detail.bok?no=299" onclick="window.open(this.href);return false; að viðbættum nitrokút og bjórkút.
Eru einhverjir "rekstrarlegir" vankantar á nitróinu, eins og t.d. að fá fyllt á nitrokútinn?
Eða eitthvað annað sem gerir Nitrokit vonlaust á Íslandi?
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by gugguson »

Ég sé að kútarnir eru með hámark 4 stk. per customer (skrifað með rauðum stöfum í lýsingu). Skapar það vandamál með svona hóppöntun eða er litið á að hver einstaklingur sem er í pöntuninni telji sér?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by hrafnkell »

gugguson wrote:Ég sé að kútarnir eru með hámark 4 stk. per customer (skrifað með rauðum stöfum í lýsingu). Skapar það vandamál með svona hóppöntun eða er litið á að hver einstaklingur sem er í pöntuninni telji sér?
Ég kaupi hjá þeim í heildsölu, þannig að þetta á ekki að vera neitt mál - hefur amk ekki verið það hingað til.

Ég er reyndar enn að bíða eftir svari frá þeim hvort þetta gangi ekki örugglega upp. Ef eitthvað breytist þá læt ég vita af því.
User avatar
garpur
Villigerill
Posts: 35
Joined: 28. Feb 2012 23:24

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by garpur »

Hvað segja menn, er eitthvað nýtt að frétta af pöntuninni?
Græjurnar: 75 lítra suðupottur (þvotta), 5500W element, counter flow chiller/heater, March 815 dæla, Auber 2352 hitastýring, humlakónguló.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by hrafnkell »

garpur wrote:Hvað segja menn, er eitthvað nýtt að frétta af pöntuninni?
Eins og málin standa núna þá er ekki næg þátttaka til þess að þetta borgi sig. Ég ætla að endurskoða þetta í febrúar. Þá er fólk kannski búið að jafna sig á kreditkortareikningum desember :)

Fólki er enn velkomið að senda á mig hvað það vill og ég sendi svo póst þegar línur fara að skýrast.
musikman
Villigerill
Posts: 14
Joined: 27. Jan 2010 16:45

Re: Haustpöntun á corny kútum frá kegconnection!

Post by musikman »

Sé að könnunin er búin. Ég væri mjög líklegur á kút, sérstaklega ef það væri hægt að fá allt sem þarf með svo þetta fúnkeri
Post Reply