Page 1 of 1

Patersbier – stíll mánaðairns Nóvember 2016

Posted: 16. Nov 2016 01:03
by eddi849
Patersbier eða ,,föðursbjór‘‘ er öl sem að munkar innan Abbey klaustursins brugga sér til einkanotkunar. Einnig þekktur sem Enkel sem þýðir einfaldur en fellur undir Trappist Single eftir BJCP. Bjórinn sem var bruggaður fyrir munkanna var með mun lægri áfengis prósentu en sá bjór sem þeir framleiddu fyrir almúgan. Þeir tóku second runnings af stærri bjór og gerðu annan bjór fyrir sig sjálfa. Seinna meir fóru þeir að brugga spes bjór fyrir sjálfan sig sem kom í staðinn fyrir second runnings bjóranna og þá varð til Patersbier. Þó að Patersbier sé aðeins bruggaður fyrir munkana í klaustrinu er hægt að smakka hann á setturstofu innan klaustursins. Það er sjald séð að sjá Patersbier sem útfluttingsvöru frá Abbey klaustrum eins og Chimay, Orval og Westvleteran.
Stíllinn er auðdrekkanlegur þar sem hann er tiltölulega léttur en þó bragðmikill. Mesti karakterinn kemur frá gerinu en yfirleitt er notað Trappist high gravity ger. Það gefur bjór með miklum krydd- og ávaxtatónum. Þessi stíll er auðbruggaður og fljótt tilbúinn.


Helstu einkenni;
Grunn maltið er Pilsner, Trappist ger og Evróskur humall.
OG: 1.044 – 1.054
IBUs: 25 – 45
FG: 1.004 – 1.010
SRM: 3 – 5
ABV: 4.8 – 6.0%


Ég vildi hafa þetta mjög einfaldan bjór, aðeins einn humall og eitt malt eða smash bjór. Gerjaður í 23°C til að fá nægilegan gerkarakter.

Faðir Vor
21 L 75% eff OG. 1052 IBU 30,7 Boil 90 min sirka alc 5,2%
4,80 kg Pilsner malt
70 g Saaz 60 min
20 g Saaz 30 min
18 g Saaz 10 min
Wyeast 1214 Belgian abbey

Ég miðaði vatnið í upphafi óvart við 60 min suðu og fékk því minna af bjór sem varð 5,8% ABV en var samt enþá furðu léttur og auðdrykkjanlegur. Ég mæli með að ef fólk leggur í þennan að bæta einhverju korni sem tir undir haus ef það setur á flöskur t.d carapils eða hveiti.

Heimildir
https://www.homebrewersassociation.org/ ... ist-monks/
http://www.bjcp.org/docs/2015_Guidelines_Beer.pdf

Eyþór Helgi

Re: Patersbier – stíll mánaðairns Nóvember 2016

Posted: 16. Nov 2016 08:38
by æpíei
Þetta er spennandi. Ætla að prófa þetta á næstunni.

Re: Patersbier – stíll mánaðairns Nóvember 2016

Posted: 17. Nov 2016 09:29
by helgibelgi
Reikna með að prófa þessa uppskrift líka fljótlega. Hugsa að ég setji einmitt smá CaraPils og mögulega hveiti líka.

Er búinn að vera að gera belgíska blonde bjóra undanfarið og þessi hljómar ekki ólíkur þeim.