Page 1 of 3

Skráning í félagið

PostPosted: 29. Apr 2010 15:13
by ulfar
Ársgjald 2017 í félagið eru 5000 kr. og 2500 kr. fyrir staðfestan maka. Árgjaldið er fyrir yfirstandandi starfsár sem er frá janúar út desember. Félagið safnar ekki fjármunum og því munu félagsmenn njóta hverrar krónu.

Skráning fer fram á eftirfarandi máta:
Millifærðar eru 5000 kr. á reikning 0323-26-63041, kennitala 6304102230.
Tilgreina skal notendanafn á fagun.is í skýringu ef það er til staðar.

Kvittun skal senda á skraning@fagun.is

Hafi viðkomandi ekki rétt til að gerast félagi er árgjaldið endurgreitt næst þegar farið er yfir nýjar skráningar.

kv. Úlfar Linnet

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 29. Apr 2010 16:10
by Oli
Munu félagar á landsbyggðinni njóta sömu kjara og hinir á höfuðborgarsvæðinu ef við greiðum sama árgjald? hvernig verður árgjaldið nýtt félögum til hagsmuna fyrir utan uppihald á fagun.is?

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 29. Apr 2010 17:47
by sigurdur
Allir meðlimir Fágunar njóta sömu kjara, enda er flokkað alla í sama flokk innan Fágunar.
Gjöldin eru áætluð að verða nýtt í atburði, uppihald (t.d. síðu) og gjöld sem að þarf að greiða.
Samþykkt Fágunar segir svo til um hvernig afgangur ársins verður notaður. Ég mæli með að það sé lesið stofnsamþykktir félagsins fyrir nánari upplýsingar.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 29. Apr 2010 23:54
by Oli
sigurdur wrote: Ég mæli með að það sé lesið stofnsamþykktir félagsins fyrir nánari upplýsingar.


Sigurður, ég er búinn að skoða samþykktir og sé lítið þar sem gefur nánari upplýsingar nema kannski 8 gr.

Ég geri mér grein fyrir því að ætlunin er að halda námskeið og keppnir og þvíumlíkt fyrir félagsmenn, sem er hið besta mál ef afgangur gjalda fer í það líka, sem kemur reyndar ekki fram í samþykktum.
Ég er hinsvegar ekki tilbúinn að borga félagsgjöld þar sem allur afgangur fer í veitingar á fundum sem aðeins nokkrir aðilar get mætt á. Vildi bara koma því á framfæri.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 30. Apr 2010 09:07
by sigurdur
Takk fyrir þessar ábendingar.
Það er stjórnarfundur mjög bráðlega, ég skal taka þetta mál upp á þeim fundi og svara þér betur þegar við höfum rætt þetta nánar.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 30. Apr 2010 23:14
by kristfin
það stóð til að eyða afganginum úr bauknum á aðalfundinum. sem er bara einu sinni á ári -- sem aftur er fín ástæða fyrir fólk alstaðar af landinu til að kætast saman

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 5. May 2010 19:48
by Chewie
Ég komst því miður ekki í keppnina en frétti að það hefði kostað 1.000kr inn.

Félagsgjaldið er 4.000kr er það ekki í hærri kantinum. Hvað er innifalið við að vera meðlimur ?
Geta meðlimir mætt í allar keppnir og atburði þeim að kosnaðarlausu ?
Hvað þurfa aðrir að borga mikið til að taka þátt í keppnum og atburðum ?
Þeir sem borgar ekki félagsgjaldið er þeim meinaður aðgangur að síðunni ?

Hefði ekki verið betra að gera grein fyrir félagsgjaldinu áður en farið er að rukka fyrir það :vindill:

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 5. May 2010 20:26
by Eyvindur
Chewie wrote:Félagsgjaldið er 4.000kr er það ekki í hærri kantinum. Hvað er innifalið við að vera meðlimur ?
Geta meðlimir mætt í allar keppnir og atburði þeim að kosnaðarlausu ?
Hvað þurfa aðrir að borga mikið til að taka þátt í keppnum og atburðum ?
Þeir sem borgar ekki félagsgjaldið er þeim meinaður aðgangur að síðunni ?

Ég er ekki stjórnarmeðlimur, en get svarað eftir bestu getu.

Sjálfum finnst mér 4.000 fyrir árið ekki mikið. Eftir því sem ég best veit stendur til að vinna í að útvega félagsmönnum tilboð hér og þar, og þetta fer í rekstur síðunnar, viðburði o.fl. og afgangurinn verður svo nýttur í að gera aðalviðburð ársins (sem verður væntanlega keppnin góða) einstaklega veglegan. Þetta er einnig haft svona hátt til að þeir einir skrái sig sem er alvara í að taka þátt í starfi félagsins.

Ég veit ekki betur en fyrirkomulagið sé þannig að meðlimir fái ókeypis inn á alla viðburði félagsins (nema væntanlega að viðkomandi viðburður sé einstaklega kostnaðarsamur, sem ég tel ólíklegt að gerist).

Gjald fyrir aðra en meðlimi, á atburði sem yfir höfuð eru opnir öðrum, verður væntanlega breytilegt eftir atvikum.

Engum verður nokkurn tíma meinaður aðgangur að síðunni. Hún er fyrir almenning, ekki síst til að byrjendur geti sótt hingað fræðslu.

Vonandi er ég ekki að fara með stórkostlegar fleipur. Stjórnarmeðlimir tjá sig kannski frekar um þetta.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 5. May 2010 20:37
by Hjalti
Manni vantar einmitt eithvað til að réttlæta 4000 kall í þetta fynnst mér.

Vefurinn kostar 15þ kall fyrir hvert ár sem þýðir að það þarf 4 meðlimi til að sjá um vefinn.

Ef við ætlum að halda Oktoberfest, Bjórkeppnir og aðrar skemtanir þá þurfum við ca. 50-100þ krónur fyrir hverja skemtun miðað við að við fáum annan sal en t.d. Ölver. Það gerir að minsta kosti 25 meðlimi.

Þannig að ca. 30 meðlimir sem borga 4000 kall til að geta haldið 1-2 skemtanir á ári og haldið vefnum uppi.

Meðlimir fá væntanlega aðgang að myndageymslusvæði hérna inni á vefnum í framtíðinni, viðbótar merki fyrir notendur og ókeypis aðgang að öllum skemtunum.

Jafnvel væri hægt að bjóða meðlimum upp á að fá að setja 1 bjór ókeypis í keppni líka.

Vonandi gefur þett aeithvað til þess að réttlæta 4000 kall á manninn í þetta.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 5. May 2010 21:46
by sigurdur
Félagsgjöldin munu t.d. fara í það verkefni að fá lögum varðandi gerjun breytt. Það eitt er ekki lítið né einfalt verkefni og mun án efa taka mörg ár og marga þúsundkallana.

Gjöldin munu einnig fara í rekstur vefsíðunnar. Vefsíðan mun vera opin öllum.

Félagsfundir verða haldnir mánaðarlega og verða þeir fundir einungis opnir fullgildum meðlimum. Það verða væntanlega atburðir sem að verða einungis fyrir meðlimi og svo vonandi einhverjir sem að verða opnir öllum.

Það er á áætlun að halda einhverja skemmtilega atburði, en það er ekki komin nákvæm áætlum um atburði enn.

Það er rétt það sem að Eyvindur nefnir, við munum beita okkur í því að fá afslætti fyrir meðlimi, ásamt því að auka vöruúrval hér á landi.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 5. May 2010 21:52
by Hjalti
Munu mánudagsfundirnir verða lokaðir ?

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 5. May 2010 22:03
by sigurdur
Hjalti wrote:Munu mánudagsfundirnir verða lokaðir ?

Já, það kemur fram í stofnsamþykktum félagsins í 6. grein.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 6. May 2010 00:24
by Hjalti
Ah, fattaði þetta eithvað öðruvísi á fyrsta fundinum, gerði einhverskonar mun á félagsfundi og mánudagsfundi :)

Verða þeir samt sem áður ekki áfram á opinberum vettvangi eða erum við að fara að skríða inn í bílskúra aftur?

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 6. May 2010 04:39
by sigurdur
Án efa verður a.m.k. næsti fundur á opinberum vettvangi. Svo er spurning hvernig þetta þróast.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 6. Jun 2010 10:27
by kalli
Ég var að greiða félagsgjaldið en vill koma því á framfæri að mér finnst það of hátt. Það væri nær að hafa það 2.000 kr, þá eru fleiri sem borga það án umhugsunar og við fáum fleiri félagsmenn. Það hlýtur að vera mikilvægt að fá sem flesta félagsmenn. Ég mæli með því að félagsgjaldið verði lækkað í framtíðinni.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 6. Jun 2010 11:27
by Eyvindur
Hugsunin var reyndar sú að við vildum frekar einblína á félagsmenn sem ganga í félagið til að styrkja starf þess (frekar en mögulega einhverja sem sjá frían bjór á fundum í hyllingum og líta á þetta sem e-k fylleríistækifæri, svo dæmi sé tekið), en að vera endilega að einbeita okkur að fjöldanum. Félagið er með takmarkaða starfsemi, og væntanlega mun alla jafna vera afgangur eftir árið (sem verður nýttur í glaðninga og góðgæti fyrir félagsmenn), þannig að það var samþykkt á stofnfundinum að starfseminni (sem snýr ekki síst að því að berjast fyrir breyttu lagaumhverfi, og þarf því að vera á sem hæstu plani) væri best borgið með því að hafa gjaldið hóflegt, en þó ekki of lágt. Persónulega finnast mér 4.000 kr. á ári vera smáaurar fyrir fólk sem virkilega hefur áhuga á að vera hluti af þessum félagsskap og stuðla að bættu umhverfi fyrir gerjunarnörda á Íslandi. Auk þess stendur til að reyna að útvega félagsmönnum tilboð á ýmsum stöðum, og félagar fá ókeypis aðgang að öllum viðburðum á vegum félagsins. Mér fannst keppnin um daginn ein og sér vera peninganna virði - allt sem ég fæ ofan á hana er bara bónus (ég borgaði meira að segja með glöðu geði, þrátt fyrir að ég flytji úr landi eftir 3 mánuði).

Allavega, þetta er mín skoðun, og þetta voru þau sjónarmið sem lágu að baki þessari upphæð. Ég myndi sjálfur leggjast gegn því að gjaldið yrði lækkað, enda finnst mér félaginu ekki endilega í hag að stækka óhóflega hratt. Og ég undirstrika aftur að mér finnst þetta félag eiga að vera fyrst og síðast fyrir fólk sem er ástríðufullt í þessu áhugamáli (þráhyggju, fyrirgefið þið), og ef maður er það held ég að fæstir sjái eftir þessum aurum.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 6. Jun 2010 13:12
by sigurdur
kalli wrote:Ég var að greiða félagsgjaldið en vill koma því á framfæri að mér finnst það of hátt. Það væri nær að hafa það 2.000 kr, þá eru fleiri sem borga það án umhugsunar og við fáum fleiri félagsmenn. Það hlýtur að vera mikilvægt að fá sem flesta félagsmenn. Ég mæli með því að félagsgjaldið verði lækkað í framtíðinni.

Velkominn þá sem fullgildur meðlimur félagsins! :)

Þú getur lagt til breytingu á félagsgjöldum fyrir næsta aðalfund ef þér þykir þetta of mikið.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 6. Aug 2010 21:13
by valurkris
Jæja þá var ég loksins að greiða félagsgjaldið.

En mér fynnst að það megi setja þenna eða nýjan þráð með uppl. um greiðslumáta og kostum þess að vera í félaginu efst í ALMENN UMRÆÐA grúppuna svo að maður þurfi ekki að leita að þessum þræði sem að er svosem ekkert mál fyrir þá sem að vita af honum.

Skráning í félagið

PostPosted: 9. Aug 2010 11:55
by arnarb
See http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=891 for uptodate information

----------------------
Ársgjald í félagið eru 4000 kr. Félagið safnar ekki fjármunum og því munu félagsmenn njóta hverrar krónu.

Skráning fer fram á eftirfarandi máta:
Millifærðar eru 4000 kr. á reikning 0323-26-63041, kennitala 6304102230.
Tilgreina þarf notendanafn á fagun.is í skýringu svo skráning sé fullgild.

Kvittun skal senda á skraning@fagun.is

Hafi viðkomandi ekki rétt til að gerast félagi er árgjaldið endurgreitt næst þegar farið er yfir nýjar skráningar.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 12. Oct 2010 14:46
by hrafnkell
Ég drullaðist loksins til að greiða félagsgjaldið. Hvernig er svo með næsta félagsgjald - er miðað við tímann þegar maður gerðist félagi að borga aftur, eða þarf ég að borga aftur eftir áramót eða hvað?

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 12. Oct 2010 15:06
by sigurdur
Gjaldið er fyrir núverandi tímabil.
Tímabilin eru frá byrjun apríl og út mars ef ég man rétt.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 1. Jan 2011 04:39
by gunnarolis
Ég var að borga stofngjald fyrstur manna á nýju ári eins og ég lofaði í kútapartýinu. Hinsvegar hef ég áhyggjur af því að ritari hefur gerst tvísaga um hvort almanaksár gildi eða hvort að það sé stjórnarár sem gildir.

Það þarf að taka þessa stofnsamþykkt til gagngerra endurbóta og sníða af henni ýmsa vankanta.

Gleðilegt nýtt bjór ár, og takk fyrir það síðasta. Skál.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 1. Jan 2011 14:59
by ulfar
Velkomin í félagið félagi. Núverandi stjórn lítur svo á að árgjaldið gildi frá ársfundi til næsta ársfundar.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 4. Apr 2011 23:25
by ivar
ulfar wrote:Velkomin í félagið félagi. Núverandi stjórn lítur svo á að árgjaldið gildi frá ársfundi til næsta ársfundar.

Hefur ársfundur 2011 verið haldinn? Ég hef áhuga á að skrá mig þegar að hann væri haldinn þannig að ég fái fullt tímabil fyrir aurinn minn.

Re: Skráning í félagið

PostPosted: 5. Apr 2011 00:12
by sigurdur
Hann hefur ekki verið haldinn og verður ekki haldinn fyrr en í lok mánaðarins.