Notendanöfn á fagun.is

Upplýsingar frá stjórn Fágunar, svo sem stofnsamþykktir, reglur, skráning í félagið, o. fl.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Notendanöfn á fagun.is

Post by æpíei »

Af gefnu tilefni þá er því vinsamlegast beint til fólks að velja ný notendanöfn sem eru annað hvort íslensk nöfn, orð á íslensku eða þá hafa góða skírskotun til gerjunar eða annað tengt efni þessarar síðu. Það hefur mjög aukist að sjálfvirkir botar séu að skrá sig inn á síðuna. Í flestum tilfellum er auðvelt að sjá þá, en stundum leikur vafi á því. Ef þið skráið ykkur og fáið ekki staðfestingu á notendanafni innan 24 tíma þá er mögulegt að við teljum notendanafnið vera frá slíkum bota. Hafið þá samband í tölvupósti við fagun hjá fagun.is og við athugum málið.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Notendanöfn á fagun.is

Post by æpíei »

VIð biðjumst velvirðingar á því að inn komst notandi "Norriski" og svaraði yfir um 100 póstum með spammi og rugli. Þessum notanda hefur veirð eytt. Ef þið fenguð tölvupóst um að þræði sem þið eruð að vakta hafi verið svarað en þið sjáið ekkert svar þá er ástæðan sú að svarið var spam frá þessum notanda.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Notendanöfn á fagun.is

Post by æpíei »

Við fengum nokkrar ábendingar í morgun um spam. Fyrir mistök var notandi samþykktur fyrir nokkru sem alla jafna hefði verið hafnað. Sá notandi vaknaði til lífs í morgun og setti inn fjölda svara. Notanda og póstunum hefur verið eytt.

Við þurfum að samþykkja alla nýja notendur og gerum það ekki ef grunur er á að þeir séu ekki raunverulegir. Í þetta skipti brást það. Við biðjumst velvirðingar á ónæðinu.
Post Reply