Félagsgjald 2014

Upplýsingar frá stjórn Fágunar, svo sem stofnsamþykktir, reglur, skráning í félagið, o. fl.
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Félagsgjald 2014

Post by astaosk »

Eins og fram hefur komið í öðrum þráðum þá er nýbyrjað félagsár ansi sérstakt, en því mun ljúka um næsta áramót og þá þaðan af verður almanaksárið félagsárið.

Félagsgjaldið fyrir þetta stutta ár er einungis 2500 kr.

Til þess að hvetja sem flesta til að skrá sig sem fyrst hefur nýkjörin stjórn ákveðið að bjóða upp á sérstakt bolatilboð. Ef þið borgið félagsgjald fyrir 5. júlí fáið þið Fágunarbol á einungis 1500 kr!
Félagsgjald + bolur = 4000 kr - kostaboð!

Greiðið inn á reikning 0323-26-63041, kennitala 6304102230.
Tilgreina þarf notendanafn á fagun.is í skýringu svo skráning sé fullgild.
Kvittun skal senda á skraning@fagun.is
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Félagsgjald 2014

Post by æpíei »

Við í stjórninni hvetjum alla til að taka þessu kostaboði (bolirnir einir og sér kosta 3000)

Þótt starfsárið sé stutt verður margt að gerast. Komið endilega á fund nú á mánudaginn kl 20:00. Staður auglýstur síðar. Þar förum við yfir dagskrána fram að áramótum og tökum á móti spurningum og ábendingum. Bjóðum sérstaklega alla nýliða velkomna. Fundurinn er opinn öllum, jafnt fyrir félagsmenn sem aðra. Sjáumst þá og komið með vin. :skal:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Félagsgjald 2014

Post by hrafnkell »

Hvur djö, ég var of fljótur á mér að borga. Ég vil bol!
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Félagsgjald 2014

Post by astaosk »

Já tilboðið verður nú að gilda líkur fyrir ykkur sem voru svona fljótir á ykkur! Bara millifæra þá sérstaklega fyrir bolnum (ekki gleyma að senda póst á skraning@fagun.is )
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Félagsgjald 2014

Post by bergrisi »

Vil líka bol.
Millifæri mismuninn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Félagsgjald 2014

Post by helgibelgi »

Nú á ég bol, fæ ég þá ekki afslátt? :D

(djók, skal millifæra á ykkur)
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Félagsgjald 2014

Post by astaosk »

Hver vill ekki eiga tvo fágunarboli??
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Félagsgjald 2014

Post by astaosk »

Ákvað að borga sjálf félagsgjöldin hvort að skraning@fagun.is sé ekki örugglega að virka, og jú viti menn (og konur) tilkynning barst mér!

Sem sagt - alls ekki gleyma að senda á skraning@fagun.is, ef þið viljið verða appelsínugul aftur!
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Félagsgjald 2014

Post by Eyvindur »

Það eina sem er betra en Fágunarbolur er annar Fágunarbolur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Félagsgjald 2014

Post by sigurdur »

Eyvindur wrote:Það eina sem er betra en Fágunarbolur er annar Fágunarbolur.
Ég er ekki sammála..!!

Kældur heimagerður bjór í fágunarglasi, borinn fram af fallegri, vel vaxinni, naktri konu sem er ekki í Fágunarbol.. ;)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Félagsgjald 2014

Post by Eyvindur »

Rangt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Félagsgjald 2014

Post by hrafnkell »

Ég borgaði fyrir nokkrum dögum og er ekki appelsínugulur! Ég krefst endurgreiðslu!
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Félagsgjald 2014

Post by astaosk »

Og ég krefst tölvupósts! En ég skal taka þig trúanlegan þangað til ég næ mér í netbankaaðganginn
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Félagsgjald 2014

Post by hrafnkell »

Ég setti tölvupóst úr netbankanum á netfangið sem var í gamla póstinum... Þú hefur kannski ekki verið búin að fá forwardaðan póstinn þá eða eitthvað?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Félagsgjald 2014

Post by æpíei »

Fundurinn á morgun verður á Hlemmi Square kl 20:00.

Við í stjórninni erum ný tekin við og erum enn að vinna í að finna varanlega staðaetningu fyrir fundina. Sjáum til hvernig þessi staður hentar. Það er fínt úrval af góðum bjór þar svo endilega komið á morgun og það mun hjálpa okkur að finna út hvort Hlemmur sé kostur til framtíðar.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Félagsgjald 2014

Post by helgibelgi »

æpíei wrote:Fundurinn á morgun verður á Hlemmi Square kl 20:00.

Við í stjórninni erum ný tekin við og erum enn að vinna í að finna varanlega staðaetningu fyrir fundina. Sjáum til hvernig þessi staður hentar. Það er fínt úrval af góðum bjór þar svo endilega komið á morgun og það mun hjálpa okkur að finna út hvort Hlemmur sé kostur til framtíðar.
Má koma með heimabrugg á staðinn?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Félagsgjald 2014

Post by æpíei »

Það er ekki bannað. Þó voru vinsamleg tilmæli frá þeim að halda magninu í skefjumm svona á fyrsta fundi. Þetta er hluti af því sem við þurfum að skoða og vinna úr með þeim ef við vijum vera þarna áfram.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Félagsgjald 2014

Post by helgibelgi »

æpíei wrote:Það er ekki bannað. Þó voru vinsamleg tilmæli frá þeim að halda magninu í skefjumm svona á fyrsta fundi. Þetta er hluti af því sem við þurfum að skoða og vinna úr með þeim ef við vijum vera þarna áfram.
Kúl. Spyr nú bara fyrir þá sem eiga eitthvað, en það gæti verið að ég geti grafið eitthvað upp sjálfur.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Félagsgjald 2014

Post by æpíei »

Við verðum með boli á mánudagsfundinum á morgun fyrir félaga sem hafa tekið kostaboðinu.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Félagsgjald 2014

Post by æpíei »

Á fundinum sl. mánudag kynntum við dagskrána fram að áramótum. Það er margt um að vera, það helsta er eftirfarandi:

- Ferð fyrir félagsmenn í Eimverk, sem framleiðir Flóka viskí og Von gin, laugardaginn 14. júní. Skráning er hafin hér á spjallvefnum.

- Kútapartý á Menningarnótt. Þeir sem hafa áhuga á að leggja til kút skulu fara að huga að bruggun. Við auglýsum þetta nánar er nær dregur.

- Vísindaferð í Haugen Gruppen fyrir félagsmenn Fágunar eingöngu, líklega á föstudagskvöldi í september http://www.haugen-gruppen.is/bj_r.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;

- Heimsókn í brugghús á sunnanverðu landinu í september eða október. Þá er í athugun að fara í heimsókn í brugghús á norðanverðu landinu líka.

- Mánudagsfundur hjá Rúnar í Keflavík þann 6. október. Það er alltaf gaman að fara heimsókn til hans og vonandi verður eitthvað eftir af October Marzen bjórnum hans

- Gorhátið í nóvember. Stefnt er að einhverri skemmtilegri bruggkeppni í tengslum við hana. Nánar auglýst síðar.

- Bókarpöntun Fágunar. Við stefnum á hóppöntun á bruggbókum nú í sumar og aftur í haust ef vel tekst til. Bækur verða seldar félagsmönnum á kostnaðarverði því sem næst.

- Mánudagsfundir þann fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Opnir öllum.

Af þessu má sjá að margt er að gerast og hvetjum við alla til að endurnýja félagsskírteinið eða gerast nýjir félagar sem fyrst. Það kostar aðeins 2500 krónur fyrir allt sem að framan var talið. Að auki er hægt að fá Fágunarbol fyrir 1500 fyrir þá sem gerast félagar fyrir 5. júlí.

Bestu kveðjur,
Sigurður Pétur
Formaður Fágunar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Félagsgjald 2014

Post by bergrisi »

Flott dagskrá og takk fyrir "heimsendinguna" í morgun.
Allur bjór bragðast betur í Fágunarbol.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Félagsgjald 2014

Post by Sindri »

Jæja þá er maður loksins búinn að borga ;) tók reyndar ekki bolinn með.
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Félagsgjald 2014

Post by astaosk »

Velkominn í appelsínugula hópinn! :beer:
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Félagsgjald 2014

Post by æpíei »

bergrisi wrote:Flott dagskrá og takk fyrir "heimsendinguna" í morgun.
Allur bjór bragðast betur í Fágunarbol.
Gaman er að koma í Keflavík! Ég stefni á að koma oftar, það er góð gerjun hjá ykkur þarna suðurfrá.
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Félagsgjald 2014

Post by astaosk »

Langar til að minna á að nú eru aðeins nokkrir dagar eftir af bolatilboðinu, borgið félagsgjald fyrir 5. júlí og fáið bol á aðeins 1500 kr - sem sagt félagsgjald+bolur=4000 kr. Ekki gleyma að senda tilkynningu á skraning@fagun.is
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
Post Reply