Page 1 of 1

Aðalfundur Fágunar 13. febrúar 2019

PostPosted: 23. Jan 2019 23:06
by Classic
Aðalfundur Fágunar verður haldinn hjá RVK Brewing, Skipholti 31, miðvikudaginn 13. febrúar kl.19:00. Fundurinn er aðeins fyrir gilda félagsmenn frá 2018 eða þá sem hafa nú þegar greitt félagsgjald fyrir 2019. Við biðjum alla sem ætla að mæta að skrá mætingu sína (annað hvort með athugasemd hér fyrir neðan eða á Facebook viðburðinum) til að auðvelda skipulag. Við munum bjóða uppá barsnakk og bjór - ásamt því að áhugasamir eru hvattir til að koma með heimabrugg. Ef þið stefnið á að koma með kút þá væri ágætt ef þið látið vita af því svo stjórnin sjái hvort það sé þörf fyrir kútastöð Fágunar.

Framboð í embætti skal bera sem svör við þessum þræði eða á fundinum sjálfum.

Skv. 7. grein laga félagsins þurfa breytingatillögur á lögum að berast minnst 7 dögum fyrir aðalfund, þ.e. fyrir kl. 19:00 þann 6. febrúar.

Breytingatillögur skal leggja fram sem svör í þessum þræði skv. lögum félagsins. Þegar breytingatillögur eru lagðar fram skal tilgreina hvort um nýja grein sé að ræða eða breytingu/viðbót við eldri. Sé lögð fram tillaga um breytingu/viðbót við eldri grein í lögum skal tilgreina númer greinar.

Dagskrá fundarins er með svipuðu sniði og undanfarin ár:

1. Kjör fundarstjóra og ritara.
2. Ársskýrsla stjórnar og umræður.
3. Endurskoðaðir reikningar fyrir hið liðna reikningsár, með athugasemdum skoðunarmanns reikninga, eru lagðir fram til samþykktar.
4. Starf og fjárhagssáætlun lögð fram til umræðu og ákvörðun tekin um hvernig skuli fara með hrat síðasta starfsárs.
5. Árgjald lagt fram til umræðu og samþykktar.
6. Lagabreytingar.
7. Kosningar: kosnir 5 í aðalstjórn. Ennfremur 1 skoðunarmaður reikninga og annar til vara. Kosið er til eins árs eða til næsta aðalfundar.
8. Önnur mál.
9. Nýrri stjórn fagnað.

Re: Aðalfundur Fágunar 13. febrúar 2019

PostPosted: 25. Jan 2019 13:58
by liljarmar
Góðan dag,

Hvar finn ég up-to-date lög félagsins?

Bk,
Liljar Már

Re: Aðalfundur Fágunar 13. febrúar 2019

PostPosted: 28. Jan 2019 00:22
by Funkalizer
Ég held að þau sé að finna hérna:
viewtopic.php?f=26&t=3773

Held að þeim hafi ekkert verið breytt síðan þessi voru samþykkt