Bruggkeppni Fágunar 2018

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by Classic »

Bruggkeppni Fágunar verður haldin laugardagskvöldið á Bergson RE, Grandagarði 16, 19. maí nk. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og fyrri ár, þrír flokkar, lítill, stór (eða opinn og imperial eins og það kallaðist í fyrra) og sérflokkur, sem að þessu sinni eru hveitibjórar.

Keppnisreglur eru svipaðar og í fyrra:
  1. • Einungis heimabruggaðir bjórar sem bruggaðir eru af keppendum eru gjaldgengir í keppnina. Með heimabruggaðir er átt við að bjór sé ekki bruggaður í græjum sem tilheyra atvinnubrugghúsi.
    • Ef fleiri en einn aðili kemur að bruggun bjórsins skal tiltaka alla bruggara eða hópnafn. Ef bjór hlýtur viðurkenningu eða vinnur til verðlauna teljast allir bruggarar/hópurinn sem sigurvegari ef við á.
    • Skila skal inn 6 (sex) 330ml flöskum eða stærri af hverjum bjór. Síðasti skiladagur er 16. maí. Bjór skal skilað til formanns Fágunar eða brew.is.
    • Keppanda ber að skila inn skráningarblaði fyrir hvern bjór og líma sérstaka keppnismiða á hverja flösku. Flöskur mega ekki vera merkar á neinn þann hátt að hægt sé að tengja þær við keppendur. Skráningarblað væntanlegt innan tíðar.
    • Þátttökugjald er kr. 2.500 á hvern innsendan bjór. Bjór er ekki gjaldgengur í keppnina nema gjald sé greitt að fullu.
    • Sérhver félagsmaður í Fágun sem greitt hefur félagsgjald fær undanþágu á þátttökugjaldi fyrir allt að tvo bjóra sem sendir eru í keppnina, að því uppfylltu að félagsmaðurinn sé sjálfur bruggari eða meðbruggari bjórsins, og að bjórarnir tilheyri ekki sama keppnisflokki.
    • Keppandi skal tilreina stíl fyrir hvern innsendan bjór. Stíllinn skal vera vel lýsandi fyrir bjórinn. Einnig skal tiltaka sérstök aukaefni sem notuð eru við gerð bjórsins sem hafa áhrif á bragð eða áferð hans. Dæmt verður meðal annars eftir því hversu vel bjórinn fellur að lýsingunni.
    • Innsendum bjórum er skipt í 3 flokka er tilgreindir eru hér að neðan. Keppanda ber að tilgreina í hvaða flokk bjórinn fellur.
    • ▪Fyrsti flokkur eru hveitibjórar, þ.e. allir bjórar sem falla undir flokk (5)24 í 5. kafla viðauka A í BJCP leiðbeiningum frá 2015.
      • A. 10A. Weissbier
        B. 10B. Dunkles Weissbier
        C. 10C. Weizenbock
        D. 24A. Witbier
        E. 27. Historical Beer (Roggenbier)
        F. 1D. American Wheat Beer
      ▪Annar flokkur eru Imperial bjórar að styrkleika 8% alc/vol eða hærra, þar með talið en ekki takmarkað við Imperial IPA, stoutar, barley/wheat wine og triple/quadruple bjórar.
      ▪Þriðji flokkur eru aðrir bjórar (opinn flokkur).
    • Dómnefnd áskilur sér rétt til að færa bjór milli flokka sé ástæða til.
    • Viðurkenningar verða veittar fyrir 1. til 3. sæti í hverjum flokki.
    • Besti bjór keppninnar verður valinn einn af þeim 3 bjórum sem hafna í 1. sæti í hverjum flokki.
    • Aukaverðlaun verða veitt fyrir frumlegasta/áhugaverðasta bjórinn að mati dómnefndar.
    • Aukaverðlaun verða veitt fyrir besta bjórnafnið að mati dómnefndar. Ekki er skylda að nefna bjóra.
    • Aukaverðlaun verða veitt fyrir besta heildarútlit á flösku að mati gesta á keppniskvöldi. Ekki er skylda að taka þátt í þessari hliðarkeppni en ef keppandi kýs að taka þátt skal skila inn einni auka flösku (7. flaskan) af bjór sem sendur er í keppnina, sem má vera merkt eða útfærð á hvern þann hátt sem keppandi kýs.
    • Að lokinni keppni verða birt dómarablöð með dómum um alla bjóra sem tóku þátt í keppninni.
    • Uppskriftir bjóra sem sendir eru í keppnina verða eign keppanda. Mælst er til að sigurvegarar birti uppskriftir á fagun.is.
    • Ef vafi leikur á að innsendur bjór uppfylli skilyrði þessi hefur dómnefnd loka-ákvörðun varðandi hæfni bjórsins til að taka þátt í keppninni. Ef bjór er vísað úr keppni fæst þátttökugjald ekki endurgreitt.
Last edited by Classic on 8. May 2018 23:05, edited 1 time in total.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by Classic »

Innsendingar fara fram með svipuðu formi og áður. Fylla þarf út skráningarblað upplýsingum um keppanda og bjór. Skjalið fyllir sjálfkrafa út merkimiða sem límdir eru á flöskurnar. Engar aðrar merkingar mega vera á flöskunni.
Skráningarblað Bruggkeppni 2018.xlsx
(78.67 KiB) Downloaded 839 times
Bjór má skila til Brew.is, Askalind 3, 201 Kópavogi á afgreiðslutíma dagana 8.-16. maí. Einnig má skila til Þórgnýs Thoroddsen, Þórsgötu 17, 101 Reykjavík.

Keppnisgjald greiðist með millifærslu á reikning 0323-26-63041, kt. 630410-2230. Minnum á að skráðir meðlimir geta sent inn allt að tvo bjóra gjaldfrjálst svo fremi að þeir tilheyri sitthvorum flokknum, og frítt inn á keppniskvöldið að auki og því til mikils að vinna (spara) með skráningu í félagið! Nánari upplýsingar um skráningu í félagið má finna hér
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by Classic »

Vekjum athygli á að skila- og skráningarfrestur hefur verið framlengdur til miðvikudagsins 16. maí. Til mikils er að vinna, alls konar glaðningar frá samstarfsaðilum Fágunar, að ógleymdum stóra vinningnum, en besti bjór keppninnar verður bruggaður hjá RVK Brewing!
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by Classic »

Þá eru úrslitin kunn.

Sem fyrr fóru margir keppendur heim drekkhlaðnir verðlaunum, bæði byrjendur sem lengra komnir.

Besti bjór keppninnar var Milk stout eftir Sigurjón Friðrik Garðarsson.

Sigurvegarar í opnum flokki voru:
1. Sigurjón Friðrik Garðarsson m. Milk stout.
2. Björn Kr. Bragason m. American IPA
3. Hrafnkell Orri Egilsson m. Fruit beer.

Sigurvegarar í Imperial flokki (8% og sterkari) voru:
1. Ásgeir Ingvarsson m. Barley Wine
2. Brynjar Eddi Rafnarsson m. Belgian Golden Strong Ale
3. Hrefna Karítas Sigurjónsdóttir og Eiríkur Ernir Þorsteinsson m. Imperial Stout

Sigurvegarar í flokki hveitibjóra voru:
1. Friðrik Már Gunnarsson m. Weissbier
2. Hrafnkell Orri Egilsson m. American Wheat
3. Björn Kr. Bragason m. American Wheat

Áhugaverðasti bjórinn var Wild Thymes eftir Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Helga Kristinn.

Besta bjórnafnið var Wild Thymes eftir Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Helga Kristinn.

Besta heildarútlit var "This is not the greatest Elvis clone in the world, this is but a tribute".

Bestu þakkir til allra keppenda fyrir þátttökuna!
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
El Gringo
Villigerill
Posts: 7
Joined: 9. Dec 2014 11:23

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by El Gringo »

Getur maður nálgast verðlaunin einhvers staðar fyrir okkur sem komust ekki á verðlauna kvöldið?
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by Classic »

El Gringo wrote:Getur maður nálgast verðlaunin einhvers staðar fyrir okkur sem komust ekki á verðlauna kvöldið?
Þú átt skilaboð í pósthólfinu þinu.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by gm- »

Verða blöðin frá dómurunum aðgengileg?
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by Classic »

gm- wrote:Verða blöðin frá dómurunum aðgengileg?
Já. Um leið og við komumst í að skanna þau inn.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
El Gringo
Villigerill
Posts: 7
Joined: 9. Dec 2014 11:23

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by El Gringo »

Hvenær verða dómara blöðin klár?
El Gringo
Villigerill
Posts: 7
Joined: 9. Dec 2014 11:23

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by El Gringo »

Ekkert að frétta af þessu?
liljarmar
Villigerill
Posts: 2
Joined: 24. Jan 2018 14:50

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by liljarmar »

Við erum enn að býða eftir dómarablöðunum
El Gringo
Villigerill
Posts: 7
Joined: 9. Dec 2014 11:23

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by El Gringo »

Enn að bíða......
El Gringo
Villigerill
Posts: 7
Joined: 9. Dec 2014 11:23

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by El Gringo »

Verður þetta ekki birt eða?
asgeirb
Villigerill
Posts: 1
Joined: 29. Jul 2016 20:31

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by asgeirb »

Eitthvað að frétta?
El Gringo
Villigerill
Posts: 7
Joined: 9. Dec 2014 11:23

Re: Bruggkeppni Fágunar 2018

Post by El Gringo »

Jæja nú eru komnir 14 mánuðir síðan þessi keppni var og enn er maður að bíða eftir dómarablöðunum. Verður þetta bara ekki birt eða? Stór hluti af ástæðunni fyrir því að maður tekur þátt í svona keppni er að fá feedbackið á bjórinn sem maður sendi inn.
Post Reply