Page 1 of 1

Hvenær eigum við að fara í heimsókn í Ölverk?

PostPosted: 4. Oct 2017 14:15
by dagny
Góðan daginn,

Við erum að skipuleggja ferð í Ölverk í Hveragerði þannig að okkur vantar að vita hvaða dagur henti best og hversu mikill áhugi er fyrir þessari ferð! Allir áhugasamir mega því endilega svara þessari könnun sem fyrst:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIp ... sp=sf_link

Planið er að fara með rútu frá Reykjavík til Hveragerðis, skoða brugghúsið - smakka bjór - snæða á pizzum og fara svo aftur með rútu í bæinn. Þið megið alveg reikna með að það verði vægt gjald tekið fyrir þessa ferð.

Þegar niðurstöður liggja fyrir þá mun ég svo koma með annan póst með öllum nánari upplýsingum!