Page 1 of 1

Kútapartý Fágunar 19. águst

Posted: 6. Jul 2017 22:04
by eddi849
Eins og allir félagsmenn vita þá er kútapartý Fágunar á menningarnótt löngu orðin að árlegum viðburði. Veislan verður haldin á leikvellinum á Klambratúni milli 14-17, en það fer eftir veðri og veigum. Allir velkomnir stórir og smáir, það verður boðið upp á grillaðar pylsur og gos.

Dælustöð Fágunar verður auðvitað á staðnum og hvetjum við félagsmenn Fágunar og alla þá sem vilja koma með kút að svara þessum þræði og láta vita hverju þeir lumi á í kútum fyrir utanumhald. Gas, línur og annað kútatengt verður á staðnum þannig að eina sem þarf að mæta með er kúturinn.

Ekkert gjald er á veitingum en frjáls framlög vel þegin.

Kútar :
eddi849 - New England IPA
gm - Pale ale
æpí -

Re: Kútapartý Fágunar 19. águst

Posted: 19. Jul 2017 16:05
by gm-
Mæti með kút af pale ale

Re: Kútapartý Fágunar 19. águst

Posted: 23. Jul 2017 21:23
by æpíei
Ég mæti með eitthvað, ekki alveg ljóst enn

Re: Kútapartý Fágunar 19. águst

Posted: 11. Aug 2017 16:15
by Sigurjón
Ég kem með mjólkurstout og sennilega eitthvað af mjöð líka

Re: Kútapartý Fágunar 19. águst

Posted: 11. Aug 2017 16:24
by karlp
ég er með 2.

Re: Kútapartý Fágunar 19. águst

Posted: 11. Aug 2017 17:37
by æpíei
Ég kem með serving station RVK sem er með 4 krönum eins og sú sem Fágun á. Verð líklega bara með einn kút svo það eru 3 lausir kranar. Er þó bara með kolsýru fyrir 2 kúta.

Re: Kútapartý Fágunar 19. águst

Posted: 11. Aug 2017 17:38
by æpíei
Ég er líka með 2 kolapoka og uppkveikilög sem Fágun á. Reyni að muna eftir þeim þetta árið

Re: Kútapartý Fágunar 19. águst

Posted: 13. Aug 2017 19:53
by bragiw
við zúrfús komum með eitthvað á flöskum og nokkra mini keg (5L) - pale ale og porter/stout og kannski eitthvað af jólabjórnum.

Re: Kútapartý Fágunar 19. águst

Posted: 15. Aug 2017 12:20
by HrefnaKaritas
Við komum með einn kút af bitter með rauðrófum - "Rauð dögun"

Re: Kútapartý Fágunar 19. águst

Posted: 18. Aug 2017 17:17
by æpíei
Þá er það loks ljóst að það verður kútur af Q&D (Session IPA) og hálfur kútur af Mist Eik (you don't want to know)

Re: Kútapartý Fágunar 19. águst

Posted: 20. Aug 2017 12:47
by helgibelgi
Takk fyrir mig! Þetta var vel heppnað!