Bruggkeppni Fágunar 2017

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Bruggkeppni Fágunar 2017

Post by eddi849 »

Heil og sæl, nú fer að styttast í Bjórgerðarkeppnina og fer hver að verða síðastur að setja á flöskur því það er einungis 10 dagar þangað til að bjórarnir verða dæmdir. Í ár verður breytt skipulag á keppninni þ.e. að dómgæslan fer fram helgina á undan. Dómgæslan fer fram 6. maí en keppnin er haldinn 12. maí og fer fram á Engjavegi 7, 104 Reykjavík (Þróttaraheimilið í laugardalnum). Húsið opnar klukkan 19.00, sigurvegarar kringdir kl. 21.30 og lokar húsið kl 1. Við hvetjum félagsmenn sem langar til þess að koma með kút á kvöldið að hafa samaband við stjórn Fágunar.

Aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi Fágunar en 2500 fyrir utanfélagsfólk. Líkt og fyrri ár geta meðlimir félagsins sent allt að tvo bjóra í keppnina sér að kostnaðarlausu, en hver umframbjór í keppnina kostar 2500 krónur. Utanfélagsfólk greiðir 2500 krónur fyrir hvern innsendan bjór.

Hægt er að skila bjórnum í Brew.is Askalind 3, 201 Kópavogi frá þriðjudeginum 2.maí til fimmtudagsins 4.maí og hvetjum við fólk til að vera búið að greiða gjaldið fyrir skil á reikning Fágunar.
Einnig er hægt að skila á Mánagötu 9, 105 rvk (kjallari) s: 6918509 (Dagný) eða 8448909 (Helgi)

Reikningur 0323-26-63041, kennitala 6304102230.

Fylla þarf út þetta skjal fyrir skil og einnig ber að minna fólk á að lesa keppnisreglunar hér að neðan.
Skráningarblað Bruggkeppni 2017..xlsx
(16.25 KiB) Downloaded 546 times

Keppnisreglur


• Einungis “heimabruggaðir” bjórar sem bruggaðir eru af keppendum eru gjaldgengir í keppnina. Með “heimabruggaðir” er átt við
að bjór sé ekki bruggaður í græjum sem tilheyra atvinnubrugghúsi
• Ef fleiri en einn aðili kemur að bruggun bjórsins skal tiltaka alla bruggara eða hópnafn. Ef bjór hlýtur viðurkenningu eða vinnur til
verðlauna teljast allir bruggarar/hópurinn sem sigurvegari ef við á
• Skila skal inn 6 (sex) 330ml flöskum eða stærri af hverjum bjór. Síðasti skiladagur er (dagsetning ákveðið síðar).
• Keppanda ber að skila inn skráningarblaði fyrir hvern bjór og líma sérstaka keppnismiða á hverja flösku. Flöskur mega ekki vera
merkar á neinn þann hátt að hægt sé að tengja þær við keppendur
• Þátttökugjald er kr. 2.500 á hvern innsendan bjór. Bjór er ekki gjaldgengur í keppnina nema gjald sé greitt að fullu.
• Sérhver félagsmaður í Fágun sem greitt hefur félagsgjald fær undanþágu á þátttökugjaldi fyrir allt að tvo bjóra sem sendir eru í
keppnina, að því uppfylltu að félagsmaðurinn sé sjálfur bruggari eða meðbruggari bjórsins. TIl að fá undanþágu fyrir annan
bjórinn þurfa bjórarnir tveir að vera í sitthvorum flokknum.
• Keppandi skal tilreina stíl fyrir hvern innsendan bjór. Stíllinn skal vera vel lýsandi fyrir bjórinn. Einnig skal tiltaka sérstök
aukaefni sem notuð eru við gerð bjórsins sem hafa áhrif á bragð eða áferð hans. Dæmt verður meðal annars eftir því hversu vel
bjórinn fellur að lýsingunni.
• Innsendum bjórum er skipt í 3 flokka er tilgreindir eru hér að neðan. Keppanda ber að tilgreina í hvaða flokk bjórinn fellur.
Dómnenfnd getur þó fært bjór til milli flokka ef ástæða er til.
o Fyrsti flokkur eru bjórar með krydd eða ávaxtaviðbótum, t.d. íslenskar jurtir (villtar eða ræktaðar) eða ber, ávextir (ferskir,
þurrkaðir eða purré), eða aðrar samsvarandi viðbætur sem hafa áhrif á bragð hans
o Annar flokkur eru Imperial bjórar að styrkleika 8% alc/vol eða hærra, þar með talið Imperial IPA, stoutar, barley/wheat wine og
triple/quadruple bjórar
o Þriðji flokkur eru aðrir bjórar (opinn flokkur).
• Viðurkenningar verða veittar fyrir 1. til 3. sæti í hverjum flokki.
• Besti bjór keppninnar verður valinn einn af þeim 3 bjórum sem hafna í 1. sæti í hverjum flokki
• Aukaverðlaun verða veitt fyrir frumlegasta/áhugaverðasta bjórinn að mati dómnefndar
• Akkaverðalun verða veitt fyrir besta bjórnafnið að mati dómnefndar. Ekki er skylda að nefna bjóra.
• Aukaverðlaun verða veitt fyrir besta heildarútlit á flösku að mati gesta á keppniskvöldi. Ekki er skylda að taka þátt í þessari
hliðarkeppni en ef keppandi kýs að taka þátt skal skila inn einni auka flösku (7. flaskan) af bjór sem sendur er í keppnina, sem
má vera merkt eða útfærð á hvern þann hátt sem keppandi kýs.
• Að lokinni keppni verða birt dómarablöð með dómum um alla bjóra sem tóku þátt í keppninni.
• Uppskriftir bjóra sem sendir eru í keppnina verða eign keppanda. Mælst er til að sigurvegarar birti uppskriftir á fagun.is
• Ef vafi leikur á að innsendur bjór uppfylli skilyrði þessi hefur dómnefnd loka-ákvörðun varðandi hæfni bjórsins til að taka þátt í
keppninni. Ef bjór er vísað úr keppni fæst þátttökugjald ekki endurgreitt.
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2017

Post by æpíei »

Ég mæti með kút af gose.
eddikind
Villigerill
Posts: 8
Joined: 28. Feb 2015 14:55
Location: Ísland

Re: Bruggkeppni Fágunar 2017

Post by eddikind »

Verður glas einsog venjulega?
Í gerjun: Bochet, Appelsínu Melomel, Jarðaberja Melomel, Eplavín, Mjöður úr könglahunangi
Á flöskum: Rúgbrauð með rjóma, Bláberja og rifsberja vín, Fíflavín, Cyser, Banana/súkkulaði brúnað Melomel, Bochet, Acerglyn, Jóla Strong Stout, Pliny the elder clone
dagny
Villigerill
Posts: 29
Joined: 10. Feb 2017 12:05

Re: Bruggkeppni Fágunar 2017

Post by dagny »

eddikind wrote:Verður glas einsog venjulega?
Já! Það kemur tilkynning um það fljótlega :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggkeppni Fágunar 2017

Post by helgibelgi »

Ég mæti með kút af einhverju gumsi...
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Bruggkeppni Fágunar 2017

Post by ALExanderH »

helgibelgi wrote:Ég mæti með kút af einhverju gumsi...
Vel gert!
El Gringo
Villigerill
Posts: 7
Joined: 9. Dec 2014 11:23

Re: Bruggkeppni Fágunar 2017

Post by El Gringo »

Er vitað hvenær dómarablöðin verða aðgengileg? Eða verða þau send út í pósti eða?
dagny
Villigerill
Posts: 29
Joined: 10. Feb 2017 12:05

Re: Bruggkeppni Fágunar 2017

Post by dagny »

El Gringo wrote:Er vitað hvenær dómarablöðin verða aðgengileg? Eða verða þau send út í pósti eða?
Þetta er mjöööög mikið að blöðum en ég ætla að reyna að græja það í vikunni. Læt vita :)
Post Reply