Fréttabréf Fágunar febrúar 2016

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Fréttabréf Fágunar febrúar 2016

Post by æpíei »

Aðalfundur Fágunar

Aðalfundur Fágunar 2016 verður haldinn næstkomandi föstudag 5. febrúar kl. 18:30 í Friðarhúsinu á Snorrabraut, gegnt Austurbæ. Venjuleg aðalfundarstörf. Að þeim loknum munum við fagna nýrri stjórn með veglegum veitingum. Það má því búast við að við verðum að eitthvað frameftir.

Allir þeir sem greitt hafa félagsgjald fyrir 2016 á fundinum, auk þeirra sem greiddu félagsgjald 2015, eru boðaðir á aðalfundinn.

Þau sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn Fágunar næsta ár geta gert það á aðalfundinum, eða látið okkur vita með því að senda póst á fagun@fagun.is. Stjórnin er skipuð 5 manns sem skipta með sér formanni, gjaldkera, ritara og 2 meðstjórnendum.

Það væri gott ef þið merktuð við á Facebook viðburðinn ef þið ætlið að koma svo við getum áætlað magn vetinga, bæði mat og drykk, sem við þurfum.



Bjórgerðarkeppni 2016

Undirbúningur fyrir bjórgerðarkeppnina 2016 er í fullum gangi. Í ár verða keppnisflokkar þrír:

- villigerjaður flokkur
- IPA flokkur
- aðrir bjórar

Gert er ráð fyrir að félagsfólk fái tvær innsendingar fyrir félagsgjöld, ef þær eru í sitthvorn flokkinn.

Keppnin verður haldin um mánaðarmótin apríl/maí og nánar auglýst síðar.

Allar aðrar helstu upplýsingar má sjá hér



Skráning í félagið

Félagsgjald 2016 er kr. 5000. Það er greitt með millifærslu og einnig má gerast félagi á öllum viðburðum félagsins. Nú þegar hafa fjölmargir greitt árgjaldið enda fylgja því fríðindi svo sem veglegur afsláttur á alla helstu craft-bari bæjarins.

Sjá nánar hér
Post Reply