Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara)

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara)

Post by Plammi »

Heil og sæl öllsömul!
Mánaðarfundur nóvembermánaðar verður haldinn 2.nóvember á MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara) kl.20:00.
MicroBar eru að opna á nýjum stað og verður spennandi að sjá útkomuna.

Fundargerð:

15 manns mættu á nýja MicroBar. Töluverð stílbreyting frá fyrri stað og leyst fólki nokkuð vel á.
Staðurinn er með 14 krana og bjórarnir á þeim koma frá Gæðingi, Kalda, Ölvisholti, Borg og Steðja.
Fágun fær 200kr afslátt á bjór.
  • Mikil spenna virðist vera fyrir Bruggjunni Bruggbar. Einhverjir félagsmenn hafa farið þangað í hópferðir og hafa ekkert nema gott um staðinn að segja.
  • Steini hjá MicroBar tók okkur í skoðunarferð um staðinn. Mikið um gersemar í geymslunni hjá honum. Þegar staðurinn flutti þá komu upp nokkrir 'tíndir' bjórar þannig að það er vel þess virði að gera sér ferð á Micro og spurja um geymslubjórana.
    Einnig sýndi hann okkur inn í portið bakvið staðinn þar sem byggð var viðbygging sem geymir kútana.
    Steini er nýkominn frá Two Roads þar sem hann var lærlingur.
  • Borið hefur á verðsamkeppni á korni á markaðnum síðust misseri, heimabruggurum til góðs.
  • Skiladagur fyrir Jóladagatal Fágunar er miðvikudagurinn 25.nóvember.
    Hægt verður að skila bjórunum til Brew.is í Askalind 3.
    Stefnt er á að hafa Friðarhúsið opið frá 16:00 og getur fólk hist þar og náð í 'dagatölin'.
  • Stefnt er á að halda Gorhátíð 27.nóvember.
    Aðalþemað verður pörun á ostum við bjóra. Einnig verður áhersla á jólabjórasmakk.
    Það er verið að vinna úr smáatriðinum og verður þetta nánar auglýst síðar.
  • Heimabruggtúrinn gékk mjög vel. Um 10 gestir komu í gönguna, þar af 1 félagsmaður.
    10 manns var ágætis stærð á hóp, talað um að 15 manns væri ágætt viðmið sem hámarksfjöldi.
    Ákveðið var að greiða bruggurunum 8000kr á haus fyrir kostnaði og ómakið.
    Miklir möguleikar opnast við þetta, t.d. að halda samskonar ferð í öðru póstnúmeri eða bæjarfélagi (Hafnarfirði).
  • HrefnaKaritas er að vinna að breytingum á heimasíðunni. Nútímavæða á síðuna, bæta forsíðu, gera uppskriftargagnagrunn og fleira. Virtist það leggjast vel í hópinn.
  • æpíei var með fræðsluerindi um refractometer/ljósbrotsmæli
  • æpíei kom með reyktan lager og Biere de garde og Hrafnkell mætti með IPA til smakks
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara

Post by gm- »

Mæti, loksins!
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara

Post by Sindri »

Langar að mæta en SWMBO skráði sig á eh helv, andsk, dans námskeið á mánudögum :(
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara

Post by æpíei »

Það er spurning með fræðsluerindi. Einhvern tíma kom upp hugmynd um að tala um refractometer og hvernig þeir eru notaðir. Er einhver sem býðst til að kynna það?

Fundurinn er á nýja Mícró bar í kjallara gamla Kaffi Reykjavíkur. Við væntum þess að kynna afsláttarkjör fyrir félagsmenn á fundinum.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara

Post by æpíei »

Munið fundinn á eftir kl 20:00. Dagskrá byrjar 20:30. Þar sem enginn bauð sig fram til að tala um efni fundarins ætla ég sjálfur að reyna það. Verð með sýnikennslu og allt. Verklegt próf í lokin.

Munið smakkið og afsláttur á barnum.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara

Post by Plammi »

Fundargerð komin inn í upprunalega póstinn.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply