Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Kæru félagar. Bruggkeppni Fágunar og sjálft keppniskvöldið er stærsti viðburður ársins í starfsemi félagsins. Í ár verður keppnin haldin þann 9. maí í sal Sjálfstæðisfélags Seltirninga, Austurstönd 3, vestan við Eiðistorg. Dagskrá kvöldsins byrjar kl. 20:00. Stefnt er að því að tilkynna úrslit í keppninni um 21:30. Húsið verður svo opið frameftir kvöldi á meðan veitingar duga.

Allir eru velkominir á keppniskvöldið, jafnt keppendur, félagsmenn Fágunar sem og gestir. Aðgangseyrir er 2.500 kr en frítt er fyrir félagsmenn sem greitt hafa árgjald 2015. Þátttökugjald er 2.500 fyrir hvern bjór í keppnina, en ein innsending ókeyps fyrir félagsmenn. Það er því full ástæða til að ganga í félagið hafir þú hug á að senda inn bjór og koma á keppniskvöld, því félagsgjaldið er einungis 5.000. Sjá hér hvernig þú skráir þig í félagið.

Í þetta sinn var ákveðið að bjóða ekki upp á mat á staðnum. Í staðinn mun Fágun bjóða upp á léttar veitingar án endurgjalds. Auk þess verður allur bjór ókeypis. Fólki er velkomið að hittast á undan á einhverjum matsölustað ef það svo kýs. Rauða Ljónið á Eiðistorgi er næst salnum og þeir munu hugsanlega bjóða gestum einhver sérkjör. Það verður þá auglýst síðar hér.

Þar sem þetta er uppskeruhátið heimabruggara eru gestir hvattir til að koma með sinn eiginn heimabruggaða bjór og gefa öðrum að smakka. Ef einhverjir vilja koma með kúta þá er það velkomið. Vinsamlegast hafið þá samband við Fágun fyrirfram. Auk þess verða bjórar frá brugghúsum í boði eins og undanfarin ár.

Líkt og undanfarin ár verður útbúið sérstakt keppnisglas. Þar sem sérflokkurinn í ár eru hveitibjórar þótti við hæfi að hafa hveitibjórsglas þetta árið. Nánar til tekið er það 330ml og leisermerkt með merki Fágunar. Glasið býðst þeim sem panta og borga það fyrir laugardaginn 9. maí á kr. 2000, en það mun kosta 2500 á keppniskvöldinu. Vinsamlegast millifærið 2000 kr fyrir hvert glas á Fágun reikningur hér, tiltakið "Glas" sem skýringu og sendið afrit á fagun@fagun.is. Það er takmarkað magn í boði.


Nánar um keppnina

Skila þarf inn 6 flöskum 330ml eða stærri. Fylla þarf út skráningarblað og merkja allar flöskur með sérstökum keppnismiðum. Skráningarblaðið má nálgast hér að neðan. Boðið er upp á 2 útgáfur: Annars vegar er um að ræða Excel skjal sem fyllir sjálfkrafa út flöskumiða út frá upplýsingum á skáningarblaði. Hins vegar er það pdf útgáfa af sama skjali fyrir þau sem ekki geta notað Excel skjalið. Í sérstök hráefni/aðrar athugasemdir skal ekki setja inn heilar uppskriftir heldur benda á eitthvað sem hefur áhrif á bragð, t.d. ef þú ert að nota eitthvað sérstakt hráefni, krydd, ávexti eða annað, eða beittir einhverri sérstakri aðferð, brettaðir, sýrðir osfrv.

Skráningarblað Bruggkeppni 2015.xlsx
(40.46 KiB) Downloaded 647 times
Skráningarblað Bruggkeppni 2015.pdf
(51.59 KiB) Downloaded 654 times
Vinsamlegast skilið svo flöskunum saman í einni handkippu (fæst ókeypis í ÁTVR ef þið eigið ekki) og vefjið skráningarblaðið utan um eina flöskuna. Hægt er að skila til eftirtalinna aðilla. Hringið á undan til að vera viss um að það sé einhver heima:

Sigurður, Oddagata 6, 101, sími 692 6141 - venjulega við flesta daga frá hádegi (ekki samt laugardaginn 2. maí)
Helgi, Mánagata 9 kjallari, 105, sími 844 8909 - á kvöldin frá og með sunnudeginum 3. maí
Björn, Torfufell 24 kjallari, 111, sími 847 3370 - á kvöldin (nema föstudag og þriðjudag)
Gummi, Dvergholti 21, 220, sími 821 7618 - flest kvöld eftir 18:00
Brew.is, Askalind 3, 220 - á opnunartíma 5.-7. maí

Athugið að síðasti skiladagur er fimmtudagur 7. maí kl. 20:00, þó er hægt að skila til Sigurðar í 101 fram eftir kvöldi


Hér að neðan eru reglur keppninnar birtar. Keppendur þurfa að kynna sér þær og staðfesta á skráningarblaði að þeir samþykki þær.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun!




Bruggkeppni Fágunar 2015

Keppnisreglur


• Einungis “heimabruggaðir” bjórar sem bruggaðir eru af keppendum eru gjaldgengir í keppnina. Með “heimabruggaðir” er átt við að bjór sé ekki bruggaður í græjum sem tilheyra atvinnubrugghúsi
• Ef fleiri en einn aðili kemur að bruggun bjórsins skal tiltaka alla bruggara eða hópnafn. Ef bjór hlýtur viðurkenningu eða vinnur til verðlauna teljast allir bruggarar/hópurinn sem sigurvegari ef við á
• Skila skal inn 6 (sex) 330ml flöskum eða stærri af hverjum bjór. Síðasti skiladagur er 7. maí
• Keppanda ber að skila inn skráningarblaði fyrir hvern bjór og líma sérstaka keppnismiða á hverja flösku. Flöskur mega ekki vera merkar á neinn þann hátt að hægt sé að tengja þær við keppendur
• Þátttökugjald er kr. 2.500 á hvern innsendan bjór. Bjór er ekki gjaldgengur í keppnina nema gjald sé greitt að fullu.
• Sérhver félagsmaður í Fágun sem greitt hefur félagsgjald fær undanþágu á þátttökugjaldi fyrir einn bjór sem sendur er í keppnina, að því uppfylltu að félagsmaðurinn sé sjálfur bruggari eða meðbruggari bjórsins
• Keppandi skal tiltaka hvaða stíl bjórinn tilheyrir. Fara skal sem næst eftir þeim stílum sem listaðir eru á vef BJCP. Bjórar verða meðal annars dæmdir eftir því hversu vel þeir falla að stílnum sem keppandi tilgreinir. Ef vafi leikur á að bjór falli undir nokkurn stíl skal tilgreina stíl sem “23 Specialty Beer
• Innsendum bjórum er skipt í 3 flokka er tilgreindir eru hér að neðan. Keppanda ber að tilgreina í hvaða flokk bjórinn fellur. Dómnenfnd getur þó fært bjór til milli flokka ef ástæða er til
  • o Sérflokkur, sem saman stendur af þýskum hveitibjórum (stílar 15A, 15B eða 15C), belgískum wit bjórum (stíll 16A) og amerískum hveitibjórum (stíll 6D)
    o Stór flokkur, þeir bjórar sem eru OG 1.060 (14,75 plato) og hærra
    o Lítill flokkur, þeir bjórar sem eru undir OG 1.060 (14,75 plato)
• Viðurkenningar verða veittar fyrir 1. til 3. sæti í hverjum flokki.
• Besti bjór keppninnar verður valinn einn af þeim 3 bjórum sem hafna í 1. sæti í hverjum flokki
• Aukaverðlaun verða veitt fyrir frumlegasta/áhugaverðasta bjórinn að mati dómnefndar
• Auakverðlaun verða veitt fyrir hugmyndaríkasta/skemmtilegasta/mest viðeigandi nafn á bjór að mati dómnefndar. Ekki er skylda að nefna bjór sem sendur er í keppnina
• Að lokinni keppni verða birt dómarablöð með dómum um alla bjóra sem tóku þátt í keppninni.
• Uppskriftir bjóra sem sendir eru í keppnina verða eign keppanda. Mælst er til að sigurvegarar birti uppskriftir á fagun.is
• Ef vafi leikur á að innsendur bjór uppfylli skilyrði þessi hefur dómnefnd loka-ákvörðun varðandi hæfni bjórsins til að taka þátt í keppninni. Ef bjór er vísað úr keppni fæst þátttökugjald ekki endurgreitt.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Síðasti skiladagur staðfestur 7. maí
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by Sigurjón »

Hvert á að skila flöskunum?
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Eins og kemur fram hér að ofan verður það gefið út viku fyrir skilafrest, auk þess skráningarblað og flöskumiðar.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Minnum á forkaupin á keppnisglasi 2015. Þau sem kaupa glasið fyrirfram fá það á sérstöku forkaupsverði. Takmarkað magn í boði.
Attachments
Fágun glas 2015.jpg
Fágun glas 2015.jpg (24.63 KiB) Viewed 47277 times
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Skráningarblöð og flöskumiðar eru komin í upprunalega póstinn. Skil hefjast á fimmtudag og standa í viku. Hægt verður að skila til Hrafnkels í brew.is í næstu viku á opnunartíma og svo hjá stjórnarmeðlimum fram til 20:00 fimmtudaginn 7. maí. Upplýsingar um heimilsföng og símanúmer koma á næstunni.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Komnar eru inn upplýsingar um skilastaði í upprunalega póstinn.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Það væri fínt ef þau sem ætla að koma á keppniskvöldið meldi sig hér svo við getum áætlað hvað við þurfum mikið af veitingum (það verður nægur bjór á staðnum)

https://www.facebook.com/events/380155862192443/" onclick="window.open(this.href);return false;
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by kari »

Á maður að borga fyrir aukabjórinn þegar maður skilar bjórnum inn eða á maður að millifæra fyrirfram, eða hvernig viljið þið hafa það?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Hvort heldur sem er. Gott að hafa útprentun á kvittun með eða senda á fagun@fagun.is
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Minnum á að skilafrestur er fram á fimmtudag. Hægt er að skila til þeirra sem tilgreindir eru í póstinum hér að ofan eða til brew.is í dag, miðvikudag og fimmtudag.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by helgibelgi »

Minni á að það er hægt að skila bjórum í keppnina til mín. Ég er á Mánagötunni nr. 9 í miðbænum.

Ég er líka á ferðinni framhjá Hveragerði og Selfoss bæði á miðvikudag og fimmtudag ef einhver býr þar (eða nálægt) og vill skila inn bjór. Hringdu þá bara í mig og við reddum þessu! (sími 8448909)
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by Dabby »

Eru margir að hugsa um að fara á Rauða Ljónið fyrir keppni? Ég og frúin ætlum og hefðum gaman af félagsskap... Ef þetta er einhver hópur þarf líklega að panta borð..... í gær.
Væri ekki fínt að stefna á Rauða Ljónið kl 18:30 og stefna á að rölta yfir í sjálfstæðissalinn rétt fyrir 8?
rúmur klukkutími til að éta ætti að vera vel ríflegt. hugsanlega nóg að mæta kl 19?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Davíð, ég styð þína framtaksemi í þessu. Endilega látið vita ef þið ætlið að gera það. Þau eru með fjölbreyttan matseðil, sjá ljonid.is

Við hefjum svo leikinn kl. 20:00.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Verðlaunalistinn er tilbúinn, þó með þeim fyrirvara að eitthvað gæti bæst við :)

Við þökkum öllum okkar styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn. Minnum á að síðasti skiladagur í keppnina er á fimmtudag.

Best of show (einn af sigurvegurum úr flokkunum 3)
• Sérsmíðaður verðlaunagripur í boði brew.is
• 10000 kr inneign hjá brew.is
• 1 kassi (24 flöskur) Leffe Brune frá Haugen gruppen
• 10 bjóra smakkbakki frá Mícróbar
• 2 flöskur Founders KBS frá Járn og gler
• auk vinninga fyrir 1. sæti hér að neðan


Fyrsta sæti í hverjum flokki (ef vinnur ekki Best of show)
• 7500 kr inneign hjá brew.is
• 5 bjóra smakkbakki frá Mícróbar
• auk vinninga fyrir 1. sæti hér að neðan


Sér flokkur,
1. sæti
• Flóki frá Eimverk
1-3 sæti
• Franziskaner gjafapakkning sem inniheldur 5 x 50cl flöskur og 1 x glas frá Haugen gruppen
• Stór flaska Lava frá K.Karlssyni / Ölvisholti


Litli flokkur
1. sæti
• Víti ákavíti frá Eimverk
1-3 sæti
• Stella Artois gjafapakkning sem inniheldur 6 x 33cl flöskur og 1 x glas frá Haugen gruppen
• Stór flaska Lava frá K.Karlssyni / Ölvisholti


Stóri flokkur
1. sæti
• Vor barrel aged frá Eimverk
1-3 sæti
• Best of Belgium gjafapakkning sem inniheldur 2 x Stella 33cl, 2 x Hoegaarden 33cl og 2 x 33cl Leffe Blonde flöskur frá Haugen gruppen
• Stór flaska Lava frá K.Karlssyni / Ölvisholti


Frumlegasti/áhugaverðasti bjórinn
• 1 stykki Founders Blushing Monk frá Járn og gler
• Stór flaska Lava frá K.Karlssyni / Ölvisholti


Besta nafnið
• 2 flöskur To Øl Sofa King Pale frá Járn og gler
• 2 flöskur Mikkeller Beer geek bacon frá Járn og gler


Áhorfendur/happdrætti
• 1 stykki Founders Blushing Monk frá Járn og gler
• 2 stykki Stór flaska Lava frá K.Karlssyni / Ölvisholti
• 5 bjóra smakkbakki frá Mícróbar
• Nokkur stykki af hinum margrómuðu Fágunarbolum
• …..
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by Sindri »

Já sæll! verðlaunin ekki af verri gerðinni! #TEKÞÁTTÁNÆSTAÁRI!
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Vert að benda á að BJCP hefur nú gefið út 2015 stílana. Við höldum okkur við 2008 stílana sem vísað er á í póstinum að ofan. Vinsamlegast skrfið bæði nafn og númer stíls á miðana.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by karlp »

So... who's going to rauðaljońið for food beforehand?
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by Dabby »

Ég og Eva förum.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Þá eru úrslitin kunn.

Sérflokkur
1. sæti HÚN/HANN (Ásta Ósk og Sölvi) - Hef a good one, weißbier
2. sæti Kári Davíðsson - Ljótur, weizen
3. sæti HÚN/HANN (Ásta Ósk og Sölvi) - Wit or without you, witbier

Lítill flokkur
1. sæti Brugghúsið við hafið (Jóhann og Runólfur) - Vanilla chocolate milk, american stout
2. sæti Þórir Bergsson (gerjun.is) - Heiðar, pale ale
3. sæti Plimmó (Halldór, Pétur, Örn, Erlingur og Haukur) - Beyki feiti, classic rauchbier

Stór flokkur
1. sæti Plimmó (Halldór, Pétur, Örn, Erlingur og Haukur) - Eiríkur Rauði, flanders red
2. sæti Arnar Flókason - saison
3. sæti Tunnugengið Hafnarfirði (Bjarki, Úlfar, Viðar, Eyvindur og Tóti) - Sótsaft, tunnuleginn russian imperial stout

Besti bjórinn
Plimmó (Halldór, Pétur, Örn, Erlingur og Haukur) - Eiríkur Rauði, flanders red

Áhugaverðast bjórinn
Brimir bruggeldhús (Sigurður P) - Berlínar Brómur, berliner weisse

Besta nafnið
Beyki Feiti, Plimmó

Við þökkum öllum fyrir komuna, keppendum fyrir þátttökuna, dómurum fyrir þeirra framlag og styrktaraðilum kærla fyrir stuðninginn. Þökkum líka þeim Helga og Birni Unnari fyrir aðstoðina í undirbúningsnefndinni, og Valla hjá Borg fyrir formennsku í dómnefndinni.

Nú er bara að fara að leggja í fyrir næstu keppni sem verður að ári. Búið er að ákveða að súrir bjórar verða sérflokkur í þeirri keppni. Þess má geta að besti bjórinn í ár er einmitt súr bjór og sá áhugaverðasti líka. Það verður því örugglega mjög spennandi keppni að ári.

Takk!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by æpíei »

Dómarablöð hafa verið send öllum keppendum í PM á fagun. Skoðið það hér efst í hægra horni. Ef þið hafið ekki fengið póst eða getið ekki nálgast á einhvern hátt, sendið okkur tölvupóst á fagun hjá fagun.is
Jóhann K.
Villigerill
Posts: 6
Joined: 29. Jan 2015 12:56

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by Jóhann K. »

Ég þakka fyrir mig og dómarablöðinn. Þetta er frábært framtak hjá ykkur. :)
Gunnarg
Villigerill
Posts: 4
Joined: 24. Jul 2014 09:59

Re: Árleg bruggkeppni og keppniskvöld Fágunar 9. maí 2015

Post by Gunnarg »

Sammála síðasta ræðumanni. Snilldar kvöld og mjög gott að fá comment frá fagmönnum :-)
Post Reply