Boð á aðalfund Fágunar 2015

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by æpíei »

Aðalfundur Fágunar 2015 verður haldinn miðvikudaginn 25. febrúar nk. kl 20:00.

Fundurinn verður haldinn í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 (á horninu við Snorrabraut)

Aðeins gildir félagsmenn eruð boðaðir.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Að loknum fundarstörfum verður nýrri stjórn fagnað.

Til að auðvelda skipulagningu eru gestir beðnir um að tilkynna komu sína á þessum viðburði á Facebook.

Framboð í embætti skal bera sem svör við þessum þræði eða á fundinum.
Breytingatillögur á lögum þurfa að berast fyrir kl. 22.00 þann 18. febrúar.
Breytingatillögur skal leggja fram sem svör í þessum þræði.
Aðeins gildir félagsmenn geta lagt fram breytingatillögur.
Þegar breytingatillögur eru lagðar fram skal tilgreina hvort um nýja grein sé að ræða eða breytingu/viðbót við eldri.
Sé lögð fram tillaga um breytingu/viðbót við eldri grein í lögum skal tilgreina númer greinar.

Samþykkt lög félagsins er hægt að nálgast í þessum þræði hér.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by bergrisi »

Stefni á að mæta.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by hrafnkell »

Ég ætla líka að mæta. Og gerast meðlimur, sennilega bara á fundinum.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by æpíei »

Það verður að sjálfsögðu hægt að gerast meðlimur á fundinum sem og á öllum viðburðum Fágunar. Svo má líka gerast meðlimur með því að skrá sig hér
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by astaosk »

Hér eru lagabreytingatillögur laganefndar, með lítilegum breytingum til að taka tillit til þeirra athugasemda sem við fengum bæði á janúarfundi og hér á fágun.is


Tillaga 1:
1. grein: Eftirfarandi setning bætist við

„Félagar eru hverjir þeir sem hafa náð fullum 20 ára aldri, hafa borgað félagsgjöld og undirgengist þessar samþykktir.“

Setning var áður í 4. grein sem m.v. tillögu 2 fellur á brott

Tillaga 2:
4. grein var áður

Félagar eru hverjir þeir sem hafa náð fullum 20 ára aldri, hafa borgað félagsgjöld og undirgengist þessar samþykktir.
Félagið tekur skýra afstöðu gegn eimingu í heimahúsum.
Viðburðir á vegum félagsins eru aðeins fyrir félaga nema stjórn félagsins ákveði annað.


en fellur nú á brott. Númer á öðrum greinum uppfærast.

Tillaga 3:
Til þess að gera uppsetninga laganna skýrari er lagt til að gefa hverri grein laganna nöfn sem lýsa innihaldi þeirra greina:

1. § Félagið
2. § Markmið
3. § Starfsemi
4. § Starf stjórnar
5. § Félagsfundir og aðrir viðburðir.
6. § Aðalfundur
7. § Lagabreytingar
8. § Rekstrarafgangur
9. § Félagsslit


Tillaga 4:

4. grein (áður 5. grein) um starf stjórnar var áður:
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera og ritara. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert.
Hver félagsmaður má aðeins gegna sama embætti í 4 ár samfleytt.
Daglega umsjón félagsins annast formaður félagssins.
Firmaritun félagsins er í höndum formanns félagsins.
Utan stjórnar eru tvö embætti innan Fágunar, annarsvegar embætti umsjónarmanns vefsíðu og hinsvegar embætti skoðunarmanns reikning. Kosið skal í öll embætti til eins árs í senn á hverjum aðalfundi.
Stjórn og aðalfundi er heimilt að skipa í nefndir og embætti á vegum félagsins og setja þeim starfsreglur.


verði

Stjórn skiptir með sér verkum: formaður, gjaldkeri, ritari og 2 meðstjórnendur. Formaður boðar stjórnarfundi. Í forföllum formanns stýrir gjaldkeri fundi. Stjórnarfundur er ákvörðunarfær ef 3 atkvæðisbærir menn hið minnsta sækja fund. Við atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti af 5 úrslitum mála. Fundargerðabók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á stjórnarfundum.
Hver félagsmaður má aðeins gegna sama embætti í 4 ár samfleytt.

Daglega umsjón félagsins annast formaður félagssins.

Formaður má rita félagið í umboði stjórnar.

Gjaldkeri annast reikningshald á vegum stjórnar og skilar endurskoðuðum ársreikningum til aðalfundar.

Stjórn ber ábyrgð á vefsíðu og skipar vefstjóra.

Stjórn og aðalfundi er heimilt að skipa í nefndir og embætti á vegum félagsins og setja þeim starfsreglur.


Setning um félagsgjald/árgjald bætist við grein um aðalfund (sjá tillögu 6)

Tillaga 5:

5. grein (áður 6. grein) um félagsfundi og aðra viðburði félagsins var áður:

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Mánaðarlegir félagsfundir skulu boðaðir af stjórn félagsins, fyrsta mánudag hvers mánaðar. Stjórn hefur leifi til að færa fundi til annars mánudags mánaðar þegar þurfa þykir
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok febrúarrmánaðar ár hvert. Hann er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
Félagsfundir eru opnir öllum nema stjórn félagsins ákvarði annað.
Í gerðabók félagsins skal skrifa stutta skýrslu um það sem gerist á félagsfundum og stjórnarfundum, einkum allar fundrasamþykktir.
Þar sem ekki er kveðið á um annað gilda lög um félög og samtök sem ekki eru í atvinnurekstri.


verði:

Mánaðarlegir félagsfundir skulu boðaðir af stjórn félagsins, fyrsta mánudag hvers mánaðar. Stjórn hefur leyfi til að færa fundi til annars mánudags mánaðar þegar þurfa þykir.
Félagsfundir skulu ávallt opnir öllum. Aðrir viðburðir á vegum félagsins eru aðeins fyrir félaga nema stjórn félagsins ákveði annað.
Skrá skal í fundargerðabók það helsta sem kemur fram á félagsfundum.

Greinar um aðalfund færast í grein um aðalfund (sjá tillögu 6)

Tillaga 6
6. grein (áður 7. grein) um aðalfund var áður

Aðalfund skal boða með auglýsingu á http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; ásamt tölvupósti með minnst tveggja vikna fyrirvara, talið frá og með útsendingardegi fundarboðs.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið.
Á aðalfundi félagsins skulu tekin fyrir þessi mál:
1. Ársskýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar fyrir hið liðna reikningsár, með athugasemdum endurskoðenda, eru lagðir fram til úrskurðar.
3. Lagabreytingar
4. Stjórnarkosning
5. Kjör skoðunarmanns reikninga
6. Önnur mál
Hverjum aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri. Hann rannsakar í fundarbyrjun hvort löglega hafi verið til fundarins boða og lýsir því síðan, hvort svo sé.


verði:

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok febrúarmánaðar ár hvert.
Aðalfund skal boða með auglýsingu á http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; ásamt tölvupósti til gildra félaga með minnst tveggja vikna fyrirvara og telst hann þá löglega boðaður.

Reiknings og starfsár félagsins er almanaksárið.

Á aðalfundi félagsins skulu tekin fyrir þessi mál:
1. Kjör fundarstjóra og ritara.
2. Ársskýrsla stjórnar og umræður.
3. Endurskoðaðir reikningar fyrir hið liðna reikningsár, með athugasemdum
endurskoðenda, eru lagðir fram til samþykktar.
4. Starf og fjárhagssáætlun lögð fram til umræðu
5. Árgjald næsta almanaksárs lagt fram til umræðu og samþykktar.
6. Lagabreytingar.
7. Kosningar: kosnir 5 í aðalstjórn og 2 til vara. Ennfremur 1 skoðunarmaður reikninga og annar til vara. Kosið er til eins árs eða til næsta aðalfundar
8. Önnur mál.


Tillaga 7
Í stað þess að nota orðið „menn“ verði orðið „fólk“ notað.
Í 1. grein standi „Félagið heitir Fágun – Félag áhugafólks um gerjun“ í stað „Félagið heitir Fágun – Félag áhugamanna um gerjun“
Í 2. grein standi „Sameina áhugafólk um gerjun“ í stað „Sameina áhugamenn um gerjun“


Tillaga 8
2. grein var áður
Tilgangur félagsins er að:
• Sameina áhugamenn um gerjun
• Miðla þekkingu á gerð gerjaðrar matvöru og menningu henni tengdri
• Stuðla að bættri ímynd heimagerjaðra matvæla
• Berjast fyrir rýmri og skýrari lögum um heimagerða gerjaða drykki, óbrennda.
Í starfssemi og reglugerðum félagsins vísar hugtakið gerjun til beitingar örvera í gerð matvæla og drykkja.


verði

Tilgangur félagsins er að:
• Sameina áhugamenn um gerjun
• Miðla þekkingu á gerð gerjaðrar matvöru og menningu henni tengdri
• Stuðla að bættri ímynd heimagerjaðra matvæla
Stuðla að lagabreytingum til að heimila gerjun bjórs og víns í heimahúsum. Ekki er átt við eimingu.
Í starfssemi og reglugerðum félagsins vísar hugtakið gerjun til beitingar örvera í gerð matvæla og drykkja.


Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by Eyvindur »

Mér finnst vera of stór breyting að fella burt skýra afstöðu félagsins gegn eimingu, eins og ég hef áður bent á. Mér finnst þetta hafa verið grundvallaratriði þegar félagið var stofnað og tel þetta skipta máli í baráttunni fyrir breyttu lagaumhverfi. Geri alvarlegar athugasemdir við þessa breytingu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by æpíei »

Við minnum á aðalfundinn n.k. miðvikudag kl. 20. Það liggja fyrir mjög róttækar lagabreytingatillögur (sjá að ofan) og því mikilvægt að sem flestir mæti sem láta sig félagið varða. Boðið verður upp á veglega osta- og kjötbakka, auk þess sem einhver bjór verður á boðstólnum að vanda. Fundargestir eru líka hvattir til að koma með eigin framleiðslu ef þeir vilja deila með öðrum.

Vinsamlegast merkið við á þessu atburði ef þið ætlið að mæta https://www.facebook.com/events/606378509495692/" onclick="window.open(this.href);return false; svo við getum áætlað magn

Sjáumst á miðvikudag.
HKellE
Villigerill
Posts: 24
Joined: 28. Dec 2013 12:32

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by HKellE »

> Í stað þess að nota orðið „menn“ verði orðið „fólk“ notað.

Þetta er auðvitað meira en sjálfsagt og eðlilegt.

Gleymum ekki 8undu grein:
> Tilgangur félagsins er að:
> • Sameina áhugamenn um gerjun
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by bergrisi »

Kem ekki vegna veðurs.
Gangi ykkur vel.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by æpíei »

Veðrið lék ekki við okkur. Fundur fór samt fram eftir dagskrá að mestu. Ný lög voru samþykkt og 5 manna stjórn kjörin. Í henni eru Ásta, Gummi Kalli, Hrefna Karitas, Pálmi og Sigurður. Stjórnin mun hittast eftir helgi og skipa með sér verkum.

Skýrsla fráfarandi stjórnar auk fundargerðar verða sett inn í þráðinn sem fyrst.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by hrafnkell »

Ég þurfti að rjúka í fyrra fallinu frá fundinum. Hvernig fór kosningin á stjórninni fram? Var bara kosið almennt í stjórn, ekki embætti?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2015

Post by æpíei »

Kosið var eftir nýsamþykktum lögum þar sem 5 manns eru í stjórn. Ekki var kosið í embætti heldur skiptir stjórnin með sér verkum á fyrsta fundi. Þannig verður áfram formaður, ritari og gjaldkeri og 2 meðstjórnendur. Við væntum þess að nýju lögin verði komin á þessa síðu innan skamms.
Post Reply