Drög að tillögum lagabreytinganefndar

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Drög að tillögum lagabreytinganefndar

Post by astaosk »

Hér koma lagabreytingatillögur þær er voru kynntar á mánaðarfundi í gær. Athugið að þetta eru okkar fyrstu drög og við munum birta lokatillögur seinna. Nú er því tækifærið til að láta ykkur vita hvað ykkur finnst, hvað mætti bæta og slíkt. Öllum er svo frjálst að koma með eigin tillögur, en enn er nægur tími til stefnu og ágætt að gera það þegar að tillögur okkar í lagabreytinganefnd liggja endanlega fyrir.

Auglýst var eftir sjálfboðaliðum í lagabreytinganefnd Fágunar í september síðastliðnum. Í nóvember tók nefndin svo til starfa og í henni voru Elvar Ástráðsson, Hrefna Karítas Sigurjónsdóttir og Ásta Ósk Hlöðversdóttir, fyrir hönd stjórnar.
Á síðasta aðalfundi kom upp mikil umræða um að ýmsir ágallar væru á lögum félagsins. Því var heilmikil vinna sem nefndin þurfti að ráðast í. Lögð var áhersla einkum á það að laga uppsetningu laganna, færa til setningar svo hver grein hefði greinilegan tilgang. Auk þess var starf stjórnar betur skilgreint og fjölgað í stjórn.

Tillaga 1:
1. grein: Eftirfarandi setning bætist við

„Félagar eru hverjir þeir sem hafa náð fullum 20 ára aldri, hafa borgað félagsgjöld og undirgengist þessar samþykktir.“

Setning var áður í 4. grein sem m.v. tillögu 2 fellur á brott

Tillaga 2:
4. grein var áður

Félagar eru hverjir þeir sem hafa náð fullum 20 ára aldri, hafa borgað félagsgjöld og undirgengist þessar samþykktir.
Félagið tekur skýra afstöðu gegn eimingu í heimahúsum.
Viðburðir á vegum félagsins eru aðeins fyrir félaga nema stjórn félagsins ákveði annað.


en fellur nú á brott. Númer á öðrum greinum uppfærast.

Tillaga 3:
Til þess að gera uppsetninga laganna skýrari er lagt til að gefa hverri grein laganna nöfn sem lýsa innihaldi þeirra greina:

1. § Félagið
2. § Markmið
3. § Starfsemi
4. § Starf stjórnar
5. § Félagsfundir og aðrir viðburðir.
6. § Aðalfundur
7. § Lagabreytingar
8. § Rekstrarafgangur
9. § Félagsslit


Tillaga 4:

4. grein (áður 5. grein) um starf stjórnar var áður:
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera og ritara. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert.
Hver félagsmaður má aðeins gegna sama embætti í 4 ár samfleytt.
Daglega umsjón félagsins annast formaður félagssins.
Firmaritun félagsins er í höndum formanns félagsins.
Utan stjórnar eru tvö embætti innan Fágunar, annarsvegar embætti umsjónarmanns vefsíðu og hinsvegar embætti skoðunarmanns reikning. Kosið skal í öll embætti til eins árs í senn á hverjum aðalfundi.
Stjórn og aðalfundi er heimilt að skipa í nefndir og embætti á vegum félagsins og setja þeim starfsreglur.


verði

Stjórn skiptir með sér verkum: formaður, gjaldkeri, ritari og 2 meðstjórnendur. Formaður boðar stjórnarfundi. Í forföllum formanns stýrir gjaldkeri fundi. Stjórnarfundur er ákvörðunarfær ef 3 atkvæðisbærir menn hið minnsta sækja fund. Við atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti af 5 úrslitum mála. Fundargerðabók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á stjórnarfundum.
Hver félagsmaður má aðeins gegna sama embætti í 4 ár samfleytt.

Daglega umsjón félagsins annast formaður félagssins.

Formaður má rita félagið í umboði stjórnar.

Gjaldkeri annast reikningshald á vegum stjórnar og skilar endurskoðuðum ársreikningum til aðalfundar.

Stjórn og aðalfundi er heimilt að skipa í nefndir og embætti á vegum félagsins og setja þeim starfsreglur.


Setning um félagsgjald/árgjald bætist við grein um aðalfund (sjá tillögu 6)

Tillaga 5:

5. grein (áður 6. grein) um félagsfundi og aðra viðburði félagsins var áður:

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Mánaðarlegir félagsfundir skulu boðaðir af stjórn félagsins, fyrsta mánudag hvers mánaðar. Stjórn hefur leifi til að færa fundi til annars mánudags mánaðar þegar þurfa þykir
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok febrúarrmánaðar ár hvert. Hann er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
Félagsfundir eru opnir öllum nema stjórn félagsins ákvarði annað.
Í gerðabók félagsins skal skrifa stutta skýrslu um það sem gerist á félagsfundum og stjórnarfundum, einkum allar fundrasamþykktir.
Þar sem ekki er kveðið á um annað gilda lög um félög og samtök sem ekki eru í atvinnurekstri.


verði:

Mánaðarlegir félagsfundir skulu boðaðir af stjórn félagsins, fyrsta mánudag hvers mánaðar. Stjórn hefur leyfi til að færa fundi til annars mánudags mánaðar þegar þurfa þykir.
Félagsfundir skulu ávallt opnir öllum. Aðrir viðburðir á vegum félagsins eru aðeins fyrir félaga nema stjórn félagsins ákveði annað.
Skrá skal í fundargerðabók það helsta sem kemur fram á félagsfundum.

Greinar um aðalfund færast í grein um aðalfund (sjá tillögu 6)

Tillaga 6
6. grein (áður 7. grein) um aðalfund var áður

Aðalfund skal boða með auglýsingu á http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; ásamt tölvupósti með minnst tveggja vikna fyrirvara, talið frá og með útsendingardegi fundarboðs.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið.
Á aðalfundi félagsins skulu tekin fyrir þessi mál:
1. Ársskýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar fyrir hið liðna reikningsár, með athugasemdum endurskoðenda, eru lagðir fram til úrskurðar.
3. Lagabreytingar
4. Stjórnarkosning
5. Kjör skoðunarmanns reikninga
6. Önnur mál
Hverjum aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri. Hann rannsakar í fundarbyrjun hvort löglega hafi verið til fundarins boða og lýsir því síðan, hvort svo sé.


verði:

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok febrúarmánaðar ár hvert.
Aðalfund skal boða með auglýsingu á http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; ásamt tölvupósti til gildra félaga með minnst tveggja vikna fyrirvara og telst hann þá löglega boðaður.

Reiknings og starfsár félagsins er almanaksárið.

Á aðalfundi félagsins skulu tekin fyrir þessi mál:
1. Kjör fundarstjóra og ritara.
2. Ársskýrsla stjórnar og umræður.
3. Endurskoðaðir reikningar fyrir hið liðna reikningsár, með athugasemdum
endurskoðenda, eru lagðir fram til samþykktar.
4. Starf og fjárhagssáætlun og ákvörðun um árgjald félagsmanna lögð fram til umræðu og samþykktar.
5. Lagabreytingar.
6. Kosningar: kosnir 5 í aðalstjórn og 2 til vara. Ennfremur 1 skoðunarmaður reikninga og annar til vara. Umsjónarmaður vefsíðu. Kosið er til eins árs eða til næsta aðalfundar
7. Önnur mál.


Tillaga 7
Í stað þess að nota orðið „menn“ verði orðið „fólk“ notað.
Í 1. grein standi „Félagið heitir Fágun – Félag áhugafólks um gerjun“ í stað „Félagið heitir Fágun – Félag áhugamanna um gerjun“
Í 2. grein standi „Sameina áhugafólk um gerjun“ í stað „Sameina áhugamenn um gerjun“

Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Drög að tillögum lagabreytinganefndar

Post by Funkalizer »

Smá nitpicking hérna:
Í tillögu 6 eru tvær síðustu undirgreinarnar báðar nr. 6
Mér finnst svo aðeins mega laga undirgrein 6 - finnst hún pínu óskýr.

Mín skoðun er svo að tillaga 7 megi líka alveg vera með í tillögunum þó ég hafi verið með dólg út af henni í gærkvöldi :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Drög að tillögum lagabreytinganefndar

Post by Eyvindur »

Er lagt til að afstaða félagsins gefn eimingu verði fellt úr lögum þess?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Drög að tillögum lagabreytinganefndar

Post by astaosk »

Funkalizer: Tillaga 7 átti einmitt alveg að vera með - var bara í öðru skjali en ég kóperaði úr - takk fyrir að benda á þetta. Við í nefndinni skulum skoða betur þessa undirgrein.

Eyvindur: Já það er tillagan. Það er þó ekki til þessa að breyta stefnu félagsins; við teljum einfaldlega að "•Berjast fyrir rýmri og skýrari lögum um heimagerða gerjaða drykki, óbrennda." í 2. grein sé nægilegt. Less is more og allt það.
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Drög að tillögum lagabreytinganefndar

Post by Eyvindur »

Mér finnst „óbrennda“ vera of óljóst orðalag, satt að segja. Hluti af hugmyndinni á bak við félagið í upphafi var að það yrði barist fyrir rýmri löggjöf og AFAR skýrt að hér væri ekki um eitthvað í líkingu við landabrugg að ræða, og þess vegna ætti það að vera extra skýrt. Ég myndi leggjast eindregið gegn því að dregið sé úr þessu í lögum félagsins.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply