Gorhátíð 2014

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Gorhátíð 2014

Post by æpíei »

Gorhátíð 2014 er uppskeruhátíð íslenskra heimabruggara. Hún verður haldin laugardaginn 15. nóvember frá 20:00 til 23:00 í Friðarhúsinu á Snorrabraut, horni Njálsgötu. Kl 21 verður sigurvergari Bruggkeppni Fágunar og Steðja kynntur, en sigurvergarinn fær í verðlaun að brugga bjór sinn með Steðja og verður hann settur á markað sem Páskabjór Steðja 2015.

Í boði verður úrval af bjór, bæði heimabrugguðum, tilraunabjór og bjór frá Íslenskum brugghúsum. Auk þess úrval af ostum og pylsum sem passa vel með bjórnum. Gaman væri ef sem flestir kæmu með smávegis af sínum heimabrugguðu drykkjum til að leyfa öðrum að smakka. Keppendur eru sérstaklega hvattir til að koma með sína keppnisbjóra.

Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn Fágunar, en 1000 fyrir aðra. Hin rómuðu Fágunarglös 2014 verða seld á vægu verði. Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar á Facebook eventi fyrir Gorhátíðina ef þið hafið tök á. Það er þó ekki skilyrði, húsið er opið öllum.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Gorhátíð 2014

Post by bergrisi »

Hafði fullan hug á því að mæta en var víst búinn að lofa mér í afmæli. Óska öllum góðrar skemmtunar.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Gorhátíð 2014

Post by æpíei »

Það er að skýrast hvaða bjórar verða í boði á Gorhátíðinni. Steðji mætir með ósíjaðan jólabjór. Bruggfélagarnir í Ölvisholti koma með 2 tilraunabjóra sem ættu að vera mjög áugaverðir. Þá kemur formaður Fágunar með IPA humlaðan með blöndu af Apollo, Belma og Calypso humlum. Auk þess má búast við smakki af tilraunaverkefnum brugghúsanna og svo eru gestir hvattir til að koma með smakk af sínu eigin. Með þessu verður boðið upp á osta og pylsur. Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn, 1000 fyrir aðra.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Gorhátíð 2014

Post by æpíei »

Gorhátíðin tókst vel þó svo við hefðum viljað sjá fleiri gesti. Hápunkturinn var tilkynning um sigurvergara bruggkeppni Fágunar og Steðja. Sigurvergarinn var Guðmundur Karl með "Gummi's Aprilbock". Uppskriftin er þegar komin á vefinn hér. Það var samdóma álit dómnefnda Steðja og Fágunar sem dæmdu bjórana í sitt hvoru lagi að þetta væri besti bjórinn. Þá var sérstaklega tiltekið að allir bjórarnir hefðu verið góðir og keppendum til sóma. Gestir reyndu sitt besta að klára þá bjóra sem boðið var uppá en þurftu að lúta í lægra hald fyrir Elvari með lyklavöldin þegar klukkan var farin að ganga 2. Við þökkum Steðja og Ölvisholti kærlega fyrir þeirra stuðning.

Undirbúningur fyrir aðal bruggkeppni 2015 er hafinn. Við óskum eftir áhugasömum félögum í keppnisnefnd. Við skulum ræða hugmyndir um fyririkomulag og annað á næsta mánðarfundi þann 1. desember. Sjáumst þá.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Gorhátíð 2014

Post by karlp »

Results and raw data and judges tasting notes (where available) are now online at http://www.ekta.is/fagun/keppni-2014-stedji-web/
These are just raw scans of the tasting forms, and some basic summations.

There were only 6 beers entered in this competition. All entrants got a sixpack and a glass courtest of Steðji. If I counted correctly, we had about 15 different beers available, on 4 taps and a mixture of bottles. About 25 people came all up, 9 guests, and by all accounts everyone had a good time

Congratulations again to Gummi Kalli :)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gorhátíð 2014

Post by hrafnkell »

Fúlt að missa af þessu.. Ég var því miður ekki í bænum og komst ekki.
Post Reply