Endurskoðun á lögum Fágunar

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Endurskoðun á lögum Fágunar

Post by astaosk »

Á aðalfundi í vor komu upp miklar umræður um lög Fágunar. Samþykkt var, að tillögu Elvars, að mynda sérstaka nefnd sem myndi vinna að endurskoðun laga félagsins, laga uppsetningu þeirra og skýra betur ýmsa þætti starfseminnar.

Auk Elvars, ætla ég að starfa í nefndinni fyrir hönd stjórnar. Okkur vantar þá einn nefndarmann í viðbót og óskum hér með eftir sjálfboðaliðum.

Þetta er afmarkað verkefni og kjörið tækifæri fyrir áhugasaman félagsmann til að leggja hönd á plóg. Kostur er ef um er að ræða löglærðan aðila, eða einhvern með góða reynslu af félagslögum en við gerum þó ekki kröfu um slíkt.

Áhugasamir geta kommentað hér eða haft beint samband við mig.
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
Post Reply