Bókapöntun Fágunar haustið 2014

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Bókapöntun Fágunar haustið 2014

Post by æpíei »

Fágun mun standa fyrir hópinnkaupum á bókum frá Amazon í Bandaríkjunum í september. Fyrirkomulagið er þannig að þið leitið að bókum á http://www.amazon.com" onclick="window.open(this.href);return false; og ákveðið hvaða bækur þið viljið kaupa fyrir 20. september, sendið okkur listann á fagun hja fagun.is ásamt greiðslu á reikning 0323-26-63041 kt 6304102230. Við göngum svo frá pöntun og vonandi verða þær til afgreiðslu á mánaðarfundinum 6. október.

Skilmálar:

- Einungis bækur sem fjalla um bjór eða vín, gerjun á drykkjum og annað sem hægt er að tengja við Fágun falla undir þessa pöntun
- Bækurnar skulu vera til sölu hjá amazon.com í Bandaríkjunum og vera "in stock"
- Verð reiknast sem útsöluverð hjá Amazon plús 50% fyrir sendikostnað og tollmeðferðargjald
- Þegar íslenskt verð er fundið út skal taka taka útsöluverð á Amazon (takið almennt verð, ekki sérverð frá öðrum seljendum) og margfaldið með 176 (þetta er gengi 117,30 þann 1. september plús 50%).
- Þau sem ekki eru félgar í Fágun skulu að auki leggja kr. 250 á hverja bók.
- VIð áskiljum okkur rétt til að senda bækur út á land á kostnað viðtakenda, en munum reyna að halda honum niðri eins og mögulegt er.

Bækur á Amazon í Bandaríkjunum eru almennt á mjög góðu verði. Tökum sem dæmi bókina How to Brew eftir John Palmer. Útsöluverð þeirrar bókar í búð er $19,95. Á Amazon fæst hún á $11,27. Með 50% álagi í pöntun Fágunar er hún á $16,90 sem er undir útsöluverði í búð í Bandaríkjunum. Það gera 1.984 krónur ($11,27 x 176) hinað komin til Félagsmanna Fágunar.

Forsenda fyrir því að við getum fengið þessi verð er að það kostar minna að senda fleiri bækur, auk þess sem tollmeðferðargjald (kr. 550) leggst ekki á hverja bók. Sem dæmi af ofangreindri bók þá kostar það $7,98 að senda hana hingað eina og sér, eða alls $19.25. Þá á eftir að greiða 7% VSK og 550 kr. tollmeðferðargjald. Bókin myndi því kosta um 2.966 hingað komin miðað við gengi 117,30. Þátttaka í bókarpöntuninni gæti því sparað um þriðjung fyrir félagsmenn Fágunar.

Það væri gaman ef þið settuð inn hér að neðan hlekki á bækur sem þið hafið séð eða lesið og teljið að aðrir hefðu áhuga á að kaupa.

Með von um góðar undirtektir.
Stjórnin
Attachments
Bók.jpg
Bók.jpg (100.97 KiB) Viewed 11481 times
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bókapöntun Fágunar haustið 2014

Post by bergrisi »

Finnst þetta vera frábært framtak og hefði viljað að svona hefði verið gert þegar ég byrjaði. Ég er búinn að panta mikið á Amazon og einnig verlsað erlendis. Hef reyndar eitthvað blæti fyrir bókabúðum og skoða alltaf bjórbækur og mótorhjólabækur (hin dellan). Meðfylgjandi er megnið af safninu.
2014-09-08 23.50.42.jpg
2014-09-08 23.50.42.jpg (405.14 KiB) Viewed 11481 times
Þetta er allskonar bækur eins og sést og einnit hef ég prófað að vera áskrifandi af tveim blöðum. BYO hef ég verið áskrifandi af í 3 ár og mæli með því blaði. Beer&brewing er ágætt en bætir ekkert sérstaklega við bjórþekkinguna. Sú bók sem hefur hjálpað mér mest er Brewing Classic Styles.
2014-09-08 23.53.13.jpg
2014-09-08 23.53.13.jpg (242.26 KiB) Viewed 11481 times
Bókin hans Jón Pálma hjálpaði mér mikið. How to Brew. Þægileg bók fyrir byrjendur sem svarar eiginlega öllum vitlausu spurningunum sem byrjandi getur verið of feiminn til að spyrja.
Ég er svo lengi að pikka umsögn um hverja bók svo ef það er eitthvað sem vekur athygli þá endilega spyrjið.
2014-09-08 23.51.25.jpg
2014-09-08 23.51.25.jpg (363.38 KiB) Viewed 11481 times
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bókapöntun Fágunar haustið 2014

Post by helgibelgi »

Farmhouse Ales eftir Phil Markowski er snilldarbók sem ég mæli með. Hún fer vel yfir Saison og Biere de Garde (náskyldur saison).
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bókapöntun Fágunar haustið 2014

Post by æpíei »

Nú eru 2 sólarhringar til stefnu að taka þátt í þessari pöntun. Skoðið úrvalið og látið okkur vita hvað þið viljið. Sjáið fyrsta póst í þessum þræði fyrir frekari upplýsingar um pöntun.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bókapöntun Fágunar haustið 2014

Post by æpíei »

Þessi bókapöntun var tilraun sem mig langaði að gera. Markmiðið var að gefa áhugafólki um gerjun og bruggun tækifæri á að eignast bækur um áhugamálið á góðu verði. Þetta var liður í auknu fræðsluhlutverki Fágunar sem ég setti fram sem mitt helsta áherslumál er ég var valinn formaður.

Því miður verð ég að segja að þessi tilraun tókst ekki sem skyldi. Við urðum vör við nokkurn hljómgrunn, en pantanir stóðu á sér þrátt fyrir það og fjöldi var undir væntingum. Eflaust margar ástæður fyrir því. Ég ætla ekki að vera hér með vangaveltur um hvers vegna.

Við sjáum til hvort grundvöllur verði fyrir annarri slíkri pöntun síðar. Það þarf kannski að vera annað fyrirkomulag þannig að fólk lýsi yfir áhuga á bók(um) og ef nægur fjöldi næst þá er pantað? Endilega komið líka með ábendingar um hvernig Fágun geti betur hjálpað ykkur í fræðslumálum varðandi þetta áhugamál.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bókapöntun Fágunar haustið 2014

Post by bergrisi »

Mér fannst þetta góð og metnaðarfull hugmynd.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bókapöntun Fágunar haustið 2014

Post by helgibelgi »

Ég er frekar hissa á því að ekki fleiri tóku þátt í þessu. Er ávinningurinn kannski of lítill fyrir svona lagað?

Annars er alltaf hægt að prófa aftur seinna...
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Bókapöntun Fágunar haustið 2014

Post by Sindri »

Konan tók sig til og pantaði 3 bækur handa mér.
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Post Reply