Mánaðar fundur júlí 2014

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Mánaðar fundur júlí 2014

Post by æpíei »

Fundur júlí mánaðar frestast um viku og verður haldinn þann 14. júlí á Hlemmi Square kl. 20-22:30. Fyrirlesari kvöldsins verður Eyvindur fyrrum formaður. Efni fundarins verður tilkynnt bráðlega. Þá verða til sýnis ýmsar bækur um bruggun sem félagsmönnum gefst kostur á að panta í fyrstu bókarpöntun Fágunar.

Hlemmur Square býður félagsmönnum 25% afslátt á drykkjum utan happy hour. Félagsskírteini eru í undirbúning og verða þau vonandi tilbúin fyrir fundinn.
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Mánaðar fundur júlí 2014

Post by Sindri »

Like á það ;) verð þá kominn í sumarfrí
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Mánaðar fundur júlí 2014

Post by helgibelgi »

Hlakka til að sjá ykkur! Kem með Saison til að smakka :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Mánaðar fundur júlí 2014

Post by bergrisi »

Stefni á að kíkja við en kem um 21:00. Tek kannski hveiti reyktan porter með. Hann verður búinn að vera viku á flöskum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Mánaðar fundur júlí 2014

Post by æpíei »

Dagskráin á fundinum er eftirfarandi:

20:00 mæting, afhending félagsskírteina, tékka á barnum með 25% afslætti fyrir félagsmenn ;)
20:30 hvað er á döfinni, bókapöntun, ofl.
20:45 Eyvindur verður með kynningu á session bjórum á léttu nótunum
21:00 almennar umræður og smakk
22:30 formlegum fundi lýkur

Við verðum líklega í innri sal, inn af innritunarborðinu. Það er í lagi að koma með smakk, upplagt ef þið eruð með einhverja bjóra eða aðra drykki sem þið viljið fá álit á eða bara deila með öðrum.

Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Nýliðar sérstaklega hvattir til að mæta. Sjáumst á mánudaginn á Hlemmi Square.
Post Reply