Starfsemi Fágunar árið 2014

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Starfsemi Fágunar árið 2014

Post by æpíei »

Kæri lesandi. Fágun mun standa fyrir mjög öflugri starfsemi á árinu 2014. Margir þessara viðburða eru opnir öllum, en félagsmenn hafa forgang á suma viðburði ef pláss er takmarkað. Aðgangur á alla viðburði er ávalt ókeypis eða haldið mjög í hófi fyrir meðlimi, en gestir geta komið með ef þeir greiða fullt aðgangsgjald. Ef þú ert ekki nú þegar félagi þá hvet ég þig til að athuga málið betur á þessum þræði hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=26&t=3141" onclick="window.open(this.href);return false;

Hér að neðan er samantekt af öllu því helsta sem Fágun stendur fyrir á árinu 2014:

- Mánudagsfundir eru alla jafna haldnir fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Þeir eru öllum opnir og ókeypis. Fundirnir eru haldnir á Hlemmur Square kl. 20:00 til 22:30. Á hverjum fundi er stutt kynning á einhverju áhugavert efni, ýmis mál rædd og fundargestir bjóða öðrum að smakka á eigin framleiðslu. Nýliðar í gerjun eru sérstaklega hvattir til að mæta.

- Ferð fyrir félagsmenn í Eimverk sem framleiðir Flóka viskí og Von gin, laugardaginn 14. júní.

- Kútapartý á Menningarnótt 23. ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að leggja til kút skulu fara að huga að bruggun. Við auglýsum þetta nánar er nær dregur.

- Vísindaferð í Haugen Gruppen fyrir félagsmenn Fágunar eingöngu, líklega á föstudagskvöldi í september http://www.haugen-gruppen.is/bj_r.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;

- Heimsókn í brugghús á sunnanverðu landinu í september eða október. Þá er í athugun að fara í heimsókn í brugghús á norðanverðu landinu líka.

- Mánudagsfundur hjá Rúnari í Keflavík þann 6. október. Það er alltaf gaman að fara heimsókn til hans og vonandi verður eitthvað eftir af October Marzen bjórnum hans

- Gorhátið í nóvember. Stefnt er að einhverri skemmtilegri bruggkeppni í tengslum við hana. Nánar auglýst síðar.

- Bókarpöntun Fágunar. Við stefnum á hóppöntun á bruggbókum nú í sumar og aftur í haust ef vel tekst til. Bækur verða seldar félagsmönnum á kostnaðarverði því sem næst.

Af þessu má sjá að margt er að gerast og hvetjum við alla til að endurnýja félagsskírteinið eða gerast nýjir félagar sem fyrst. Það kostar aðeins 2500 krónur fyrir allt sem að framan var talið. Að auki er hægt að fá Fágunarbol fyrir 1500 fyrir þá sem gerast félagar fyrir 5. júlí.

Til að missa ekki af neinum viðburði þá er upplagt að smella á þennan hlekk hér til að setja inn viðburðardagatal Fágunar á símann, spjaldtölvuna eða önnur tæki sem þú notar https://www.google.com/calendar/ical/r7 ... /basic.ics" onclick="window.open(this.href);return false;
Post Reply