Breytingar á spjallþræði

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Breytingar á spjallþræði

Post by æpíei »

VIð í stjórninni ætlum að fara út í smá vinnu við breytingar á spjallþræðinum á komandi vikum. Þessar breytingar eru löngu tímabærar enda voru hér þræðir og flokkar sem ekki eru lengur viðeigandi. Markmikið er að vera með betur skilgreinda flokka og auka sýnileika viðburða á vegum Fágunar með því að hafa hér sérstakan flokk fyrir þá. Við munum svo smám saman breyta heitum á öðrum flokkum og færa flokka og þræði jafnvel eitthvað til. Við vonum að notendur taki vel í þessar breytingar og hvetjum ykkur til að koma á framfæri athugasemdum og tillögum ef þið viljið sjá eitthvað betur gert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Breytingar á spjallþræði

Post by æpíei »

Endilega komið með athugasemdir um hvernig hægt er að gera þennan vef þægilegri. Eruð þið með uppástungu um nýja flokka? Eða hafið þið betri tillögur að nafni á flokkana sem eru fyrir?

Takið eftir að við settum "Quick Reply" á alla þræði svo nú er hægt að senda inn svar og komment á þráð á einfaldan hátt.

Viljum líka minna á "View new posts" hnappinn og þá muntu sjá strax hvað er nýtt á sjallborðinu frá því þú skoðaðir það síðast. Hægt er að smella á litla hnappinn fyrir framan þráðarheitið til að skoða strax nýjasta póstinn. Það er mjög hentugt að bókmerkja eftirfarandi hlekk og nota hann þegar þú ferð inn á spjallborðið:

http://fagun.is/search.php?search_id=newposts" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Breytingar á spjallþræði

Post by Eyvindur »

Hver er munurinn á new posts og unread posts?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Breytingar á spjallþræði

Post by æpíei »

Ólesnir póstar eru eingöngu innslög sem þú hefur ekki lesið. Þeir hverfa af yfirlitinu strax og þú hefur lesið þá. Nýir póstar sýnir alla ólesna pósta, en þeir haldast svo inni á yfirlitinu einhvern tíma eftir að þú lest þá.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Breytingar á spjallþræði

Post by hrafnkell »

Nýjir póstar sleppa ólesnum póstum ef þeir voru gerðir fyrir seinustu heimsókn. Nýjir póstar setja bara nýja pósta, sem koma inn á spjallið frá seinustu heimsókn.
Post Reply