Ferð í Eimverk

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Ferð í Eimverk

Post by astaosk »

Þá er komið að fyrstu ferð starfsársins! Hún Eva hjá Eimverk býður okkur í heimsókn laugardaginn 14. júní, kl. 16.00. Ferðin er einungis fyrir félagsmenn. Það eru einungis 15 sæti í boði og því um að gera að drífa í því að borga félagsgjaldið og skrá sig.

Skráið ykkur hér

Nánari upplýsingar um Eimverk og Flóka hér: http://www.flokiwhisky.is/" onclick="window.open(this.href);return false;
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Ferð í Eimverk

Post by æpíei »

Það er við þetta að bæta að það eru vinsamleg tilmæli til þátttakenda að þeir komi með smá prufu af eigin bjór til að gefa bruggurunum hjá Eimverki ef þeir hafa tök á því. Þeir eru allir mikil áhugamenn um heimabrugg og þætti gaman að fá að smakka gott heimabrugg. :skal:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ferð í Eimverk

Post by hrafnkell »

Búinn að skrá mig, reyni að hafa eitthvað með mér ef ég get.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Ferð í Eimverk

Post by æpíei »

Minni á ferðina í Eimverk á laugardag. Það eru enn nokkur laus pláss. Við fáum að sjá hvernig framleiðslan fer fram og svo smakka á Flóka viskí og Vor gini, allt framleitt 100% úr íslensku hráefni. Vel þess virði að mæta í þetta. Sjá póst efst í þessum þræði með skráningu.

http://www.flokiwhisky.is" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.vorgin.is" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Ferð í Eimverk

Post by bergrisi »

Er því miður næturvaktarhelgi hjá mér. Hefði haft mikið gaman af þessu. Verð að bíða eftir næstu ferð.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Ferð í Eimverk

Post by einarornth »

Skráði mig. Ætti að geta komið með eitthvað smakk. Hvar er þetta í bænum?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Ferð í Eimverk

Post by æpíei »

Það er góð spurning :)

Ég finn þá ekki í símaskrá en þeir eru skráðir í þjóðskrá að Lyngási 13 í Garðabæ. Ég held að verksmiðjan sé þar en þarf að fá það staðfest.

http://ja.is/?q2=&q=Lyng" onclick="window.open(this.href);return false;ási+13
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Ferð í Eimverk

Post by Dabby »

Já þetta er í Lyngási 13, bakhúsi. Alveg ómerkt en sama hús og Samey sem er kyrfilega merkt. Inngangurinn er staðsettur þar sem örin er á meðfylgjandi mynd.
eimverk.png
eimverk.png (119.71 KiB) Viewed 10569 times
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Ferð í Eimverk

Post by karlp »

This was a really fun trip, a lot more interesting than I expected! The gin was particularly interesting, and the tour was also more interesting than I thought, having already visited other distilleries before. Nice to talk to the operators so frankly. Also, we all got some nice experimental oaking spirals to try out "barrel aging" beers. A most excellent trip
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Post Reply