Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply

Hvaða bjórstíl viltu sjá í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014?

Stout/Porter
19
56%
Hveitibjór
1
3%
Saison
4
12%
Barleywine
0
No votes
Dubbel/Tripel/Quadrupel
2
6%
Kölsch
0
No votes
IPA (aftur!)
0
No votes
Light Lager (Amerískur/Þýskur)
0
No votes
Pilsner
1
3%
Ávaxtabjór
1
3%
ESB/Bitter
5
15%
Mild
0
No votes
Blonde
0
No votes
American Pale Ale
1
3%
Hybrid
0
No votes
 
Total votes: 34

User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Post by helgibelgi »

Kæru dömur og herrar

Nú viljum við í stjórninni fá ykkar álit varðandi Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014. Skipulag keppninnar verður með svipuðu sniði og síðast. Flokkarnir eru þrír: 1) Litli flokkurinn (minna en 1.0xx Original Gravity) 2) Stóri flokkurinn (hærra en 1.0xx Original Gravity) og 3) Sérflokkurinn.

Við viljum fá ykkar álit á Sérflokknum. Síðast var valinn ákveðinn stíll, IPA, og skipti þá Original Gravity ekki máli svo lengi sem bjórinn var innan stílmarka.Hvaða bjórstíl viljið þið sjá/keppa í í vor?

Ef þið sjáið ekki þann bjórstíl sem þið viljið í könnuninni hér að ofan látið þá vita í kommenti og við bætum honum við. Athugið að könnunin núllstillist í hvert sinn sem breytingar eru gerðar á henni. Því verðið þið að fylgjast með og kjósa aftur!


Við munum reyna að negla niður bjórstíl sem fyrst svo þið getið hafist handa við undirbúning. Ef það verður afgerandi sigur hjá einum sérstökum stíl verður hann valinn (ef það þykir yfir höfuð raunsætt að fólk hafi tíma til að brugga hann) annars munum við líklega halda aðra könnun milli vinsælustu stílanna eingöngu.

Gott að hafa í huga: Keppnin verður að öllum líkindum haldin í Apríl 2014 líkt og undanfarin ár. Hafið það í huga þegar þið veljið þann bjórstíl sem þið viljið sjá, því mikilvægt er að eiga rúman tíma til umráða við undirbúning.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Post by karlp »

ESB or Ordinary Bitter.

Half those styles can't be made in time for the competition anyway.

ALLLS EKKI MEIRA IPA!
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Post by hrafnkell »

Blonde, American Pale Ale, Hybrid ... Vantar á listann og eru hentugir að ná að brugga í tíma..
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Post by helgibelgi »

hrafnkell wrote:Blonde, American Pale Ale, Hybrid ... Vantar á listann og eru hentugir að ná að brugga í tíma..
Komið! Muna að kjósa þarf aftur! (Er að vinna í að finna lausn við þessu vandamáli)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Post by hrafnkell »

1. Skoða BJCP lista yfir flokka
2. Búa til kosningu
3. Láta kosningu í friði
4. ????
5. PROFIT!
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Post by Idle »

karlp wrote:ESB or Ordinary Bitter.

Half those styles can't be made in time for the competition anyway.

ALLLS EKKI MEIRA IPA!
Innilega sammála! :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Post by helgibelgi »

Idle wrote:
karlp wrote:ESB or Ordinary Bitter.

Half those styles can't be made in time for the competition anyway.

ALLLS EKKI MEIRA IPA!
Innilega sammála! :skal:
IPA er góður, en er samt meira til í að brugga eitthvað annað. Maður bruggar þennan stíl kjánalega of oft!
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Sýnist porter/stout ætla að hafa afgerandi sigur. Mér líst stórvel á það.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Post by helgibelgi »

Eyvindur wrote:Sýnist porter/stout ætla að hafa afgerandi sigur. Mér líst stórvel á það.
Mjög sammála! Er sjálfur með porter á huganum allan daginn þessa dagana. Hlakka til að brugga keppnisbjórinn.

En núna eru bara 23 búnir að kjósa. Fullgildir meðlimir Fágunar eru nú amk 40 (síðasta talning) auk þeirra 3 sem eru í stjórn. Amk helmingur þeirra á þá eftir að kjósa. Reyndar er kosningin opin öllum meðlimum spjallsins svo að þetta liggur þannig séð alls ekki fyrir. Þetta gæti breyst eitthvað...
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Post by æpíei »

Er ekki ráð að fara að ákveða þetta strax! Það getur varla neitt breytt þessu úr þessu. Síðasti opnunardagur ársins hjá Hrafnkeli er á morgun. Það veitir ekki að öllum þeim tíma sem eftir er fram að keppni til að galdra fram góðum stout eða porter. :skal:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Jú, tími lýðræðis er liðinn. Einvaldstilburðir taka við.

Porter/stout verður sérflokkurinn.

Gentlemen, start your enzymes.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply