Viðhaldsvinna - Föstudaginn 17. maí kl. 21:00

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Locked
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Viðhaldsvinna - Föstudaginn 17. maí kl. 21:00

Post by Idle »

Sælir, kæru gerlar!

Næstkomandi föstudagskvöld verður nokkur röskun á vef- og póstþjónustum Fágunnar. Um er að ræða vélbúnaðaruppfærslur og flutning yfir á nýtt IP net. Undirbúningur hefur gengið vel, og sjálfar breytingarnar ættu því að ganga hnökralaust fyrir sig.

IP tölur nafna-, net- og póstþjóna munu breytast, en með lækkuðum TTL gildum verður reynt að drífa þær breytingar í gegnum nafnaþjóna Internetsins eins hratt og mögulegt er.

Vinna hefst kl. 21:00, föstudagskvöldið 17. maí, og áætlað er að öll kerfi verði orðin virk á ný eigi síðar en kl 21:30.

Ef vefurinn opnast ekki hjá einhverjum fljótlega upp úr þeim tíma, þá mæli ég með að hreinsa DNS cache á tölvunni. Ef um algera neyð er að ræða, má bæta við færslu í "hosts" skrá þar til nafnaþjónar hafa tekið við breytingunum.

Núverandi IP tala fagun.is er 213.190.100.212. Hún verður: 213.190.96.25.

Leiðbeiningar um DNS cache hreinsun (Windows, Mac, Linux)
Leiðbeiningar um "hosts" skrána (Windows, Mac, Linux)

Ég biðst innilegrar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda ykkur, en fullvissa ykkur um leið að allt verður gert til að þetta taki sem skemmstan tíma.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Viðhaldsvinna - Föstudaginn 17. maí kl. 21:00

Post by hrafnkell »

Þú stendur þig gríðarlega vel :)

Ég set oft upp cname snemma, t.d. new.fagun.is fyrir nýju vélina, og redirecta svo gömlu um leið og flutningur hefst. Þá er downtime aldrei lengri tíminn sem það tekur að færa db (ssh pípur virka vel fyrir nokkur mb :))
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Viðhaldsvinna - Föstudaginn 17. maí kl. 21:00

Post by Idle »

Það virkar mjög vel þegar maður er að færa á milli vélbúnaðar. Ég er "bara" að skipta um IP net (fara af /24 neti sem ég deili með öðrum, yfir á prívat /29 net). Sem er að sjálfsögðu hrútleiðinlegt, því nafnaþjónninn skiptir um IP tölu, og allar IP tölur á þeim tugum léna sem á honum hvíla.

Hefði þó persónulega kosið að gera þetta á laugardagskvöldið á meðan allir eru límdir yfir vondulagakeppninni, en maður fær víst ekki allt sem maður vill. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Locked