Hin árlega bjórhátíð KEX 29. feb - 3. mars

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Hin árlega bjórhátíð KEX 29. feb - 3. mars

Post by halldor »

Hin árlega bjórhátíð KEX verður haldin dagana 29. feb - 3. mars. til að fagna 23 ára afmæli bjórsins á Íslandi.
(Hala niður pdf á esku)

Hugmyndin var sú að fá alla íslensku bjórframleiðendurna til að kynna sig og sína framleiðslu ásamt því að sitja fyrir svörum og svala fróðleiks- og bjórþorsta áhugasamra gesta.
Í ár munu taka þátt Borg Brugghús, Egils, Víking, Einstök og síðast en ekki síst Fágun :fagun:

Í stórum dráttum verður dagskráin eftirfarandi:

Miðvikudagurinn 29. febrúar 17:00 - 19:00
Fágun og Ölvisholt
Fágun mun vera með show & tell og svara spurningum áhugasamra gesta. Þetta er kjörið tækifæri fyrir okkur til að kynna félagið og það sem við stöndum fyrir ásamt því að sjálfsögðu að reyna að koma bruggbakteríunni fyrir í sem flestum.
Ölvisholt kynnir Skjálfta og Freyju og að sjálfsögðu fá allir smakk að vild.
Aðeins verða bjórar frá Ölvisholti í sölu á barnum þennan dag.

Fimmtudagurinn 1. mars (bjórdagurinn) 17:00 - 19:00

Borg og Egils gefa smakk og kynna einhverja vel valda bjóra. Lítil fluga hvíslaði að mér að Borg myndi mæta með eitthvað úr tilraunaeldhúsinu.
Íslenska bjórlagið verður frumflutt, eflaust við mikinn fögnuð viðstaddra.
Aðeins verða bjórar frá Borg og Egils í boði þennan dag.

Föstudagurinn 2. mars 17:00 - 19:00
Víking og Einstök kynna sína bjóra og sitja fyrir svörum ásamt því að gefa gestum og gangandi smakk af vel völdum bjórum.
Aðeins verða bjórar frá Víking og Einstök í boði þennan dag.

Laugardagurinn 3. mars (engin ákveðin tímasetning)

Bjórar frá öllum ofantöldum brugghúsum verða á boðstólnum á KEX þennan dag. Þar að auki mun verða framreiddir réttir úr eldhúsinu sem passa einstaklega vel við þá bjóra sem í boði eru þennan dag. Gert er ráð fyrir að rétturinn kosti um 2000 kr með bjór.
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Hin árlega bjórhátíð KEX 29. feb - 3. mars

Post by halldor »

Er einhver stemning fyrir þessu?
Því fleiri gerjarjar sem mæta, þeim mun betra. Það væri flott að hafa back up ef margir fróðleiksfúsir villast inn á KEX á morgun.
Plimmó Brugghús
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hin árlega bjórhátíð KEX 29. feb - 3. mars

Post by hrafnkell »

Ég stefni á að mæta. Var bara að fatta að þetta er á morgun :)
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Hin árlega bjórhátíð KEX 29. feb - 3. mars

Post by arnarb »

Það er aldrei að vita nema ég mæti á morgun.
Líst annars ansi vel á að gera skil á bjórdeginum með dagskrá sem þessari. Vonandi verður þetta til að fólk geti smakkað aðra bjóra en 'ljósa' og 'dökka' bjóra :D
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Hin árlega bjórhátíð KEX 29. feb - 3. mars

Post by Feðgar »

Það er auðvitað bara glatað að þurfa að vera vinnandi á þessum merka hátíðardegi.

En maður reynir að kíkja við á laugardaginn.
User avatar
haukur_heidar
Villigerill
Posts: 25
Joined: 11. Feb 2011 19:11
Contact:

Re: Hin árlega bjórhátíð KEX 29. feb - 3. mars

Post by haukur_heidar »

finnst þetta virkilega flott, get ekki beðið eftir morgundeginum. Kemur mér samt á óvart að Ölvisholt mæti ekki með bruggin sem eru ekki í sölu hér á landi...
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Hin árlega bjórhátíð KEX 29. feb - 3. mars

Post by halldor »

haukur_heidar wrote:finnst þetta virkilega flott, get ekki beðið eftir morgundeginum. Kemur mér samt á óvart að Ölvisholt mæti ekki með bruggin sem eru ekki í sölu hér á landi...
Þetta byrjar í dag :)
Eins og ég sagði áður þá væri frábært að sjá sem flesta Fágara á milli kl. 17 og 19 í dag þegar Fágun kynnir sig og þetta frábæra áhugamál.
Ef þið hafið áhuga á að kveikja bruggáhuga hjá almúganum þá er ekki verra að taka með sér nokkra vel valda heimagerða bjóra til að gefa með sér og sýna fólki að þetta er engan veginn verra en það sem þú færð út úr búð.
Plimmó Brugghús
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Hin árlega bjórhátíð KEX 29. feb - 3. mars

Post by atax1c »

Hvernig fór þetta í dag ? Var fólk áhugasamt um Fágun ?
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Hin árlega bjórhátíð KEX 29. feb - 3. mars

Post by halldor »

atax1c wrote:Hvernig fór þetta í dag ? Var fólk áhugasamt um Fágun ?
Já það má sko segja það. Við Gunnnar Óli (gunnarolis) vorum með stöðugan straum fólks sem spurði spurninga um bjórinn, félagið og það hvernig maður ætti nú að fara að því að brugga svona góðan bjór. Ég mæli eindregið með því að fólk kíki á KEX næstu þrjá daga til að kynna sér það sem er að gerast í bjórnum í dag og hvað forsvarsmenn þessara brugghúsa hafa í huga fyrir framtíðina.
Plimmó Brugghús
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hin árlega bjórhátíð KEX 29. feb - 3. mars

Post by helgibelgi »

Var svona heitt í mönnum eða?

http://visir.is/slokkvilidid-kallad-ad- ... 2120228771

"nokkrir slökkviliðsmenn urðu eftir til þess að gæta fyllsta öryggis." Hvað voru þeir að gera? hehe
Post Reply