Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012 - Þráður lagður niður

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012 - Þráður lagður niður

Post by halldor »

ATH ATH : Upplýsingar um keppniskvöldið: http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=2086" onclick="window.open(this.href);return false;

17. apríl : Þessi þráður hefur verið lagður niður sem aðalþráður keppninnar.

Nú er búið að ákveða að Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012 verður haldin laugardaginn 28. apríl.

Hér eru upplýsingar um flokkana sem bjórum verður skipt í:
Litli flokkurinn : OG 1.001-1.054
Stóri flokkurinn : OG 1.055 - 1.061
Mjög stóri flokkurinn : OG 1.062 - inf
Dómnefnd áskilur sér rétt til þess að hnika til mörkum til þess að jafna fjölda bjóra í hverjum flokki, breytingarnar verða þó ekki drastískar

Nánari upplýsingar verða settar inn um leið og smáatriðin skýrast, þannig að það er um að gera að fylgjast vel með :)

Koma svooooo... brugga!
Last edited by halldor on 17. Apr 2012 22:06, edited 3 times in total.
Plimmó Brugghús
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by arnarb »

Er vitað hvaða flokkar verða í boði?

kv. Arnar
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by halldor »

arnarb wrote:Er vitað hvaða flokkar verða í boði?

kv. Arnar
Upplýsingar um flokkana koma upp í byrjun næstu viku.
PS. ekki er gert ráð fyrir stórum breytingum varðandi flokkana, en okkur langar að skoða hvað menn eru að gera erlendis í keppnum þar sem fáir bjórar taka þátt þ.e. ~50 stk.
Plimmó Brugghús
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by Feðgar »

Við erum mjög spenntir fyrir þessu.

Vildum óska þess að við hefðum verið duglegri undanfarið þar sem við vorum rétt í þessu að loka fyrir tæplega hálfs árs get í hobbýinu hjá okkur.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by bergrisi »

Þetta hljómar mjög spennandi. Ég á dagvakt þennan dag en ég held að það sé þess virði að taka sér frí.

Nokkrar spurningar fyrir okkur nýliðana.

1 Hverngi fer þetta fram?
2 Eru allir að dæma eða er sér dómnefnd?
3 Í hvaða flokkum var dæmt síðast?
4 Verður maður að vera með bjór í keppninni til að fá að kíkja við? (er ekki með neitt spennandi nema afbragðsgóðan 5 Hafra-porter frá Brew.is)
6 Fylgir svona keppnum þynnka? (á ég að taka mér frí líka daginn eftir?)
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by halldor »

bergrisi wrote:Þetta hljómar mjög spennandi. Ég á dagvakt þennan dag en ég held að það sé þess virði að taka sér frí.

Nokkrar spurningar fyrir okkur nýliðana.

1 Hverngi fer þetta fram?
2 Eru allir að dæma eða er sér dómnefnd?
3 Í hvaða flokkum var dæmt síðast?
4 Verður maður að vera með bjór í keppninni til að fá að kíkja við? (er ekki með neitt spennandi nema afbragðsgóðan 5 Hafra-porter frá Brew.is)
6 Fylgir svona keppnum þynnka? (á ég að taka mér frí líka daginn eftir?)
1 Keppendur þurfa, viku fyrir keppni, að skila 4 flöskum af hverjum bjór sem þeir senda til þáttöku. Meðlimir í stjórn Fágunar sjá um að taka á móti flöskunum.

2 Eins og síðustu ár munum við fá svakalegar kanónur í dómnefndina. Markmiðið er að fá aðila frá öllum íslensku brugghúsunum ásamt sérfræðingum í víni, ostum og kaffi, m.ö.o. fólk sem þekkir bragðlaukana sína.

3 Flokkarnir í fyrra voru:
Stóri bróðir (OG hærra en 1.058)
Litli bróðir (OG lægra en 1.058)

4 Öllum er frjálst að kíkja á keppnina, óháð því hvort þeir séu með bjóra skráða til þáttöku eður ei. Líkt og í fyrra verður einhver aðgangseyrir fyrir þá sem ekki eru fullgildir meðlimir í Fágun. Líklega verður þetta í kringum 1.500 krónur og áætlað er að nægur bjór verði á boðstólnum fyrir alla.
ATH. þetta er aðeins hugmynd að verði, ef til vill verður það hærra og e.t.v. lægra.

5-6 Að fenginni reynslu er óhætt að segja að einhver höfuðverkur og ógleði fylgi í kjölfar keppninnar. Menn ráða því reyndar sjálfir, en bara upp að vissu marki. Mjög líklega verðum við með salinn til kl. 01.00 þannig að menn eru að drekka frítt í nokkra tíma... you do the math :sing:
Plimmó Brugghús
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by bergrisi »

Takk fyrir skjót svör. Kannski maður sendi eitthvað inn til að fá umsögn. Maður lærir örugglega mikið á því. :o
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by hrafnkell »

Bjórinn þarf ekki að vera frábær til að senda í keppnina. Meðlimir fágunar fengu í fyrra einn ókeypis inn í keppnina og tilvalið að senda amk einn inn til að fá umsögn.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by arnarb »

Ég mæli með því að allir sendi inn bjóra, sem hafa áhuga á að fá sérfræðinga til að gagnrýna bjórana sína. Þessi keppnir er mikill happafengur fyrir okkur því þarna er hægt að fá raunhæfa gagnrýni á bjórframleiðsluna sem getur einungis leitt til þess að bjórarnir verða betri og betri með hverju árinu.

Það var samdóma álit þeirra sem voru í dómnefndinni í fyrra og árið á undan, að gæði bjóranna í heild sinni hafi aukist milli ára.

kv. Arnar
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by viddi »

Ég sé þetta sem frábært tækifæri til að fá mat á afurðirnar. Langar endilega að fá mat á fleiri en einn bjór. Hvað mun kosta að senda fleiri bjóra í keppnina?
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Öllum spurningum varðandi keppnina verður svarað á Þriðjudaginn í næstu viku. Þá verður búinn að vera stjórnarfundur og hlutirnir endanlega ákveðnir.

Í fyrra voru 2 flokkar, en það þýðir ekki endilega að það verði 2 flokkar í ár. Það voru mun fleiri bjórar í keppni í fyrra en árið á undan og það getur verið að við séum að sprengja flokkana af okkur, það á eftir að ræða.

Verð per bjór í ár er 1500 fyrir meðlimi en 2000 fyrir aðra og allir meðlimir fá einn bjór ókeypis í keppnina. Félagið er að stækka jafnt og þétt og það verður að fara að skilja að meðlimi og þá sem ekki borga með skýrari hætti til þess að skráningin hafi einhvern ávinning. Einnig er verið aðeins hærra í ár en í fyrra vegna þess að við höfum bara svo og svo stóra dómaraflóru. Með öðrum orðum við verðum að komast yfir að dæma alla bjórana, og ef trendið frá því í fyrra heldur áfram þá náum við því ekki.

Það er um að gera að senda bjórana sína í keppni, en ef maður veit sjálfur að hann er sýktur eða mögulega tæpur þá er kannski betra að hlífa dómurum við því og mæta frekar með bjórinn á fund og fá aðra meðlimi til að reyna að finna út hvað er að bjórnum.

Skila þarf inn 4x0,33l eða stærri flösku c.a viku fyrir keppni eins og Halldór tók fram.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á NÆSTA ÞRIÐJUDAG.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by Dabby »

Sælir
Ég er aðeins búinn að vera að lesa síður um heimabruggun á þýsku. Mér sýnist að þar séu úrslit svona keppna birt með uppskriftum. Ég hef ekki fylgst með því hvernig úrslit í keppni Fágunar hafa verið birt en mér finnst þetta til fyrirmyndar. Þið getið séð hvernig svona úrslit eru birt í fréttabréfinu þeirra:
http://www.hausgebraut.de/index.php?pag ... gabe-18_45

Ég legg til að úrslit úr kepninni hér heima verði birt á sama hátt hér á vefnum.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by bergrisi »

Bíð spenntur eftir frekari kynningu. Verður bjórinn að vera eftir eigin uppskrift eða má maður senda inn clone-tilraun?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by sigurdur »

bergrisi wrote:Bíð spenntur eftir frekari kynningu. Verður bjórinn að vera eftir eigin uppskrift eða má maður senda inn clone-tilraun?
Ég held að það séu fá takmörk í keppninni .. einu takmörkin sem að ég get ímyndað mér er að þú mátt ekki senda bjór sem þú keyptir í ríkinu ..
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by arnarb »

Nú er kominn fimmtudagur...er eitthvað að frétta af tilhögun keppninnar?
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by Feðgar »

Þeð hefur kannski verið næsti þriðjudagur :lol:
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Afsakið töfina á þessu, vorum ekki með svör við einhverjum spurningum sem við hefðum viljað geta verið búnir að fastnegla en here goes.

Í ár verða 3 flokkar, semsagt einum flokki bætt við frá því í fyrra. Þetta er gert vegna hagræði við að dæma bjórana og til þess að reyna að bæta dómana á bjórunum.

Flokkarnir verða þá nokkurnvegin svona (Dómnefnd áskilur sér rétt til þess að hnika til mörkum til þess að jafna fjölda bjóra í hverjum flokki, breytingarnar verða þó ekki drastískar):

Litli flokkurinn : OG 1.001-1.054
Stóri flokkurinn : OG 1.055 - 1.061
Mjög stóri flokkurinn : OG 1.062 - inf

Eins og áður hefur komið fram verður gjald á hvern bjór 1500kr fyrir meðlim en 2000kr fyrir aðra, fyrsti bjór frír fyrir meðlimi.

Frítt verður inn á viðburðinn fyrir meðlimi en 1000kr kostar fyrir þá sem eru ekki meðlimir.

Eins og í fyrra verður bjór í boði og menn eru hvattir til þess að mæta með smakk með sér.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by Feðgar »

Þetta verður skemmtilegt :D

Á maður að koma með uppskriftirnar með eða bara stutta lýsingu
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by gunnarolis »

Upplýsingar sem fylgja bjór í keppnina er bara stutt lýsing, ekki endanleg uppskrift.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by Feðgar »

Þá vantar okkur bara álit utanaðkomandi á því hvaða bjór maður á að senda í keppnina, okkur þykir þetta allt svo gott hehe :beer:
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by halldor »

Feðgar wrote:Þá vantar okkur bara álit utanaðkomandi á því hvaða bjór maður á að senda í keppnina, okkur þykir þetta allt svo gott hehe :beer:
Það er um að gera að leyfa vinum og vandamönnum að hjálpa til við valið :)
Plimmó Brugghús
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by bergrisi »

Komdu með nokkra í skúrinn og ég get smakkað. Tökum smá billiard í leiðinni. Maður er alltaf til í að hjálpa vin í neyð.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by Feðgar »

Við erum duglegir að gefa vinum smakk. En fáum sjaldnast krítík, bara hvort fólki líkar bjórinn eða ekki. Rúnar ég tek þig á orðinu, ertu í fríi um helgina?
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by bergrisi »

Laugardagskvöldið er laust og skellum á undirbúningskvöldi fyrir keppnina hjá Suðurnesjadeild Fágunar. Ég er með 4 bjóra til að smakka. Ef aðrir hafa áhuga þá eru menn velkomnir. Fínt að halda uppá St. Patricks dag í leiðinni.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2012

Post by Feðgar »

bergrisi wrote:Laugardagskvöldið er laust og skellum á undirbúningskvöldi fyrir keppnina hjá Suðurnesjadeild Fágunar. Ég er með 4 bjóra til að smakka. Ef aðrir hafa áhuga þá eru menn velkomnir. Fínt að halda uppá St. Patricks dag í leiðinni.

Snilld
Post Reply