Stofnfundur Fágunar

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Hjalti »

Ég og konan vorum að fá snilldar hugmynd í gær. :)

Eða kanski bara hugsjón frekar en hugmynd.

Hafið þið pælt í því að þessir Fágunarfundir sem gætu orðið mánaðarlegt dæmi.

Þar hittist fólk sem hefur áhuga á Brauðgerð, Ostagerð, Bjórgerð, Víngerð og svo mikið fleira.

Pælið í því hvað það væri geðveikt ef að allir koma með eithvað með sér á þessa fundi og maður getur verið með heimabakað brauð, heimagerða osta, heimabruggaðan bjór, og vín og svo toppað þetta á smá snaffs eða eithvað.... úfff.... þetta er framtíðinn segi ég nú bara :lol:
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Eyvindur »

Það var nákvæmlega þannig sem ég sá þetta fyrir mér. Það eina sem maður gæti farið að hafa áhyggjur af er að þetta færi að verða of stórt fyrir slíkt í heimahúsum... En það er samt kannski ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af alveg strax...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Stulli »

Nákvæmlega það sem að maður var að pæla. Þetta verður sko fjör :skal:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Hjalti »

Vil minna á þetta á mánudaginn 18 Maí, klukkan 21:00 á Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda (Gamla Hljómalind) Laugavegi 21.

Bring your hats and beards gentlemen :) :fagun:

Korinna mín, þú mátt alveg líka koma með skegg og húfu :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Andri »

ég sem var að raka mig, kanski maður ætti að safna í mottu
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Eyvindur »

My hats and beards: http://www.youtube.com/watch?v=XEkl25wTN8s

Veit ekki hvort þið viljið að ég taki þetta með mér...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Hjalti »

Mig langar nú bara að þakka fyrir frábæran fund.

Væri geðveikt að sjá fundargerð og svona í sér þráð þar sem við getum dásamað það sem er í gangi í félaginu. Ég skal svo smella upp sér síðu fyrir þann hluta vefsins.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by karlp »

Founding members group photo:

http://www.tweak.net.au/pics2/2009/May/ ... curve.html

Fyrirgefðu, ég man ekki allt nafn.
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Andri »

Já fínasti fundur, væri til í aðeins minna diss á thule næst :roll: hann og aðrir "léttir" lager bjórar höfða til bragðlauka minna, smekkur fólks er auðvitað misjafn.
En já ég á vonandi eftir að læra margt af ykkur all grain mönnum, fæ måske að heimsækja einhvern af ykkur og fylgjast með meskingu og spjalla kanski um bjór og bjórgerð.
And Karl sorry I forgot to introduce me, thats me in the enjoy cocaine t-shirt.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Stulli »

Já, takk öllsömul fyrir frábæran fund.

Karl: flott mynd

Andri: Það er rétt hjá þér, þetta var á stundum fyrir neðan beltisstað og á að sjálfsögðu ekki heima í svona fáguðum, opnum og virðingarfullum félagsskap. Vil ég biðjast afsökunar á því, en staðreyndin er sú að umræður detta af og til í svona "BMC/light lager bashing" þegar að heimabruggarar koma saman. En við reynum að forðast það í framtíðinni :beer: Ég vona bara að þú hafir ekki tekið þetta persónulega.

Ég ætla að reyna að leggja í nokkra lagerbjóra einhverntímann á næstunni og leyfa þeim að lagerast ámeðan að ég er úti og datt mér í hug að bjóða þeim sem að hefðu áhuga að kíkja. Ég pósta nánar um það þegar að ég hef gengið frá skipulagsmálum og fundið fasta dagsetningu.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Eyvindur »

Já, takk fyrir frábæran fund. Þetta var æðislegt. Og afsakaðu Thule ofsóknirnar, Andri.

Frábær mynd, Karl... Fríður flokkur fágara.

Hlakka mikið til að hitta ykkur næst.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by karlp »

Andri, takk, bara einn nafn eftir.

Sko, við megum ekki segir BMC hérna. við erum íslendingar, við ætlum að segja TVE (Thule, viking, egils) eða GGL (gull, gull, lite) ?
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by arnilong »

Elli er sá síðasti, nokkuð viss.

Já og takk kærlega fyrir ljómandi fund. Gaman að sjá ykkur öll og eflaust er hér gott teymi í fæðingu.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by arnilong »

Karl, ef þú nennir væri alveg frábært ef þú gætir sagt okkur aðeins frá því hvernig þú gerðir þennan ost. Hann var mjög vel heppnaður og ég væri til í að leggja í einhvern svona ost.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Eyvindur »

TVE er gott... Eða: Gult sódavatn.

Ég verð að biðjast afsökunar fyrirfram, Andri, því ég mun eflaust eiga erfitt með að venja mig af TVE-níði... Ég skal samt gera mitt besta... ;) Sjálfsritskoðun hefur hins vegar ekki verið mín sterkasta hlið til þessa, enda er ég ekki góður félagsskapur fyrir móðgunargjarna...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by olihelgi »

Þetta er afar fríður hópur. Það hefði verið gaman að mæta á fundinn.

Og ef að þið lumið á einhverskonar fundargerð þá væri gaman að sjá hana.

Óli Helgi.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by halldor »

Sælir og takk fyrir frábæran fund. Ég er orðinn ótrúlega spenntur fyrir næsta hitting og nú er bara að negla það niður.
Býður sig einhver fram til að heyra í Jóni eða Valgeiri varðandi það hvort 1. júní gangi upp og þá hvenær dags. Ég vil minna á að þetta er ein mesta ferðahelgi ársins og etv eru einhverjir sem ekki komast. Þá er um að gera fyrir þá hina sömu að láta í sér heyra og við ættum þá að geta fært þetta um einn dag eða jafnvel fram á næsta mánudag á eftir.

Andri: þú mátt vera viss um það að þetta var ekkert persónulegt hjá þeim sem töluðu niður til léttra lagera. Þetta vill bara oft verða svona metingur sbr. Shiraz vs. Merlot í rauðvínum, Manchester United og Liverpool í fótboltanum og Kók og Diet Kók í gosinu.

Ég persónulega er mikill ölmaður og vill hafa þá eins bragðmikla og flókna og hægt er... en þegar sólin skín í heiði langar mig mest af öllu í íííííískaldan Tuborg Grön í dós :)
Plimmó Brugghús
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Korinna »

Takk kærlega fyrir góðan fund. Það er búið að sanna að stelpurnar eiga ekki að vera hræddar við að skrá sig en ef þær gera það ekki þá er mér nákvæmlega slétt sama! :lol: :skal:
man does not live on beer alone
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Hjalti »

Ég held að það sé gríðarlegt atriði fyrir félagið að jafna kynjahlutföllinn (Hélt að ég myndi aldrei segja þetta á æfinni)

En stelpur koma örugglega með margar gríðarlega hagsýnar hugmyndir í einmitt brauðgerð, ostagerð og jógúrt gerð. Það verður frábært að sjá hvort sá hópur muni ekki bara vaxa ásmeginn þegar þetta fer alltsaman á stað :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Stofnfundur Fágunar

Post by Andri »

Svo er líka gott að hafa stelpur til að fegra hópinn aðeins, annars erum við bara einhverjir sóðalegir gaurar í klúbb sem höfum gaman að því að brugga og drekka bjórinn okkar.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply