Kútapartý Fágunar 2011

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Kútapartý Fágunar 2011

Post by gunnarolis »

Sælir félagar.

Eins og á síðasta ári kemur félagið til með að halda kútapartý með svipuðu sniði og síðasta ár. Þá mættu menn með kúta og grillmat og grilluðu á miklatúni og gæddu sér á heimalöguðum veigum af kút á túninu. Öllum var frjálst að mæta og voru vinir sérstaklega boðnir velkomnir. Var það mat manna að þetta hefði heppnast vel, og því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn.

Dagsetning fyrir viðburðinn er á menningarnótt, sem að þessu sinni er 20. Ágúst 2011.
Nánari tímasetning og upplýsingar koma síðar.

Þeir sem hafa áhuga á því að bjóða uppá bjór úr kút mega senda mér einkaskilaboð. Síðast voru um 4 kútar í boði, sem kláruðust ekki allir, en það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig :skal:
Ég mun síðan bæta í þráðinn ef fólk býður fram kúta. Gaman væri að hafa sem mesta fjölbreytni í kútum svo allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi.

Að sjálfsögðu er öllum frjálst að mæta líka með bjór á flöskum og bjóða gestum uppá.

Kv Stjórnin
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by gunnarolis »

Ég mun mæta með kút af Pliny the Elder inspireruðum Double IPA.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by arnarb »

Þetta líst mér frábærlega á. Þrátt fyrir að veðrið hafi strítt okkur í fyrra var þetta hin mesta skemmtun.

Stefni á að mæta með hele familien og hvet alla til að mæta með vini og kunningja til að kynna fyrir þeim þessa skemmtilegu iðju sem heimbabruggun er.

Thumbs up!
Arnar
Bruggkofinn
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by hrafnkell »

Ég stefni á að mæta, með slökkvitæki af einhverju gotteríi :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by helgibelgi »

Ég mæti og dreg einhverja vini með. Á ekki kút ennþá en hann er á leiðinni og vonandi get ég komið með eitthvað :)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by halldor »

Ég er nokkuð viss um að Plimmó muni mæta með nóg af bjór, vinum og fjölskyldumeðlimum. Þetta var frábær skemmtun síðast og nóg að gera fyrir alla aldurshópa. Ef veðrið leikur ekki við okkur er auðvitað hægt að ylja sér á höndunum við grillið eins og síðast :)
Plimmó Brugghús
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by viddi »

Þetta er flott hugmynd. Er komin tímasetning á herlegheitin?
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by halldor »

Nákvæm tímasetning dettur inn fyrir helgi. En þetta mun byrja einhverstaðar á bilinu kl. 14-16 býst ég við og standa yfir í 2-3 klst eins og í fyrra (eða bara eins lengi og menn vilja vera).

Ég vil endilega hvetja sem flesta til að taka með sér nokkra bjóra til að leyfa öðrum að smakka og fá í leiðinni uppbyggilega gagnrýni á bjórinn. Ég hef engar áhyggjur af því að við verðum bjórlausir enda 70 lítrar á kút staðfestir og eitthvað gæti bæst við.

Takið endilega vini, fjölskyldu og vinnufélaga með, enda er markmiðið að kynna áhugamálið okkar sem og þá fjölbreytni sem í boði er og flestum virðist yfirsjást.
Plimmó Brugghús
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by Feðgar »

Ég geri fastlega ráð fyrir því að minnst annar okkar muni koma með nokkrar flöskur í bakpoka, verður væntanlega ekki mikið en nóg til að gefa helstu áhugamönnunum smakk.

Mætum með Amarillo Rye Pale Ale og kannski einhvað flr.

Verst að Centennial Pale Ale og Robust Porterinn verður ekki orðið klárt
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by karlp »

I will be there with bells on.

1x table
4x chairs
1x extra BBQ
KJÖÖTTTTT

at least two kegs of beer, possibly more.
1x General APA, nothing fancy, but free for all
whatever is left of the two wild brews we tried at Halldór's place the other night.

I'll bring some cute girls too, though at least some of them will be spoken for....

See you there from about 3pm onwards!
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by Feðgar »

karlp wrote:I will be there with bells on.

1x table
4x chairs
1x extra BBQ
KJÖÖTTTTT

at least two kegs of beer, possibly more.
1x General APA, nothing fancy, but free for all
whatever is left of the two wild brews we tried at Halldór's place the other night.

I'll bring some cute girls too, though at least some of them will be spoken for....

See you there from about 3pm onwards!
A big LIKE on that sir :beer:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by hrafnkell »

Ég kem líklega með thirst extinguisher og etv eitthvað gotterí í flöskum. Styttist í þetta, verður gaman að þessu!
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by gunnarolis »

Ég sjálfur kemst ekki, verð erlendis, en ég var að dry hoppa Pliny og racka honum yfir á nýjan kút í dag, og maaaan.
Ég tými varla að láta kútinn frá mér, hands down besti bjór sem ég hef bruggað to date.

Vonandi náið þið ekki að klára hann :oops:

:skal:
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by halldor »

Við komum með kút af amerískum hveitibjór, humluðum með Amarillo og Cascade. Vorum að brugga 60 lítra af þessu í annað skiptið í sumar þar sem hinar 180 flöskurnar fóru allt of hratt :)

PS. Stórt læk á Kalla, Hrafnkel, Gunnar Óla og Feðgana :fagun:
Plimmó Brugghús
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by sigurdur »

Ég stefni á að mæta. Mögulega með vin(i). :)
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by arnarb »

Er komin nákvæm tímasetning á atburðinn?

Stefni á að mæta með fjölskylduna og jafnvel einhverja vini.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by sigurdur »

halldor wrote:Nákvæm tímasetning dettur inn fyrir helgi. En þetta mun byrja einhverstaðar á bilinu kl. 14-16 býst ég við og standa yfir í 2-3 klst eins og í fyrra (eða bara eins lengi og menn vilja vera).

Ég vil endilega hvetja sem flesta til að taka með sér nokkra bjóra til að leyfa öðrum að smakka og fá í leiðinni uppbyggilega gagnrýni á bjórinn. Ég hef engar áhyggjur af því að við verðum bjórlausir enda 70 lítrar á kút staðfestir og eitthvað gæti bæst við.

Takið endilega vini, fjölskyldu og vinnufélaga með, enda er markmiðið að kynna áhugamálið okkar sem og þá fjölbreytni sem í boði er og flestum virðist yfirsjást.
Þar sem helgin er liðin .. og ekki nákvæm tímasetning enn komin, þá spyr ég eins og Arnar að ofan. Er búið að ákveða þetta?
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by halldor »

Stjórnin er að funda í þessum töluðu orðum (ég stalst í tölvuna). Þetta verður frá 15:00 - 18:00. Við erum að klára að fara yfir smáatriðin og munum uppfæra upprunalega póstinn að fundi loknum, um kl. 22:00.
Plimmó Brugghús
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by gunnarolis »

Ég lenti í því leiðinda óhappi að hitastýringin í kútaísskápnum mínum bilaði og frysti 2 kúta sem voru þar inni, meðal annars bjórinn sem ég ætlaði að koma með í kútapartýið :(

Það er því með miklum harmi sem ég verð að tilkynna að bjórinn gaus nánast allur uppúr kútnum þegar ég ætlaði að ná í þurrhumla pokann í kútinn, baðaði mig og bílskúrinn og skildi eftir ekkert nema botnfylli af því sem hefði verið mjög góður bjór.

Blessuð sé minning bjórsins, en örvæntið ekki, það verður nóg af bjór í boði.

Samúðarkveðjur, Gunnar.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Kútapartý Fágunar 2011

Post by andrimar »

Ég hefði nú haldið að við ættum frekar að vera að senda þér samúðarkveðjur, nema bjórinn hafi verið þeim mun betri :)

Hvernig stýring var þetta annars, keypt eða hjemmelavet?
Kv,
Andri Mar
Post Reply