Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by ulfar »

Aðalfundur Fágunar 2011 verður haldin föstudaginn 20. maí kl 17:30 á Vínbarnum.
Aðeins gildir félagsmenn eruð boðaðir.
Boðið verður upp á drykki og léttar veitingar.
Aðloknum fundarstörfum verðu nýrri stjórn fagnað af miklum móð. :beer: :massi: :vindill: :lol: :fagun: :skal: :sing:

Framboð í embætti skal bera sem svör við þessum þræði eða á fundinum.
Breytingatillögur þurfa að berast fyrir 19. maí kl 24:00.
Breytingatillögur skal leggja fram sem svör í þessu þræði.
Aðeins gildir félagsmenn geta lagt fram breytingatillögur.
Þegar breytingatillögur eru lagðar fram skal tilgreina hvort um nýja grein sé að ræða eða breytingu/viðbót við eldri.
Sé lögð fram tillaga um breytingu/viðbót við edri grein í lögum skal tilgreina númer greinar.

Samþykkt lög félagsins má nálgast sem viðhengi hér fyrir neðan.

[Athugið að til er annar þráður á spjallinu með svipuðum titli 'Aðalfundur Fágunar 2011', sá þráður er ekki virkur]

kv. Úlfar Linnet
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by sigurdur »

Viðhengt í þetta svar eru gildandi lög félagsins 2010-2011.

UPPFÆRT: Lagaði númeravillu sem kristfin benti á, takk fyrir það Kristján.
Attachments
Lög Fágunar 2010.pdf
(39.19 KiB) Downloaded 365 times
Last edited by sigurdur on 16. May 2011 21:49, edited 1 time in total.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by bergrisi »

Var að greiða félagsgjald og er því vonandi fullgildur meðlimur núna.

Því miður er ég að vinna þegar aðalfundurinn fer fram en hefði verið mikið til í að hitta menn með reynslu af bjórgerð. Vonandi verður almennur fundur einhvern tímann sem maður kemst á.

Ég er í Keflavík og langar að vita hvort það sé einhver annar hérna suður með sjó í félaginu?

Kær kveðja
Rúnar
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by kristfin »

það þarf að laga millifyrirsagnir (greinar) í lögunum. númerin eru vitlaus.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by bergrisi »

Tók mér frí frá vinnu þennan dag og stefni á að kíkja og kynnast þessu félagi.

Hvernig hefur mæting verið á svona fundi?
Eru menn eitthvað að kynna hvað þeir eru að brugga?

Kveðja
Rúnar
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by gunnarolis »

Ég legg fram ný lög til samþykktar á aðalfundi.

Lög þessi eru byggð á fyrri lögum félagsins, en eru þó öllu viðameiri og taka til breytinga á stjórn félagsins ásamt viðbættum ákvæðum. Ekki er kveðið á um í fyrri lögum hvernig skal taka á heildarendurbótum á lögum af þessu tagi.

Viðhengt: Tillaga til nýrra laga.
Attachments
Fágun_lög.docx
(14.33 KiB) Downloaded 375 times
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by kristfin »

gunnar, er ekki eðlilegra að þú komir með breytingartillögu per grein. síðan bætirðu við því sem er auka. annars áttu á hættu að ekkert af þessu verði samþykkt ef maður er á móti einhverju smáatriði. mér hugnast til dæmis ekki að lagabreitingar þurfi bara 2 daga fyrir aðalfund. nær að það sé vika. en á er betra að ein grein standi og falli með því, ekki allt.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by gunnarolis »

Já ég er alveg sammála því, það er bara svo mikið verk að taka til í þessari gömlu og setja hana svona upp. Það er líka hægt að segja bara að grein 1 í nýju komi inn fyrir grein 1 í gömlu og svo framvegis, þannig þarf ekki að samþykkja lögin í heild sinni, heldur eina grein í senn...

Það er líka hægt að draga þessa tillögu til baka, breyta henni, og leggja hana aftur fram með breytingum. Til dæmis þetta, að hafa lengri frest á lagabreytingartillögum.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by sigurdur »

Gunnar,
Gera skal grein fyrir hverri breytingu, ekki drög að nýjum lögum.

Í sambandi við frestinn, þá getur þú komið með tillögu að breytingu/viðbót sem tekur á því sérstaklega.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by gunnarolis »

Sko, það er mjög erfitt að gera tillögu að breytingu á grein, þegar allar greinirnar hafa sama númer. Þessi lög eru í svo mikilli kaos að það er miklu auðveldara að fella þau bara úr gildi og samþykkja ný lög í heild sinni.

Það eru t.d þrjár greinar sem heita 1.Grein, ef ég geri breytingartillögu á grein númer 1, við hvaða grein er átt?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by kristfin »

eins og ég benti á 11. mai, þá eru millifyrirsagnirnar vitlaust númeraðar. gunnar, ef siggi kemst ekki í að laga það, verður þú bara að telja út hvaða grein er hvað.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by sigurdur »

Jæja, loksins fór ég í það að leiðrétta númeravillurnar. Ég er búinn að endur-viðhengja skjalið í fyrsta svari mínu í þessum þræði.
Takk fyrir ábendinguna Kristján.

Gunnar, villa í skjalinu hefur ekkert að gera með staðfest lög félagsins. Skjalið sem ég hengdi við áður var endurritun úr þeim lögum sem staðfest höfðu verið á aðalfundi 2010. Þó svo að útgáfa af skjali hafi verið rangt innslegin rétt þá þýðir það ekki að öll lögin séu ónýt og þurfi að henda þeim. Betra er að benda á það eins og Kristján gerði.

Núna gerist ekki þörf fyrir að telja út greinarnar. Ég vona að þetta einfaldi þeim sem ætla að skila inn tillögum.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by gunnarolis »

Eins og ég hef rætt á opnum mánudagsfundi, þá vantar margt í þessi lög, meðal annars ákvæði um lagabreytingar og annað. Ef það er enginn áhugi fyrir að breyta þessu af því menn eru eitthvað hörundssárir og vilja hafa þetta eins og "þeir" gerðu það í upphafi þá er það ekkert mál...ég reyndi allavegana.

kv gunnar.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by sigurdur »

gunnarolis wrote:Eins og ég hef rætt á opnum mánudagsfundi, þá vantar margt í þessi lög, meðal annars ákvæði um lagabreytingar og annað. Ef það er enginn áhugi fyrir að breyta þessu af því menn eru eitthvað hörundssárir og vilja hafa þetta eins og "þeir" gerðu það í upphafi þá er það ekkert mál...ég reyndi allavegana.

kv gunnar.
Ég get bara skrifað fyrir sjálfan mig..

..út frá persónulegum punkti:
Ég er ekki hörundsár vegna einhverra breytinga, ég styð allar tillögur að breytingum að fullu séu þær félaginu í hag.

..út frá lagalegum punkti:
Þegar lög eru sett, þá getur það ekki talist mjög eðlilegur hlutur að þau séu öll felld og farið sé í stofnverksvinnu aftur vegna einhverra innsláttarvillna á skjali (en ekki gildandi aðalfundargagna eða stofnsamþykkta). Sé lagaverkið algjörlega ónothæft í allri sinni mynd, þá getur verið að það sé betra að fara í grunnvinnuna aftur. Sé lagaverkið hinsvegar ekki algjörlega ónothæft, heldur einungis ungt, þá er betra að fara í lagabreytingar og -viðbætur út frá gildandi lögum.

Það má því ekki rugla saman vísbendingum um verkframkvæmd og þeirri tilfinningu að menn séu hörundssárir.

Ég vona að þetta hvetji þig ekki frá því að koma með tillögur að breytingum eða viðbætum að gildandi lögum Fágunar.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by gunnarolis »

Það er voðalega erfitt að gera lagabreytingar í lögum þar sem ekkert er kveðið á um hvernig taka eigi lagabreytingarnar fyrir. Það er einmitt ein af áhyggjunum sem ég hef af lögunum, það að strúktúrinn sé lélegur og óskýr.

Skjalið sem ég setti inn er byggt á gömlu lögunum, margt í því skjali er meira að segja orðrétt uppúr gömlu lögunum, enda hugsað sem endurbætur á þeim. Það var bara auðveldara og hreinlegra að gera þetta svona en að punkta upp hverja grein fyrir sig, sem voru í ofanálag ekki rétt númeraðar. Eðlilegast væri líka að strax eftir aðalfund kæmi afrit/rétt uppritun af lögunum sem voru samþykkt á aðalfundunum þannig að félagsmenn hafi raunverulegan möguleika á að koma með lagabreytingar.

Ef við erum síðan á annað borð farnir að tala um lagalegar hliðar, þá stendur líka í lögum félagsins að aðalfundurinn eigi að vera í lok Apríl.

Hvað varðar frekari lagabreytingar að minni hálfu, þá hef ég ekki hug á að gera frekari tillögur að breytingum á lögunum, mér finnst ég hafa lagt nóga vinnu í það. Ef einhverjum lýst á það sem er búið að leggja fram nú þegar getur hann unnið útfrá því, ég hinsvegar ætla að draga tillögur mínar til lagabreytinga formlega til baka með þessum pósti.

[edit] viðbót.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by kristfin »

ég geri eftirfarandi tillögur að lagabreytingum.

Breyting #1)
í grein 6: "Félagsfundur hefur æðsta...", verði breytt í "Aðalfundur hefur æðsta..."

Breyting #2)
Í grein 7: Bætt verði við dagskrá aðalfundar. Áður en til stjórnarkosningar kemur, skulu lagabreytingar teknar fyrir.
Grein 7 verður því eins, nema bætt verður við dagskrá (sjá feitletrun)
.
.
2. Endurskoðaðir reikningar...
3. Lagabreytingar
4. Stjórnarkostning
5. Kjör skoðunarmans reikninga
6. Önnur mál

Breyting #3)
Bætt verði við nýrri grein eftir grein 7. Sú grein verður númer 8 og seinni greinar hækka sem því nemur.

Grein 8
Tillögur um lagabreytingar skulu birtar á vef félagssins, í sama þræði og fundarboð á aðalfund, minnst viku fyrir aðalfund.
Til breytinga á lögum þarf 3/5 greiddra atkvæða á aðalfundi.
Aldrei má breyta lögum þannig að raskað sé megintilgangi félagsins samkvæmt 2. grein
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by ulfar »

Tillaga um lagabreytingu

6. Grein
...Aðeins félagsmenn mega vera þáttakendur í félagsfundi...

verði breytt í
...Aðeins félagsmenn mega vera þáttakendur í félagsfundi nema annað sé tekið fram þegar fundur er auglýstur....
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by arnarb »

Breyting 1
6. grein 3. málsgrein
Breyta "Aðalfundur Fágunar skal halda fyrir lok aprílmánaðar ár hvert." í "Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert."

Að sama skapi þarf að breyta 7. grein 4. málsgrein úr "Starfstímabil félagsins er frá aðalfundi til aðalfundar, þ.e.a.s. maí til og með apríl." í "Starfstímabil félagsins er frá aðalfundi til aðalfundar, þ.e.a.s. maí til maí."

Breyting 2
6. grein 4. málsgrein
"Aðeins félagsmenn mega vera þáttakendur í félagsfundi." breytist í "Félagsfundir eru opnir öllum nema stjórn félagsins ákvarði annað."

Breyting 3
7. grein - boðun aðalfundar
Breyta "Aðalfund skal boða með auglýsingu á http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false; með minnst tveggja vikna fyrirvara, talið frá og með útsendingardegi fundarboðs." í "Aðalfund skal boða með auglýsingu á http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false; ásamt tölvupósti með minnst tveggja vikna fyrirvara, talið frá og með útsendingardegi fundarboðs."

2. málsgrein fellur jafnframt niður.

Breyting 4
7. grein - dagskrá
Í stað "Stjórnarkosning" skal koma "Stjórnarkosning og kosning í önnur embætti".

Breyting 5
Nýr liður í dagskránni, liður 3 og færast aðrir liðir niður sem því nemur.
3. Lagabreytingar

Breyting 6
8. grein 1. málsgrein
Legg til að breyta allri greininni í "Stjórn félagsins skal ráðstafa að hluta eða öllum rekstrarafgangi af starfsemi félagsins til veitingakaupa á aðalfundi félagsins."

Ástæðan er að mikilvægt er að ný stjórn hafi einhverja fjármuni til að byrja með t.d. fyrir atburði, leigu á húsnæði og annan kostnað sem leggja þarf út fyrir. Einnig væri gott að leggja eitthvað til hliðar fyrir stærri mál, eins og til dæmis breytingar á löggjöfinni.

Breyting 7
9. grein
Breyta "Fjölskyduhjálparinnar" í "Umhyggju, félags langveikra barna".

Breyting 8
Ný grein um lagabreytingar (breytt frá Kristjáni)
Tillögur um lagabreytingar skulu birtar á vef félagsins, í sama þræði og fundarboð á aðalfund, minnst 2 dögum fyrir aðalfund.
Til breytingar á lögum þarf 3/5 greiddra atkvæða á aðalfundi.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Aðalfundur Fágunar 2011 - 20. maí

Post by ulfar »

Breytingartillaga

8. Grein var

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til veitingakaupa á aðalfundi félagsins.

8. Grein verði
Á aðalfundi má gjaldkeri leggja fram tillögu þess efnis að tilgreindum hluta rekstarafgangs
verði úthlutað til rekstur félagsins á næsta ári, sé tillagan samþykkt telst sú upphæð
ekki lengur til rekstrarafgangs.

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til veitingakaupa á aðalfundi félagsins.
Post Reply