Fyrirlestrarsería FÁGunar

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Fyrirlestrarsería FÁGunar

Post by Stulli »

OK, það má alls ekki taka þessu of hátíðlega. En ég hef verið að velta þessari hugmynd fyrir mér í svolítinn tíma. Þegar að FÁGunar fundir fara að rúlla af stað, þá datt mér í hug að það væri gaman að hafa reglulega fyrirlestra. Pælingin er að hver sem er sem að hefur áhuga á að dýpka þekkingu á einhverju efni sem að tengist gerjun á einn eða annan hátt getur sett saman fyrirlestur (eins óformlegt eða formlegt og hver og einn vill) og flutt fyrir meðlimi FÁGunar. Fyrirlestrarnir þurfa ekki að vera vísindaleg, löng eða ítarleg. Sá sem að heldur fyrirlestur getur svo sett upplýsingar um sín efni inn á edda.fagun.is.

En einsog og segi, þá er þetta bara til þess að hafa gaman af og jafnvel læra eitthvað nýtt í leiðinni.

Hvað finnst ykkur?
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Post by Eyvindur »

Frábær hugmynd. Frædir bædi fyrirlesara og áheyrendur. Gæti jafnvel ordid almennara seinna meir.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Post by halldor »

Sammála... frábær hugmynd :)
Plimmó Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Post by Hjalti »

Æðisleg hugmynd!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Post by Andri »

Sæl verið þið, Andri heiti ég. Nú ætla ég að ræða við ykkur um bjór.
Bjór er góður, bjór er hollur & næringarríkur drykkur og væri líklegast heilsudrykkur ef ekki væri fyrir áfengið. Stundum er talað um að hann sé ekkert nema brauð í vökvaformi................................. :?
Þið eruð klikkaðir, fínasta hugmynd.. væri gaman :D
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Post by Hjalti »

Haha, held að enginn okkar væri hérna á þessu appelsínugula spjalli nema það væru allir hérna nett truflaðir einhverstaðar í vinstra heilahveli :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Fyrirlestrarsería FÁGunar

Post by Öli »

Mér finnst þetta frábær hugmynd Stullu. Verð að viðurkenna að mér hefur dottið þetta í hug líka, en hélt e.t.v. að ég væri bara klikkaður. Gaman að vita að þið eruð allir jafn klikkaðir og ég! :)
Post Reply