Page 1 of 1

Suðupottur af togara

PostPosted: 27. Jan 2017 22:38
by Diazepam
Sælir bruggarar

Ég var að velta fyrir mér tengli og kló fyrir nýja suðupottinn minn. Við felagarnir fengum upp í hendurnar suðupott sem smíðaður var fyrir togara og inniheldur falskan botn, tvö 6000 W hitaelement og um 100 L að suðurúmmáli. Bílskúrinn minn er með s.k. 3 fasa rafmagni en ekki er neinn tengill ennþá festur inn á töfluna.

Er einhver sem sér það í hendi sér hvað ég þarft að kaupa af kló, tengli og vírum áður en ég kalla til rafvirkja til að græja þetta fyrir mig?

Kveðja með come backi
Diazepam

Re: Suðupottur af togara

PostPosted: 27. Jan 2017 22:53
by Diazepam
Einu sinni var hægt að pósta ljósmyndum í spjallþræðinum. Nú get ég ekki fundið neitt útúr því og því fylgja engar myndir með því miður.

Re: Suðupottur af togara

PostPosted: 29. Jan 2017 17:33
by æpíei
Þú getur sett inn myndir. Farðu í Post reply, ekki Quick reply. Undir textasvæðinu er Upload attachment. Veldu mynd og smelltu á Add the file. Myndin birtist neðst í textanum nema þú veljir að setja hana inline.