Tunnur fyrir Sparge/Suðu

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
Chewie
Villigerill
Posts: 26
Joined: 26. Sep 2009 19:08

Tunnur fyrir Sparge/Suðu

Post by Chewie »

Daginn

Við félagarnir frá Noregi ætlum að byrja aftur að brugga en nú hugsum við stærra mæli en áður... Mig vantar 100L plast tunnu til að nota sem sparge ílát þessa tunnu ætlum við að setja 3 hita-element í eins og svo margir hafa gert á þessari síðu. Mér sýnist að menn séu að nota venjulegar plast tunnur eða bláar polyetylen tunnur frá sæplast.

Ég hringdi í Sæplast (eða þá sem hétu Sæplast) og þeir vilja meina að venjulegu plast tunnurnar þeirra þola illa hita yfir 60°C og þær bláu þola hita upp til 80°C.

Þá kemur að spurningu minni: Hvers konar týpu af plast tunnum eru menn að nota og hvernig er reynsla ykkar að nota hita-elementin ykkar í þeim. Verða þær linar með tímanum, er einhver ákveðinn lífstími sem þær hafa, hafið þið orðið var við efni/flyksur sem hafa fallið út plastinu ?

Eða er kannski bara best að nota 100L kælibox ef út í það er farið.... ?

Ég þakka kærlega fyrir alla hjálp og afsaka ef þessi umræða hefur þegar farið fram (ég bara fann hana ekki á þræðinum).

Kveðja
Árni
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Tunnur fyrir Sparge/Suðu

Post by sigurdur »

Ef þetta er PEHD / HDPE tunna (endurvinnsluflokkur 2), þá á hún að þola hitastig upp í 110°C án vandræða samfleytt.
Ef þetta er PET, þá er bræðslumarkið 250°C en þolmarkið á veikleika er ~80°C (VICAT B).

Þú ættir að finna ~100L HDPE tunnur í verkfæralagerinum í Smára ef hann er enn til staðar.

Svo er auðvitað Saltkaup líka .. þeir ættu að eiga 120L tunnu í HDPE.
Post Reply