Lekur picnic krani

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Lekur picnic krani

Post by Sigurjón »

Ég setti picnic kranann á kútinn í gær og hann lekur svolítið. Ég er með 12 psi á kútinum.
Það dropar bara, en þetta safnast saman og núna er smá pollur undir ísskápnum.
Er hægt að gera eitthvað til að laga þetta, eða verð ég bara að bíða fram í næstu viku til að kaupa nýjan?
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Lekur picnic krani

Post by æpíei »

Ef bjórinn þinn er orðinn kolsýrður getur þú lækkað þrýstinginn. Það þarf mjög lítinn þrýsting til að ýta bjórnum út. Ég hef sömu reynslu af þessum krönum og nota þá alltaf með mjög litlum þrýstingi. En það má vera að þú getur eitthvað hert hann, mögulega tekið í sundur og þrifið, það gæti bætt hann eitthvað.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Lekur picnic krani

Post by hrafnkell »

Ertu búinn að herða hann? Sumir fatta ekki að "hausinn" er skrúfanlegur og gæti bara þurft að herða smávegis.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Lekur picnic krani

Post by Sigurjón »

Já ég herti hann eins og ég gat.
Ég ætla að skoða hann betur á eftir og athuga hvort það þurfi bara að þrífa hann eitthvað. Hann er glænýr svo það er sennilega ekki málið, en það er aldrei að vita.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Lekur picnic krani

Post by helgibelgi »

skrítið, hef ekki tekið eftir því að minn picnic krani leki. Búinn að nota hann heillengi og ekkert vesen.
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Lekur picnic krani

Post by kari »

Regulatorinn í lagi?

Þessir picknick kranar þola ekki endalausan þrýsting.
Minn byrjar að leka c.a. 25+ PSI.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Lekur picnic krani

Post by Sigurjón »

Já, hann er í lagi. Keyptur nýr.
Var að skoða þetta aftur áðan og það er hætt að leka í bili.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Lekur picnic krani

Post by Eyvindur »

Picnic kranar eru náttúrulega hannaðir fyrir mjög lágan þrýsting. Ég myndi ekki hafa svoleiðis tengt nema rétt á meðan hann er í notkun, prívat og persónulega.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Lekur picnic krani

Post by rdavidsson »

Sigurjón wrote:Ég setti picnic kranann á kútinn í gær og hann lekur svolítið. Ég er með 12 psi á kútinum.
Það dropar bara, en þetta safnast saman og núna er smá pollur undir ísskápnum.
Er hægt að gera eitthvað til að laga þetta, eða verð ég bara að bíða fram í næstu viku til að kaupa nýjan?
Ég tek kranann alltaf úr "sambandi" eftir að ég fær mér í glasið, en það er aðallega útaf hörmungaratviki sem félagi minn lenti í. Hann var nýbúinn að setja IPA á kút, fékk sér fyrsta glasið. Svo þegar hann kom til baka 30 mín seinna til að fá sér næsta glas þá var svona hviss hljóð frami, kúturinn tómur, gólfið á floti og kolsýrukúturinn að tæmast jafnt og þétt... :) Annað hvort var kraninn laus, eða að hann klemmdist á milli hurðar og kúts..
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Lekur picnic krani

Post by karlp »

FWIW, I used picnic taps full time, on ~2m long beer lines for "ages" before I got real taps. I left them at "real" pressure, (13-15psi) the whole time. I occasionally had little dribbles, but nothing major, it was always just a matter of twisting it a little left or right and "flicking" it on and off a bit better. There's probably cheap picnic taps and _really_ cheap picnic taps too.

Best to just buy real taps and be done with it :)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Post Reply