BIAB græjur með hitastýringu

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

BIAB græjur með hitastýringu

Post by Plammi »

Halló

Ég er að pæla að græja mig betur upp, og langar því að koma mér upp BIAB potti með hitastýringu.

Þetta er innkaupalistinn, byggður á því sem brew.is er með, er ég að gleyma einhverju mikilvægu?
Suðutunna, plast 33l
Hitaelement, camco 3500w
PID Hitastýring
pt100 hitanemi (fylgir 1/2" fittings með?)
Relay, SSR

Kannski að Hrafnkell geti sent mér verð í þetta líka?

Kveðja
Pálmi
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB græjur með hitastýringu

Post by hrafnkell »

Þetta svínlúkkar hjá þér. Eina sem ég myndi breyta er að sjá hvort fjárhagurinn leyfi stál eða álpott... camco elementin eru það þung að þau eiga það til að vera svolítið leiðinleg í plasti. Stór skinna, t.d. úr áli gæti hugsanlega reddað því, en þú veist amk af því.

Sendu mér póst, við getum fundið eitthvað verð á þetta. Get líka reddað þér verði á stálpottum ef þú vilt skoða það.

33 lítrar eru á uþb 20þús, 50 lítrar 25þús og 72 lítrar 32þús.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: BIAB græjur með hitastýringu

Post by Plammi »

Fjárhagurinn leyfir ekki stálpott að svo stöddu, eru menn ekki að tala um 30-40þús kall bara potturinn þar?

Varðandi elementið, þá hugsa ég að það sé alveg eins hægt að setja 2xhraðsuðukatla-elementa kerfi á í staðin og stýra því, henta það ekki betur með plastinu?

Mátt alveg senda mér verð í PM
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: BIAB græjur með hitastýringu

Post by helgibelgi »

hrafnkell wrote:
33 lítrar eru á uþb 20þús, 50 lítrar 25þús og 72 lítrar 32þús.
Er þetta verið á stálpottum hjá þér?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB græjur með hitastýringu

Post by hrafnkell »

helgibelgi wrote:
hrafnkell wrote:
33 lítrar eru á uþb 20þús, 50 lítrar 25þús og 72 lítrar 32þús.
Er þetta verið á stálpottum hjá þér?
Jamm. Sirka.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: BIAB græjur með hitastýringu

Post by Plammi »

hrafnkell wrote: 33 lítrar eru á uþb 20þús, 50 lítrar 25þús og 72 lítrar 32þús.
Alls ekki slæmt, sendi þér póst bráðum.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: BIAB græjur með hitastýringu

Post by atlios »

Er að spá í svona pott hjá þér hrafnkell. Er hægt að sjá mynd af þeim, eða link? Er krani eða eitthvað slíkt?
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB græjur með hitastýringu

Post by hrafnkell »

atlios wrote:Er að spá í svona pott hjá þér hrafnkell. Er hægt að sjá mynd af þeim, eða link? Er krani eða eitthvað slíkt?
Bara stálpottur með haldföngum og loki. Ekkert mál að redda krana fyrir þig ef þú vilt. Kostar uþb 3-4þús að bæta honum við.
Post Reply