Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Postby Maggi » 7. Oct 2013 09:24

Hafðu samt í huga að hraðsuðuelement eru líka ryðfrí .. þó sum séu verri en önnur.
Ryðfrítt þýðir ekki endilega ryðfrítt stál .. getur líka þýtt króm eða zink húð .. :/

Já ég veit.

Það sem ég vildi meina er að húsið á Camco elementunum er ekki úr ryðfríu efni. Nú veit ég ekki hvaða stál/húð er notað í húsið en það tærist auðveldlega við réttar aðstæður. Sjálfar stangirnar eru úr Inconel (nickel/króm) sem er mjög ryðvarið efni. Sorry Feðgar fyrir að ræna þræðinum.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Postby Feðgar » 7. Oct 2013 23:42

Ekkert að afsaka.
Ekkert gaman að vera að pósta einhverju sem ekki skapar umræðu. Auk þess þá eru menn að velta fyrir sér kostum og göllum, sem er auðvitað nauðsynlegt ;)
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
 
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Postby reynirdavids » 22. Oct 2013 15:49

Smá pæling með blöðkurnar á hrærunni, er mikil pæling á bakvið hvernig þær eru mótaðar uppá að velta korninu sem mest?
Geturu sett inn mynd af þeim þar sem sést hvernig þær eru beygðar?
Næst: Jólaöl, ipa, Robust Porter
í gerjun: IPA, Dubbel
á kútum: Blóðbergur, sænskur IPA, amber

Græjur: 50L Braumeister
reynirdavids
Villigerill
 
Posts: 37
Joined: 22. Jan 2012 22:50

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Postby Feðgar » 25. Oct 2013 17:12

Nei það er svo sem ekkert djúp pæling á bak við það hvernig þær eru mótaðar. Fyrsta útgáfan virkaði ekki og því var ákveðið að gera þær svona.
Lögunin réðst mest af því hvernig þær festust á öxullinn og hugmynd um það hvernig þær kæmu til með að virka. Sú hugmynd reyndist svo rétt, þær gera akkurat það sem þær áttu að gera.

Ég man ekki til þess að það sé til mynd af þeim einum og sér. Ef ég man þá skal ég taka mynd af þeim næst þegar við erum í skúrnum.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
 
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Postby Funkalizer » 14. Jan 2014 11:43

Gátuð þið keypt March dæluna hérna heima eða þurftuð þið að panta hana að utan?
Er dæluhúsið á henni úr stáli eða úr plasti?
Funkalizer
Kraftagerill
 
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Postby hrafnkell » 14. Jan 2014 14:37

Funkalizer wrote:Gátuð þið keypt March dæluna hérna heima eða þurftuð þið að panta hana að utan?
Er dæluhúsið á henni úr stáli eða úr plasti?


Hún er ekki CE merkt og því ekki hægt að selja hérna.. Believe me, I've tried :) Ég veit um marga sem hafa pantað hana að utan, en ég veit líka um nokkra sem fengu hana ekki afhenta í tollinum því hún er ekki CE merkt.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Postby Funkalizer » 14. Jan 2014 15:15

Hreinræktað innvortis smygl þá ef maður sækir hana út eða hleypa þeir manni með hana inn í handfarangri?
Funkalizer
Kraftagerill
 
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Postby hrafnkell » 14. Jan 2014 18:08

Funkalizer wrote:Hreinræktað innvortis smygl þá ef maður sækir hana út eða hleypa þeir manni með hana inn í handfarangri?


Þeir taka hana sennilega af þér ef þeir skoða hana og sjá að hún er ekki CE merkt. Það þyrfti þó einhverja óheppni til þess..
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Útgáfa 2 hjá okkur Feðgum

Postby Kornráð » 27. Sep 2016 20:40

Kvöldið!

Hvernig hefur rúðuþurku mótorinn staðið sig í hræringuni ?

Kv.
Groddi
Kornráð
Villigerill
 
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Previous

Return to Heimasmíði og Græjur

Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 2 guests

cron