Humlakönguló

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Humlakönguló

Post by viddi »

Sá sniðuga hugmynd að humlapoka í Brew Your Own (des 2011) sem ég smellti saman í dag. Kostnaður var ekki sérlega hár:
Snitteinn : 959 kr.
Rær: 84 kr.
Skinnur: 48 kr.
Minnkun: 325 kr.
Hosuklemma: 429 kr.
Samtals: 1845
Átti svo afgangs organza úr Rúmfatalagernum sem tengdó saumaði í poka fyrir mig. Á reyndar enn eftir að prófa gripinn en held að þetta verði fínt.
Attachments
Efnið sem þurfti til.
Efnið sem þurfti til.
Köngulóin komin á sinn stað.
Köngulóin komin á sinn stað.
Gat ekki haft opið yfir miðjum potti vegna elementsins.
Gat ekki haft opið yfir miðjum potti vegna elementsins.
Tengdó blótandi efninu.
Tengdó blótandi efninu.
Endanleg útgáfa
Endanleg útgáfa
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Humlakönguló

Post by helgibelgi »

Hefurðu þetta svo yfir suðunni með humlum í og fjarlægir svo? Sniðugt!
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Humlakönguló

Post by atax1c »

Bara töff, oft pælt í svona hop spider :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Humlakönguló

Post by sigurdur »

Ég nota töluvert stærri poka .. og ekki veitir af.
Ég mæli með stærri poka.

Svona hop spiders eru hrein snilld, til hamingju með þetta :)
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Humlakönguló

Post by viddi »

Fékk tengdó til að gera fleiri poka og stærri.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Humlakönguló

Post by rdavidsson »

Ég fór í rúmfó áðan og ætlaði að kaupa hvítt Organza efni til að sauma mér BIAB poka, en það var bara til grænt. Haldiði að liturinn geti lekið úr því og í virtinn..? Hvar annarsstaðar getur maður nálgast efnið?
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Humlakönguló

Post by hrafnkell »

rdavidsson wrote:Ég fór í rúmfó áðan og ætlaði að kaupa hvítt Organza efni til að sauma mér BIAB poka, en það var bara til grænt. Haldiði að liturinn geti lekið úr því og í virtinn..? Hvar annarsstaðar getur maður nálgast efnið?
Færð svipað efni í z brautum, en það kostar uþb 6-10x meira en það kostaði í rúmfatalagernum.
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Humlakönguló

Post by Hekk »

Ég keypti mér gardínur í rúmfó og klippti niður og saumaði.
Post Reply