Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Post by Diazepam »

Sælir,

Mig langar að vita hvort einhver niðurstaða hafi fengist í þessa umræðu.

http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1391" onclick="window.open(this.href);return false;

Hvort menn hafi farið að ráðum Sigurðar og lóðað þykkari snertur og hvort að það hafi lagaða þetta til frambúðar. Eða hvort að menn hafi skipt úr 60L tunnum í einhverjar minni eða öðruvísi.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Post by atax1c »

Ég klippti aðeins af fjöðrinni á svarta plastdraslinu. Klippti semsagt smá bil af henni þar sem hún myndi ýta á litla hvíta pinnann sem rífur strauminn. Held að Kalli hafi sýnt mér þetta á sínum tíma.

Gerði þetta við allt draslið og það hefur virkað síðan.
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Re: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Post by Diazepam »

Ertu búinn að gera margar suður síðan?

Ertu að sjóða inní bílskúr eða úti á svölum?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Post by helgibelgi »

Eru hitaelementin þín ekki að virka? Slökkva þau kannski á sér í suðu? Og koma svo aftur á handahófskennt?

Ef þú skoðar svarta gaurinn sem þú tengir við rafmagn í einn enda og element í hinn, þá sérðu svona lítinn málmhring þá meginn sem elementið liggur. Bakvið þennan málm ætti að felast pínulítill plastpinni í holu. Fjarlægðu annað hvort málmhringinn eða plastpinnann (eða bæði) og þú ættir að vera orðinn góður. Þetta er sem sagt gaurinn sem slekkur á elementinu þegar vatnið er búið að ná suðu (eða gerði það í sínu fyrra lífi).

Var þetta það sem þú varst að leita að?
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Re: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Post by Diazepam »

Þetta er akkurat það sem er að gerast, nema síðast þá náði ég aldrei suðu. Hitinn fór bara í svona 85°C og þá fóru elementin að detta út og inn tilviljanakennt. En þetta var ekki fyrr en ég var búinn að nota þetta í 3-4 vel heppnaðar suður.

Þegar ég setti tunnan sama þá tók ég ekkert nema elementin með, sleppti öllu draslinu fyrir aftan nema raflögnunum.

Ég lét rafeindavirkja líta á þetta og mæla. Hann sagði að eitt elementið væri hreinlega ónýtt, bara hreinlega brennt til dauða. En hin tvö voru í lagi. Þetta virðist vera í lagi þegar þetta er prófað með litlu vatni.

Það sem ég óttast er að þetta gerist aftur á versta tíma þegar tunnan er full af virti og ég bara í góðum gír.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Post by helgibelgi »

Já, ok, þannig að þú ert ekki með þessa thermostat-gaura (vondu kallarnir).

Þá veit ég ekkert hvað er að...

Hvernig ferðu samt að því að festa elementin þá? Áttu einhverjar myndir?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Post by hrafnkell »

Ertu með elementin í saltkaupstunnu? Ef svo er þá gæti dugað að herða aðeins á þeim. Það er svo þykkt plastið í þeim að þegar það þenst út með hækkandi hita þá getur sambandið orðið tæpt. Mér tókst að laga það með að herða smá, en það gæti þurft að bæta efni á snerturnar (tin til dæmis). Einnig er spurning með fjöðrina sem þú linkar á eða pinnann í þeim. Fer allt eftir því hvernig vesenið er, hvort rofinn sé að fara til baka eða hvort þetta gerist þótt að rofinn sé á "on".
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Re: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Post by Diazepam »

Ég er einmitt með Saltkaupstunnu. Ég hef ekki prófað að herða þetta betur saman. Ég verð held ég bara að láta slag standa og taka svo helling af myndum ef þetta klikkar aftur.
Post Reply