Bjórdæla

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Bjórdæla

Post by bergrisi »

Er að fara að smíða Kegarator þar sem dælan verður ofaná borði og kælingin verður fyrstikista með hitastýringu. Stefni á að klára þetta í vor. Ef Fágun kemur einhvern tíman í heimsókn aftur þá verður þetta tilbúið.

En þær myndir sem menn hafa sett hérna inn eru allar af Kegarator með dælu á hliðinni en ég væri til í að sjá myndir af dælum sem eru ofan á borði. Er einhver með svoleiðis? Ef svo er endilega deilið myndum.

Eitt sem ég er að spá í er með lengd slöngu frá kút. Sé að menn eru með langar slöngur en er einhver formúla hvað hún á að vera löng?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bjórdæla

Post by Oli »

Ég nota yfirleitt ca 3 metra af 4,7 mm vinyl slöngu við ca 12 psi, virkar vel hjá mér.

Þetta fékk ég frá Stulla þegar ég var að byrja að setja á kúta, ættir að geta notað þetta til að reikna út lengd.

"Viðnám slöngu er breytilegt eftir úr hvaða efni slangan er. Viðnámið fyrir vinyl slöngur er 3/16 tommu(4,7 mm) er 3 psi/fet en viðnámið fyrir 1/4 tommu (6,5mm) er 0,85 psi/fet.

6,5 mm slanga:

0,85psi/ft = 2,8 psi/m

x(lengd)*2,8 psi/m = 15 psi


x = 5,36 m fyrir 6,5 mm vinyl slöngu"
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórdæla

Post by hrafnkell »

Fullt af towers til á kegconnection:
http://stores.kegconnection.com/Categor ... s%3ATowers" onclick="window.open(this.href);return false;


Ég er hugsanlega að fara að taka eitthvað smáræði frá þeim fljótlega, þetta gæti komið með ef þú vilt.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórdæla

Post by bergrisi »

Frábært. Mig vantar tengið sem fer á tappana á kútnum. Einn fyrir CO2 og einn fyrir bjórinn. Er með borðdælu sem ég held að ég geti notað.

Ætla að reyna að finna út hvað mig vantar og sendi á þig póst. Klára þetta í dag eða á morgun.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bjórdæla

Post by gunnarolis »

Ég póstaði mynd af skápnum mínum hérna um daginn í kegerator brag þræðinum.

Ég er með turn ofaná ísskáp.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórdæla

Post by bergrisi »

Ég sá hann einmitt. Flottur skápur. Er að spá í hvort ég eigi að fá mér svona turn eins og þú ert með eða nota Ceramic turn sem félagi minn á og ég get fengið. Gallinn er að hann er bara með einum krana en hann er voðalega voldugur og flottur. En verð ég fljótt brjálaður á því að vera bara með einn krana.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórdæla

Post by bergrisi »

Sé reyndar að mig vantar bara svona tengi og slöngur. Er einhver með þetta á lager hér á landi?

Maður er bara svo spenntur að prófa græjurnar og ef ég kemst hjá því að bíða eftir þessu að utan þá væri það "nice"
Attachments
pinlock_MFL_DisconnectPair.jpg
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórdæla

Post by bergrisi »

Byrjaði á kegaratornum mínum. Smíðaði grind fyrir skáp og setti hjól undir frystirinn. Hugmyndin er að vera með skáphurðar fyrir skápnum í miðjunni og frystirnum. Svo þegar ég þarf að komast í fyrstinn þá rúlla ég honum út. Borðplatann er næsta verkefni og skápahurðar.
Dælan verður svo þarna í miðjunni.
Attachments
bar.jpg
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórdæla - Drip-tray

Post by bergrisi »

Nú er ég búinn að setja upp dæluna mína og vantar "drip-tray".

Mig vantar hugmyndir hvar ég get fengið rist. Ég ætla að fella þetta inní borðið og setja svo bakka undir með niðurfalli sem ég leiði svo í tóma mjólkurfernu inní skápnum. Ég er með mann í að smíða bakkann en vantar einhverja góða rist. Ég hef verið að svipast eftir þessu en ekki dottið niður á lausn. Svo mér datt í hug hvort þið snillingarnir væruð með ódýra lausn.

Er með svona dælu og ristin þarf að vera ca 15*15. Endilega skjótið inn hugmyndum um hvar ég gæti dottið inná þetta.
Attachments
Ceramic_beer_tower_draft_beer_tower_beer.jpg
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Mjöður
Villigerill
Posts: 5
Joined: 23. Mar 2010 23:29

Re: Bjórdæla

Post by Mjöður »

spurning með rist úr niðurfalli...þær eru nokkuð nettar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórdæla

Post by bergrisi »

Var reyndar að detta í hug að búa þetta bara til úr Plexigleri. Þetta kemur til með að falla inní glerborð og gæti verið soldið snyrtilegt að nota bara plexigler.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórdæla

Post by bergrisi »

Þá er þetta tilbúið og vantar bara að brugga bjór í kútana. En svona til skemmtunar þá lítur þetta svona út í dag. Búinn að lakka 100 bjórmottur fastar á borðplötuna.
kegarator1.jpg
Svo er frystirinn hérna.
kegarator2.jpg
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórdæla

Post by viddi »

Hrikalega flott hjá þér! Öfund!
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórdæla

Post by Benni »

Djöfull er þetta orðið flott hjá þér
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Bjórdæla

Post by gugguson »

Þetta er alvöru ... fíla menn sem fara alla leið. :fagun:
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Bjórdæla

Post by kristfin »

bergrisi wrote:Þá er þetta tilbúið og vantar bara að brugga bjór í kútana. En svona til skemmtunar þá lítur þetta svona út í dag. Búinn að lakka 100 bjórmottur fastar á borðplötuna.
kegarator1.jpg
Svo er frystirinn hérna.
kegarator2.jpg
mikið djöflulli er þetta flott. gaman þegar menn gera meira en bara tala um hlutina :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórdæla

Post by bergrisi »

Takk fyrir ykkar komment.

Nú verð ég að fá mér lás á dæluna því þriggja ára sonurinn var búinn að láta örugglega 10 lítra renna á gólfið þegar ég kom heim af vellinum í kvöld. Sem betur fer var það bara vatn sem ég var með í kútnum til að prófa græjurnar.

Svo ef Hrafnkell pantar af kegconnection þá verður það einn lás fyrir mig.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply