Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 12. Apr 2012 21:53

Búinn að bora öll götin í falska botninn

Image

Einnig er ég búinn að koma falska botninum fyrir í meskitunnuna. Ég notaði "harmonikku" rörin ti að tengja falska botninn við úttakið.

Image
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby sigurdur » 13. Apr 2012 21:07

Tókstu þetta í einni törn?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby helgibelgi » 13. Apr 2012 22:24

djöfull lúkkar þetta pró! götin í beinni línu, eins og einhver geimveruróbotti hafi borað þetta :drunk:
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby atax1c » 13. Apr 2012 23:10

Já, fékkstu innblástur úr "Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur" ? :massi:
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
 
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 13. Apr 2012 23:35

Tókstu þetta í einni törn?

Jebb, tók mig um 45 min að bora öll götin eftir að ég hafði teiknað, prentað og límt borstýringu á rörin.

djöfull lúkkar þetta pró! götin í beinni línu, eins og einhver geimveruróbotti hafi borað þetta :drunk:

:)

Já, fékkstu innblástur úr "Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur" ? :massi:

Jebb rétt er það.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 15. Apr 2012 22:17

Ég er búinn að "hanna" tengi fyrir hitanema sem ég mun nota í suðu-, meski-, og vatnspottinum.

Image

Image

Þetta eru swagelok fittings, 6 mm x 3/8" með beinni gengju. Hér eru myndir frá Swagelok sem sýna innviðið

Image

Image

Ég nota ekki fremri ferrul-inn og sný þeim aftari við. Hann situr því þétt að o-hringnum. O-hringurinn er í undirstærð eða 3.68x1.78 mm. O-hringum er smeygt upp á hitanemann (Rs components 6x150 mm, K-type). Þegar hert er á rónni sest o-hringurinn í kóníska sætið og aftari ferrul-inn sest þétt að píputenginu.

Gatið í gegnum píputengið var 4.8 mm en ég boraði það bara upp í 6.5 mm svo að 6 mm hitaneminn kæmist í gegn.

Fyrsta lekaprófun var jákvæð, þeas. ekki dropi í gegn.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby bergrisi » 15. Apr 2012 22:48

Þetta er ekkert smá flott.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 16. Apr 2012 19:38

Suðupotturinn er nánast tilbúinn. Á bara eftir að þrífa olíuna af honum og smíða humlasíu. Ég er að bíða eftir ryðfríu sigti frá Bretlandi sem ég ætla að sníða til.

Múffunni sem heldur píputenginu verður skipt út fyrir ró.

Potturinn er 50 L og 40x40 cm að stærð.

Image
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby sigurdur » 16. Apr 2012 20:19

Þvílík meistarasmíð sem þetta er orðið að!

Til hamingju.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 17. Apr 2012 21:05

Takk fyrir Sigurður

Hér er enn önnur mynd. Þetta er af uppsogsröri í vatnspottinum. 10x1mm háglans ryðfrítt 304.

Image
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 21. Apr 2012 22:36

Jæja!

Image

Image

Image

Betri myndir og útskýringar síðar.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby bjarkith » 22. Apr 2012 10:01

Like, þetta er klikkað!
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
bjarkith
Gáfnagerill
 
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby bergrisi » 22. Apr 2012 10:32

"Slef" Þetta er rosalega flott. Þetta er upphafið af næsta micro-brewery.

Manni langar núna að henda pottinum sem maður notar.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 22. Apr 2012 19:10

Like, þetta er klikkað!

Takk!

"Slef" Þetta er rosalega flott. Þetta er upphafið af næsta micro-brewery.

Takk! Já, spurning hvort maður eigi ekki bara að fara í bransann :)

Manni langar núna að henda pottinum sem maður notar.

:)
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 22. Apr 2012 19:38

Ég semsagt boraði síðustu götin í gærkveldi og setti alla loka og tengi í pottana. Einnig prófaði ég að dæla í gegnum HERMS spíralinn.

Ég lenti í nokkrum vandræðum
1) Eitt téið var sprungið. Held að það hafi verið gallað og sprungið þegar ég hef hert á því. Þarf að skipta því út.

2) Það lak að innanverðu meðfram skinnunni sem er milli píputengisins og HERMS spíralsins. Ég held að það hafi nú bara verið vegna þess að ég herti ekki nógu vel. Sá þetta ekki fyrr en seint í gærkveldi.

3) Ég átti í smá vandræðum með "priming" á dælunum. Held að sprungna téið gæti útskýrt vandamálið að einhverju leyti. Loft dregst inn um sprunguna. Ég er þó að nota 10 mm silicone slöngur. Sumir (bandaríkjumenn) vilja meina að ekki sé hægt að fara neðar en 1/2". Þar sem dælurnar (Solar project 11 L/min) eru það léttar þá ætti að vera hægt að festa þær beint við lokana. Prófa það næst.

4) Flæðið datt niður í 2 L/min þegat dælt var úr meskipottinum og í gegnum HERMS spíralinn. Það kom mér svo sem ekkert á óvart en ég var að vona að flæðið yrði ekki minna en ca. 4 L/min.

Það er samt alveg ótrúlegt hvað þessar dælur eru öflugar miðað við stærð. Dælan þarf að dæla í gegnum ca. 2 metra af 10 mm silicone slöngu og svo í gegnum 10 metra af 12 mm lengju af ryðfríu harmonikku röri (sjá eldri pósta).

Ef ég festi dæluna beint við lokann þá stytti ég silikone lengdina niður í ca. hálfan metra. Hugsanlega eykst flæðið eitthvað við það. Kemur í ljós síðar. Taka skal fram að ég notaði eingöngu vatn sem sýnir kannski ekki alveg raunverulegt flæði.

Stóra spurningin er bara hvað maður þarf mikið flæði við meskingu. Ég hef lesið að mesta flæði fari aldrei yfir ca. gallon/min eða 3.8 L/min þegar notast er við falskan botn því að þá stíflist hann bara.

Hvað segja bruggmeistarar. Hvað flæði eruð þið að nota? Þeas. þið sem notið falskan botn.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby kalli » 22. Apr 2012 20:23

Maggi wrote:Hvað segja bruggmeistarar. Hvað flæði eruð þið að nota? Þeas. þið sem notið falskan botn.


Ég er með March 815 dælu við 57 L pott. Dælan afkastar 7 gallonum eða 3 L á mínútu. Reyndar þarf ég að takmarka flæðið aðeins á útganginum en ekki svo mikið. Ég hef lent í stuck sparge og þá þurft að takmarka flæðið meira eða hræra í korninu.

Ég nota bara einn pott og er með kornið í ryðfrírri körfu sem passar þétt ofan í pottinn og er á fótum yfir hitaldinu. Virturinn er dreginn úr pottinum úr gati sem er á miðjum botninum. Potturinn sjálfur er á fótum og dælan undir botninum svo dælan er alltaf vel "primuð".
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
 
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby hrafnkell » 22. Apr 2012 20:31

Það er svakalega mikið viðnám í harmonikkurörunum, mikið meira en venjulegum rörum. Alveg fyrirsjáanlegt að það hafi mikil áhrif á flæðið. Gætir þurft að splæsa í dælu sem getur dælt hátt (mikið "head pressure") ef þú lendir í vandræðum með þetta.

Ég er með solarproject dælu í botni á falska botninn minn, en ég er með mikið af vatni (no sparge) og kornið situr í biab poka ofan á falska botninum.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby gugguson » 22. Apr 2012 22:10

Þetta er virkilega flott.

Hvar fær maður svona uppsogsrör til að setja inn í pottinn?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
gugguson
Gáfnagerill
 
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 22. Apr 2012 22:19

Ég er með March 815 dælu við 57 L pott. Dælan afkastar 7 gallonum eða 3 L á mínútu

Ég geri ráð fyrir að þetta eigi að vera ~30 L/min?

Það er svakalega mikið viðnám í harmonikkurörunum, mikið meira en venjulegum rörum. Alveg fyrirsjáanlegt að það hafi mikil áhrif á flæðið.

Jebb rétt er það. Ég hef reynt að finna einvherjar jöfnur til að reikna þetta út, þeas. harmonikkurör vs. slétt rör. Hef ekki ennþá fundið neitt nothæft. Svo er nú svo oft með þessa flæðireikninga að þeir segja bara hálfa söguna. Maður verður eiginlega bara að prófa sig áfram.

Stóra spurningin er bara hversu mikið flæði maður þarf? Er það 0.5, 1, 2 eða 4 L/min? Ætli það eigi ekki bara eftir að koma í ljós.

Gætir þurft að splæsa í dælu sem getur dælt hátt (mikið "head pressure") ef þú lendir í vandræðum með þetta.

Það sem ég gæti prófað er að hlið- eða seríutengja tvær solarproject dælur. Fræðilega séð ætti "headið" að tvöfaldast við seríutengingu og flæðið að tvöfaldast við hliðtengingu. Þess má þó geta að þetta er eingöngu fræðilega hægt og á alls ekki við í "practice".

Takk fyrir svörin, strákar.
Last edited by Maggi on 22. Apr 2012 22:30, edited 1 time in total.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 22. Apr 2012 22:28

gugguson wrote:Þetta er virkilega flott.
Hvar fær maður svona uppsogsrör til að setja inn í pottinn?

Takk. Ég handbeygði bara 10x1mm ryðfrítt rör sem ég fékk hjá strákunum í Málmtækni. Þess má þó geta að ég notaði góða handbeygjuvél frá Ridgid og þá var þetta "piece of cake".
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 22. Apr 2012 23:09

Ég var aðeins að lesa mér til um sparging. Svo virðist sem að bruggarar séu að stilla flæðið á ca. 0.5 til 1 L/min. Ég hef því engar áhyggjur af því þar sem að ég ætti að ná í hið minnsta 2 L/min.

Hitt er þó annað mál við meskingu. Eru til einhver gröf sem sýna hvernig flæðið hefur áhrif?
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 2. Aug 2012 21:29

Hef þurft að taka langt hlé á smíðinni vegna anna. Hef þó brallað ýmislegt undanfarna daga.

Ég átti alltaf eftir að búa til humlafilter í suðupottinn. Ég pantaði ryðfría sigtaplötu frá Bretlandi, sjá hér
http://www.themeshcompany.com/acatalog/Stainless_Steel_Woven_Wire_A3_Sheets.html

Fyrir valinu varð
#28 Stainless Steel Woven Wire - A3 Sheet

Við klipptum A3 plötuna í tvennt og skárum út hringlaga form. Því næst beygðum við plöturnar saman upp á endann. Beygðum tvöfalt upp á endann, þeas. fyrst um 5 mm og næst um 10 mm. Hér má sjá þegar við erum búnir að beygja mestan part
Image

Rörið sem sést inni "sigtapokanum" er 10x1 mm 304. Það var handbeygt með beygjuvél í 90 gráður. Raufinn var söguð í með handjárnsög og svo stækkuð og slípuð til með þjöl
Image

Upphaflega átti sigtapokinn að vera hringlaga en eitthvað klúðraðist það meðan við beygðum endana. Það ætti þó ekki að skipta neinu máli, bara sjónrænt.

Það flóknasta við smíðina var að ná beygjunni þar sem rörið smýgur inn. Að lokum tókst það nú með lagni. Við settum svo silikonslöngubút upp á rörið og ryðfría hosuklemmu og hertum vel
Image

Image

Hér er svo filterinn í suðupottinum ásamt 5.5 kW hitaldi, uppsogsröri, hitanema og inntaki.
Image
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby sigurdur » 2. Aug 2012 22:59

Algjör snilld..!
Til hamingju með þetta.

Ertu búinn að prófa þetta? (fékkstu stíflu)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 2. Aug 2012 23:03

Ég prófaði að nota 2 kW hitald til að halda 40 lítrum af vatni í 70 gráðum. Það gekk betur en ég hélt. Það tók um 80 mínútur að hita vatnið frá 20 gráðum í 70 gráður. PID reglirinn átti ekki í neinum erfiðleikum með að regla hitann í 70 gráðum.

Varmatapið var einnig minna en ég hélt. Potturinn er 70 lítrar og ekki einangraður. Hann er með loki. Hitinn lækkaði um 0.5 gráður á þremur mínútum.

Séð ofan í pottinn (Hot Liquior Tun). Fimm metrar af harmonikkuröri. 2 kW hitald. Uppsogsrör og inntak að ofan.
Image

Svo er nú alltaf þetta blessaða kalk í Danmörku að flækjast fyrir. Þetta er bara eftir eina tilraun og hér er ég meirisegja búinn að ná eitthvað af kalkinu af.
Image
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 2. Aug 2012 23:07

Algjör snilld..!
Til hamingju með þetta.


Takk!

Ertu búinn að prófa þetta? (fékkstu stíflu)

Ekki enn. Þetta verður prófað í þessum mánuði. Ég get ekkert unnið í þessu næstu tvær vikur en markmiðið er að ljúka öllum prófunum í lok þessa mánaðar. Ýmislegt sem á eftir að prófa áður en fyrsti bjórinn verður bruggaður :)
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

PreviousNext

Return to Heimasmíði og Græjur

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests

cron