Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Var í Ikea með konunni um síðustu helgi og rakst á þetta sett.

Image

Verðið var ekki nemu 45 danskar krónur eða eitthvað um 700-800 íslenskar. Er úr ryðfríu stáli. Fínt að nota þetta til að hæra í meskitunnunni og til að taka "foop-ið" í burtu við suðu. Heildar lengd á áhöldunum er um 35 cm. Í styttri kantinum en ætti að vera nóg fyrir mig þar sem ég er að plana 20 L lagnir.

Hér eru svo nokkrir metrar af silicone slöngu sem er 10 mm ID og 14 OD

Image
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Andri wrote:Stundum slefa ég þegar ég skoða ryðfríar fittings, eitthvað aðlaðandi við það
:D Kannast við tillfinninguna
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Squinchy »

Maggi wrote:Takk Jökull.
Afhverju notaðir þú ekki stóra spennubreytinn til að keyra dæluna frekar ;)
Ég er ekki alveg viss um að ég skilji spurninguna?
Kaldhæðni fyrir lengra komna :D

Þú hefur ekki skellt þér á cam lock tengi sé ég
kv. Jökull
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Kaldhæðni fyrir lengra komna :D
Þú segir nokkuð
Þú hefur ekki skellt þér á cam lock tengi sé ég
Ég skoðaði hraðtengi. Þau eru fokdýr í ryðfríu. Ég þarf 14 kalla og 10 kellingar og kostnaðurinn í því myndi hlaupa á tugum þúsunda. Ég ákvað því að nota bara slöngufittings. Hugmyndin er að nota dragbönd sem yrðu þá bara einnota. Þau kosta sama sem ekki neitt og auðveld í notkun. Hosuklemmur hafa alltaf farið í taugarnar á mér :)

Ég hef nú bara ekki hugmynd hvað cam lock kostar en giska á nokkra þúsundkalla parið. Einhver hér með verðið á þeim?
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Squinchy »

Svona í kringum 7K parið minnir mig :P
kv. Jökull
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Svona í kringum 7K parið minnir mig :P
Einmitt, mig vantar um 10-12 pör sem yrði þá allt allt of hátt verð.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by kristfin »

ég panntaði mér svona þegar ég var að útbúa tækin mín

Image
Image
http://www.bargainfittings.com/index.ph ... uct_id=133" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.bargainfittings.com/index.ph ... uct_id=134" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

en rosalega þarftu mikið af þessum tengjum.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Þetta er ansi gott verð. Verst að þetta er í US.

Ég "þarf" svona mörg pör þar sem ég er að búa til þriggja tunnu HERMS system. Þá þarf ég að nota fimm slöngur sem samsvarar 10 pörum. Hér eru fínar myndir sem útskýra þetta betur.

Image

Image
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Eyvindur »

Þú gætir sleppt öllum slönguskiptingum með því að nota einhverja útgáfu af þessu hér: http://www.embeddedcontrolconcepts.com/ ... 77e8d6d8d4" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég er miklu hrifnari af þeirri hugmynd að setja loka á rétta staði en að þurfa stöðugt að vera að færa slöngur á milli, allavega ef það er hægt að setja þetta upp þannig.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Þú gætir sleppt öllum slönguskiptingum með því að nota einhverja útgáfu af þessu hér: http://www.embeddedcontrolconcepts.com/" onclick="window.open(this.href);return false; ... 77e8d6d8d4
Þetta er svaka kerfi hjá kallinum.
Ég er miklu hrifnari af þeirri hugmynd að setja loka á rétta staði en að þurfa stöðugt að vera að færa slöngur á milli, allavega ef það er hægt að setja þetta upp þannig.
Auðvitað væri best að þurfa ekkert að færa slöngurnar á milli. En skiptir það í raun svo miklu máli? Hvert ferli (suður og mesking) tekur allt frá hálftíma til einn og hálfan ef ekki lengur. Aðeins tekur um 1-2 minútur að skipta um slöngurnar milli ferla. Auðvitað gæti maður sullað eitthvað en ef rétt er farið að ætti maður að geta komið í veg fyrir það.

Einnig þarf ég að geta tekið kerfið í sundur eftir hverja bruggun og gengið frá því í geymslu. Hef ekki aðgang að bílskúr hér í köben.

Kai hjá The Electric Brewery orðar þetta vel undir FAQ - Why didn't you add more automation using BCS-460 or similar?
http://www.theelectricbrewery.com/FAQ" onclick="window.open(this.href);return false; Neðarlega á síðunni
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Eyvindur »

Ég er aðallega svo viðkvæmur fyrir sulli. Þegar ég var að pæla í að gera kerfi á einni hæð var ég að pæla í að setja saman unit sem væri eins og þetta, sem væri hægt að taka niður og setja upp í hvert sinn. Ekkert sem segir að þetta þurfi að taka svona mikið pláss. Og ekkert sem segir að maður þurfi rafloka. Ég er aðallega að hugsa um konseptið - að geta sleppt öllu sulli.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Ég er alveg sammála þér varðandi sullið. Ekkert hrifinn af því heldur. Þegar ég byrjaði að hugsa um uppsetninguna þá pældi ég í að beygja ryðfrí rör og tengja allt saman með lokum og pípufittings. Ákvað að lokum að prófa slönguhugmyndina. Kannski verð ég ekkert sáttur við þetta vegna sulls en kannski á ég eftir að koma í veg fyrir sull með réttu vinnuferli. Ég mun láta ykkur vita hvernig fer.

Er einnig sammála þér að konceptið er engu að síður gott hjá honum. Væri alveg til í að eiga þessar græjur :)

Finnst einnig frábært þegar þið komið með athugasemdir um aðrar hugmyndir, keep it coming. Alltaf jákvætt að heyra um kosti og galla sem aðrir hafa lent í.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Evindur Karlsson,
var að leita að póstum frá þér um kerfið þitt. Fann ekkert. Endilega bentu mér á réttu póstana ef þú ert með eitthvað.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Eyvindur »

Þeir eru engir. Enda er ég ekki með neitt "kerfi" ennþá. Er að vinna í því, en það verður mjög ódýrt og einfalt.

Byggir á þessari hugmynd: http://byo.com/stories/projects-and-equ ... ing-system" onclick="window.open(this.href);return false;

Nema 50 lítra. Og ekki með CFC.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by gunnarolis »

Er ekki auðveldara að þrífa slöngukerfi með QD's heldur en hard plumbað kerfi ?
Actuator kostar líka svo fokk mikið...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

eyvindurkarlsson wrote:Þeir eru engir. Enda er ég ekki með neitt "kerfi" ennþá. Er að vinna í því, en það verður mjög ódýrt og einfalt.

Byggir á þessari hugmynd: http://byo.com/stories/projects-and-equ ... ing-system" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Nema 50 lítra. Og ekki með CFC.
Fínasta kerfi. Gaman verður að sjá útkomuna hjá þér.
Er ekki auðveldara að þrífa slöngukerfi með QD's heldur en hard plumbað kerfi ?
Jú það myndi ég halda. Þetta var eitt af því sem ég tók tillit til þegar ég ákvað að nota slöngur.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Pantaði PWM stýringu fyrir dælurnar um daginn. Voru að koma í hús frá Kína. Kostuðu 5.34 pund stykkið með sendingarkostnaði! 12-24 Volt og 3A. Á eftir að tengja og prófa.

Image
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Jólin komu snemma þetta árið :)

Image

Image

Ég fann þessa potta í Þýskalandi.
http://www.ebay.de/itm/Topf-Edelstahlto ... 3cbf715b0c

Sá sem selur þá á Ebay er einnig með aðra verslun. Hægt er að fá tilboð í pottana í stað þess að bjóða í þá. Ég fékk þennan ryðfría 70 L pott á 40.90 evrur + 13.90 evrur í sendingarkostnað til Danmerkur. Semsagt rétt undir 9 þús kalli! Það tel ég vera mjög gott verð.

Þessi pottur er ekki í hágæða flokki en vel brúklegur fyrir brugg. Botninn er jafnþykkur og hliðarnar eða um 1.2 mm. Handföngin myndu líklega ekki þola mikið álag eins og að burðast með hann fullan af vökva (allavega ekki oft). En í mínu kerfi er ég með dælur og þarf því aldrei að burðast neitt með hann.

Það eina sem ég get kvartað yfir eru umbúðirnar sem hann kom í. Þetta var bara einfaldur pappakassi með engu einangrunarplasti og því eru nokkrar litlar dældir (um þrjár) hér og þar. Fyrir 9 þús kall er þó varla hægt að kvarta yfir þessu. Ég ætla þó að senda þeim póst og athuga hvað þeir segja við þessu.

Potturinn verður notaður sem HLT (Hot Liquor Tun ) en ég hafði áður keypt tvær 30 L plastfötur sem ég ætla að nota fyrir MLT (Mash Lauter Tun) og BK (Boil Kettle). Ef ryðfríi potturinn reynist vel þá gæti vel verið að maður skipti plasttunnunum út síðar.

Ég hef ekki prófað að bora göt í pottinn fyrir hitaelement og loka. Er í prófum eins og er og mun því ekki gera það fyrr en eftir um það bil tvær vikur. Ég mun deila með ykkur hvernig það gengur.
Last edited by Maggi on 7. Dec 2011 21:41, edited 1 time in total.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by hrafnkell »

Þetta er solid - ég borgaði um 30þús fyrir minn 72 lítra pott :) Hann er með þykkum botni og etv eitthvað verklegri, en ég hefði frekar keypt svona ef ég hefði kost á því á þetta góðu verði.

Ég notaði þrepabor til að gata minn, það var lítið mál. Subbaði bara vel af skurðarfeiti á borinn og þetta flaug í gegn.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Þetta er solid - ég borgaði um 30þús fyrir minn 72 lítra pott :) Hann er með þykkum botni og etv eitthvað verklegri, en ég hefði frekar keypt svona ef ég hefði kost á því á þetta góðu verði.
Ég er mjög sáttur við þetta verð. Held að það sé erfitt að fá betri díl.
Ég notaði þrepabor til að gata minn, það var lítið mál. Subbaði bara vel af skurðarfeiti á borinn og þetta flaug í gegn.
Gott að heyra.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Boraði HLT og áfesti tvo loka.

Hér eru merkingar fyrir lokana. Botnlokinn er staðsettur 50 mm frá botni.
Image

Eitt stykki gat.
Image

Verkfærin sem ég notaði til að bora götin. Frá vinstri; kjörnari, þrepabor (10-20 mm með 1 mm þrepum), úrsnarari og gráðuskafa. Ég átti í vandræðum með að byrja gatið en þegar ég var komin í gegn þá gekk mjög vel að stækka gatið með þrepabornum.
Image

Nýja "suðulausa" útgáfan sem ég ætla að prófa. Potturinn er staðsettur milli skinnunnar og "bonded seal". Röranippillinn og "bonded seal" er frá Swagelok. Var heppinn að fá þetta að kostnaðarlausu í skólanum :)
Image

Lokarnar tveir (á eftir að bæta við tveimur fyrir HERMS spíralinn)
Image

Nærmynd af lokanum (3/8") með slöngustút.
Image

Pípunippillinn og skinnan. Ég á eftir að beygja 10 mm rör.
Image

Samsetning á loka og pípunippli.
Image

Ég á eftir að lekaprófa. Potturinn var allur út í olíu eftir vinnuna og ég var ekki með hreinsiefni. Vildi ekki dæla oliu í gegnum lokana, silikon slöngurnar og dælurnar.

Meira síðar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by sigurdur »

Þetta er flott .. notaru ekki þéttihringi (pakkningar)?
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Þetta er flott .. notaru ekki þéttihringi (pakkningar)?
Neibb.

Ég er að prófa það sem kallast bonded seal. Man ekki hvað þetta kallast á íslensku. Þetta eru stálhringir sem búið er að festa/líma þéttihring innan á. Hér er þverskurður
Image

og hér er nærmynd
Image

Þessir hringir eru yfirleitt notaðir í háþrýstikerfum og þegar maður þarf að nota og þétta sléttar gengjur (e. straight threads) í stað kónískar (e. taper threads). Ég hef notað þessa hringi upp í 100 bör með mjög góðum árangri.

Upphaflega hygmyndin var að herma eftir Kal á theelectricbrewery.com eins og sjá má hér
Image

Image

Ég lenti þó í vandræðum þar sem lengdin á gegnumtakinu er um 22 mm á móti 25 mm hjá Kal. Þetta er vegna þess að ég nota 3/8" gegnumtak en hann 1/2". Ég hafði því ekki nema um 1-2 gengjustigningar til að koma lokanum upp á. Ég hugsaði málið og datt í hug að nota bara karl pípufittings sem fer í gegnum pottinn sem festist beint í lokann. Með þessu ætti einnig að vera hægt að fækka fittingseiningum sem þarf og hugsanlega lækka kostnað.

Hér má sjá myndina aftur sem ég birti í síðasta pósti. Mögulega er meirisegja hægt að sleppa skinnunni. Kemur í ljós. Ég mun lekaprófa í dag
Image
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by sigurdur »

Sniðugt.
Hvað kosta svona þéttingar og hvar fær maður þær?
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Post by Maggi »

Hvað kosta svona þéttingar og hvar fær maður þær?
Hef keypt 1/4" í Barka í Kópavogi. Þær kostuðu um 200-300 kr stk fyrir tveimur árum eða svo. Þær eru gulleitar og eru líklega zink eða chromat húðaðar.

Ég fékk ryðfríar Swagelok í skólanum hér í Danmörku og þær eru dýrar, kosta um 50 dkk stykkið.

Ég á um 50 stk af 3/8" (zink/chromate húðaðar) hér í köben. Sendu mér heimilisfang í pm og ég skal glaður henda nokkrum í umslag og senda á þig gegn smakki þegar ég verð á landinu :)
Post Reply