Page 6 of 6

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 12. Oct 2013 18:41
by Maggi
Ég er í smá vandræðum með að stilla Sestos PID reglinn í manual mode fyrir suðu.

Það sem ég er að reyna er í raun þetta
Manual mode (Boil Kettle PID on the left): The bottom value (shown in green) is the duty cycle and shows "M100" which stands for 'Manual 100%'. Duty cycle is the percentage of time that the element will remain on over a given period of time (called cycle time). For example, at 100% the element will remain on all the time while at 10% the element will only turn on for 10% of the cycle time. The default cycle time when using SSRs is 2 seconds, so the element would fire for 0.2 seconds every 2 seconds. When on, the element is on at full power.
Einhver?

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 13. Oct 2013 19:54
by Maggi
Fann út úr þessu í dag rétt fyrir suðu.

Stilla þarf run mode á manual. Svo er hægt að stilla prósentuna með því að ýta á set takkann.

Ég sauð 20 L batch í 50 L potti með 5.5 kW elementi og stillti á 75 % með 3 sec duty cycle. Við það var uppgufun ca. 6 L á klukkutíma.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 24. Oct 2013 20:07
by Maggi
Það hlaut að koma að því fyrr en síðar að kalkið hér í köben myndi rústa dælunni!

Við erum með tvær dælur, eina á vatnspottinum fyrir hringdælu og sparge og aðra á meskitunninni. Sú sem eyðilagðist var á vatnspottinum en það er með ólíkindum hvað það fellur mikið kalk út við hitun á vatninu. Góður salli alltaf á botninum í pottinum.

Þetta kalk hefur hægt og rólega smeygt sér inn í dæluna og milli seguls og vafninga. Hún dó því alveg í lokin við síðasta brugg, sem betur fer en ekki í byrjun. Við hefðum líklega getað passað betur upp á þetta og hringdælt kalkeyði. Maður gerir það bara næst.

Fyrir áhugasama þá lítur dælan svona út að innan.

Image

Image

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 21. Jan 2015 13:00
by Funkalizer
Jæja... er ekki kominn tími til að vekja þennan þráð aðeins upp frá dauðum ? :)
Ertu til í að segja mér hvar þú nálgaðist heatsink'ið sem þú ert með ofan á kassanum þínum?
Og þá jafnvel, í framhaldinu, hvað það kostaði?

Takk,
Gunnar

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 21. Jan 2015 13:06
by Funkalizer
Æj... smá gúgl og ég fann þetta á fyrst síðu þessa þráðar.

En veit lesandinn hvort og hvar er hægt að kaupa eitthvað svona á Klakanum og hvað það kostar?

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 21. Jan 2015 22:48
by Maggi
Helst væri það Íhlutir og Miðbæjarradíó.

Annars er ég viss um að aðrir hér eigi týpurnar sem fylgja oft SSR. Ég á það til en er bara búsettur í danmörku, annars væri lítið vandamál að láta þig fá.

Þá meina ég þessa týpu
http://www.amazon.com/Heatsink-Heat-Sol ... B0052EK0D6" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 22. Jan 2015 00:54
by Funkalizer
Maggi wrote:Helst væri það Íhlutir og Miðbæjarradíó.

Annars er ég viss um að aðrir hér eigi týpurnar sem fylgja oft SSR. Ég á það til en er bara búsettur í danmörku, annars væri lítið vandamál að láta þig fá.

Þá meina ég þessa týpu
http://www.amazon.com/Heatsink-Heat-Sol ... B0052EK0D6" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég á einmitt tvö svona og reikna með að nota þau.
Þetta stóra er bara svo helvíti kúl ;)

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Posted: 15. Sep 2016 19:20
by Maggi
Græjurnar eru komnar á sölu, sjá hér
http://fagun.is/viewtopic.php?f=18&t=3824