Page 1 of 1

Grilluð ýsa, marineruð í bjór (og fleiru)

Posted: 5. Apr 2013 21:09
by Idle
Þegar konan bregður undir sig betri fætinum, get ég leyft mér ýmislegt í eldhúsinu sem annars yrði fussað og sveiað yfir. ;)
Ég "mæli" yfirleitt bara eftir minni eða tilfinningu í matseld, svo ég er ekki með nein nákvæm hlutföll, því miður.

Tvö ýsuflök (roðflett og beinhreinsuð) - mæli þó heldur með að hafa roðið á, fyrir grillið. Smellti þeim í fat, hálfum lítra af bjór yfir, dass af turmerik og nokkrir stilkar af sítrónugrasi.

Um 300 gr. smjör sett í pott,
slatti af ferskri basiliku,
einn rauður Chili pipar fínsaxaður (fræhreinsaður),
hálfur laukur fínsaxaður,
þrír hvítlauksgeirar, einnig fínsaxaðir,
fínrifinn Cheddar ostur,
slatti af sítrónusafa,
salt og pipar.

Þessa blöndu nota ég til að smyrja á fiskinn þegar hann er kominn á grillið (við lágan, óbeinan hita). Maka þessu á hann reglulega á meðan hann hægsteikist.

Meðlætið er mjög svipað. 350 gr. dós af grískri jógúrt, restin af lauknum, einn hvítlauksgeiri, slatti af niðurskornum grænum ólífum, örlítið salt og pipar.

Re: Grilluð ýsa, marineruð í bjór (og fleiru)

Posted: 6. Apr 2013 00:18
by viddi
Hrikalega girnilegt. Konan mín sagðist strax vera til í þetta. Hvers konar bjór hefur þér fundist bestur í þetta?

Re: Grilluð ýsa, marineruð í bjór (og fleiru)

Posted: 6. Apr 2013 12:00
by Idle
Ég hef venjulega bara tekið það ódýrasta út úr ísskápnum. Síðast notaði ég Budvar, og það kom ljómandi vel út. :)