Page 1 of 1

Bratwurst og súrkál (og bjór!)

Posted: 5. Apr 2013 19:47
by Idle
Þar sem matargerðarspjallið hefur ekki fengið ýkja mikla athygli, datt mér í hug að deila hér aðferðinni sem ég nota við að elda Bratwurst pylsur.

Á grunna pönnu set ég hálfan lítra af bjór (hef notað ýmsar tegundir, og aðhyllist orðið stout bjóra fremur en lager). Fínsaxa meðalstóra lauk og hendi út í bjórinn, matskeið af Dijon sinnepi, og ef ég ætla að heilla matargesti upp úr skónum með sýndarmennsku, myl ég kóríanderfræ út á.
Hendi pylsunum á pönnuna, og læt krauma þar til nær allur vökvi hefur gufað upp.

Því næst smelli ég pylsunum á sjóðheitt grill í smástund til að fá smá lit á þær, áður en ég ber þær fram í pylsubrauðum með súrkáli og sinnepi - og glasi af bjór, að sjálfsögðu.

Re: Bratwurst og súrkál (og bjór!)

Posted: 5. Apr 2013 23:15
by helgibelgi
mmm... fæ vatn í munninn! Prófa þetta við tækifæri!

Re: Bratwurst og súrkál (og bjór!)

Posted: 8. Apr 2013 20:12
by QTab
Prófaði að steikja bratwurst uppúr stout (reyndar án hins). Mér leist illa á blikuna þegar þetta var orðið að einni klístraðri klessu í pönnunni hjá mér en DAMN þetta kom vel út !!!