Guinness Marmite

Öll umræða um mat fer hingað.
Post Reply
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Guinness Marmite

Post by Öli »

Það er enginn gerlaunnandi með gerlum án þess að þekkja Marmite.

Þeir sem þekkja það skiptast í 2 hópa, þá sem elska það og þá sem hata það.

Ég er í fyrri hópnum. Ég var svo lánsamur að fjárfesta, á ferðalagi útí Skotlandi, í Guinness Marmite (limited edition, aðeins 8.000 krukkur framleiddar að mig minnir).
Marmite er ger extract og tilvalið er að smyrja því ofan á ristað brauð. Guinness marmite er sumsé búið til að hluta úr geri frá Guinness framleiðslu. Það var góður Guinness keimur af því (sem non-bjór unnendur fundu reyndar illa).

Mér er spurn. Hverjir þekkja Marmite og hafa smakkað það. Einnig, hefur einhver reynt að búa til sambærilega afurð úr gerinu sem verður eftir af ölgerð ?
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Guinness Marmite

Post by Stulli »

Ég þekki marmite, og kann að meta það smurt mjög þunnt yfir ristað brauð. Fyrir bjóráhugamenn sem að vilja kynnast hvað yeast autolysis lyktar og bragðast einsog, þá ætti þeir að tjékka á marmite ;)
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Guinness Marmite

Post by Eyvindur »

Ég smakkaði marmite fyrir mörgum mörgum árum og man ekki mjög vel hvernig það bragðaðist, en mér fannst það gott... Reyndar mjög lítið smakk, og eins og ég segi er mjög langt síðan. Þyrfti að smakka þetta aftur.

Ég mæli með því að allir marmite aðdáendur (sem hafa gaman af fyndnum bókum) lesi Discworld bókina The Last Continent... Þar eru skemmtileg atvik sem tengjast vegemite...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Guinness Marmite

Post by Korinna »

Ég á svona heima, Vegemite frá Kraft. Hjalti lýsir þetta sem "þetta er svona pínu eins og bjór sem er að bruggast en engar humlar." Ég sjálf veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta, þetta er mjög lítil krukka og ég er búin að eiga hana í meira en ár.

Innihaldslýsingin: yeast extract, salt, mineral salt, malt extract from barley, color, flavours.

Þetta á víst að vera meinholt, 811 kcal, 25,5g proteín, 19,5g kolvetni, 1,7g sykur og engin fita í 100g.

Ég get komið með þetta þann 1. ef þið viljið smakka.
man does not live on beer alone
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Guinness Marmite

Post by Öli »

Stulli: mjög þunnt á ristað brauð hljomar vel. Þannig varð ég addicted á þessu, en er farinn að setja töluvert þykkra lag á brauðið núna :)

Korinna: held þú verðir að taka ristavélina með þér og nokkrar brauðsneiðar líka:) Mér var fyrst gefið að smakka þetta fyrir æði mörgum árum, með teskeið beint úr krukkunni! Ekki gott!
En e.t.v. væri betra að bíða þar til við höfum heimahitting einhverstaðar. Held þetta sé svoleiðis dæmi frekar.
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Guinness Marmite

Post by Korinna »

Ég á Barbababa ristavél sem ristir hjarta á brauðsneiðina :punk:
man does not live on beer alone
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Guinness Marmite

Post by Andri »

Kærastan mín á ristavél sem sem ristar hauskúpu á brauðið, það stendur Sweet toast of mine á henni
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply