Humlatilboð - loksins

Hér geta notendur spjallað á léttu nótunum um eitt og annað sem tengist ekki beint gerjun eða öðru efni á þessu spjallvef
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Humlatilboð - loksins

Post by halldor »

Smá offtopic....

Ég var að tína mína humla síðustu helgi (veit ekkert hvaða tegund) og fékk ekki nema 100 gr. sem er frekar dræmt miðað við uppskeruna í fyrra. Við strákarnir notuðum humlana í 15, 5 og 1 mín í frekar basic bjór (50% pale ale, 50% pilsner - gerjaður með US-05) og notuðum eina únsu af belgískum Goldings humlum í 60 mín sem við keyptum beint frá bónda daginn eftir að þeir voru tíndir.

Ég reyni að koma með smakk á nóvemberfundinn :)
Plimmó Brugghús
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Humlatilboð - loksins

Post by kalli »

Ég var að komast að skelfilegri niðurstöðu. Humlaplönturnar sem ég keypti í Garðheimum 2010 og er búinn að passa upp á eins og ungabörn eru karlkyns! Allar saman. Þær munu aldrei mynda humla :shock:

Hvað með ykkur hina sem keyptuð í þessari pöntun? Fáið þið humla á plönturnar.
Life begins at 60....1.060, that is.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Humlatilboð - loksins

Post by bjarkith »

Hvernig sé ég hvort þær eru karlkyns eða kvenkyns? Ég er með eina northern brewer sem ég keypti í Garðheimum í fyrra og var að ég held afgangur frá 2010 pöntuninni.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Post Reply