Ræktun eigin humla

Hér geta notendur spjallað á léttu nótunum um eitt og annað sem tengist ekki beint gerjun eða öðru efni á þessu spjallvef
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Ræktun eigin humla

Post by kalli »

Það væri gaman að prófa að rækta eigin humla og sjá hvernig það gengur. Ekki væri amalegt að hafa Cascade og Goldings upp við húsvegginn. Vilja fleiri ef til vill taka þátt í pöntun frá td. http://www.freshops.com" onclick="window.open(this.href);return false;?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by Eyvindur »

Þú mátt ekki flytja inn humlagræðlinga nema fá til þess sérstakt leyfi. Ég reyndi það í fyrra, það var stoppað.

Á hinn bóginn var Árni búinn að tala eitthvað við gróðrarstöðina Mörk um að flytja inn nokkur yrki í vor. Auk þess fæst eitthvað fyrir. Ég keypti og gróðursetti Nordbrau (Northern Brewer) í vor. Óx eins og vindurinn, en gaf ekkert. Vonandi í sumar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ræktun eigin humla

Post by kristfin »

mig langar að prófa gróðusetja humla við húsgaflinn.

ef þið finnið einvherja leið til að redda þeim, megið þið hafa mig í huga
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by Eyvindur »

Ég mæli með því. Einstaklega auðvelt, meira að segja fyrir garðyrkjuhefta einstaklinga eins og mig. Það eina sem maður þarf er trellis. Ég ætla að reyna að koma 3-4 nýjum plöntum niður í vor.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Ræktun eigin humla

Post by andrimar »

Líst vel á hugmyndina. Búinn að vera að spá í þessu í nokkurn tíma, væri sennilega byrjaður ef ég ætti garð :oops: . Það er á 10 ára planinu.
Kv,
Andri Mar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ræktun eigin humla

Post by hrafnkell »

Það á ekki að vera neitt vandamál að flytja humlaplöntur inn ef þær eru ekki í jarðvegi. Þarft ekki einusinni leyfi.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by Eyvindur »

Hrafnkell, það er ekki rétt. Það má ekki flytja inn lifandi plöntur. Ég var bara að fá græðlinga, en það var stoppað. Trúðu mér, þetta er ekki hægt nema fá leyfi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Ræktun eigin humla

Post by andrimar »

Hringdi í Gróðrarstöðina Mörk áðan og spurði um humla. Þau sögðust hafa haft þá gegnum tíðina og ætluðu að vera með í vor líka. Þegar ég spurði hvaða gerð þá sagðist maðurinn hinu megin á línunni "Það veit ég ekki, þetta hefur bara verið venjuleg humlaplanta". Er einhver með einhverjar nánari upplýsingar hvaða gerðir þau hafa verið með gegnum árin?
Kv,
Andri Mar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ræktun eigin humla

Post by hrafnkell »

Ég hef oft og mörgum sinnum flutt inn lifandi plöntur í fiskabúr án nokkurra vandræða. Eina kvöðin á þeim er að þær mega ekki vera í jarðvegi.

Hér er svar matvælastofnunar sem ég fékk þegar ég spurði útí þetta:
Innflutningur plantnanna er ekki háður heilbrigðisvottorði.
Vilji tollurinn einhverja uppáskrift frá Mast þá er best að þú sendir okkur reikninginn og við munum árita hann.
Svo lengi sem plantan þurfi ekki sérstakt leyfi fyrir innflutningi (s.s. takmarkanir á innflutningi) þá þarftu ekki neitt leyfi fyrir þessu.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by kalli »

andrimar wrote:Hringdi í Gróðrarstöðina Mörk áðan og spurði um humla. Þau sögðust hafa haft þá gegnum tíðina og ætluðu að vera með í vor líka. Þegar ég spurði hvaða gerð þá sagðist maðurinn hinu megin á línunni "Það veit ég ekki, þetta hefur bara verið venjuleg humlaplanta". Er einhver með einhverjar nánari upplýsingar hvaða gerðir þau hafa verið með gegnum árin?
Þetta er bara dásamlega uppfræðandi svar hjá manninum.

Það er ekki séns að kaupa humlaplöntu án þess að vita nákvæmlega hvaða humla maður fær úr henni.
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by kalli »

Eigum við ekki að láta reyna á þetta og vona að Hrafnkell hafi fengið réttar upplýsingar? Ef við pöntum tveir eða þrír og lítið magn og þetta gengur, þá er hægt að panta meira síðar. Hverjir eru til í að taka sénsinn?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by Eyvindur »

Ókey, eitthvað er allavega bannað í þessu. Kannski eru vatnaplöntur öðruvísi en eitthvað annað, en einnig getur verið að þetta sé leyfilegt innan Evrópu en ekki frá Bandaríkjunum (flest innflutningslög eru strangari frá BNA en ESB). Í öllu falli voru græðlingarnir mínir stoppaðir í sendingu frá BNA. Ef þið ætlið að taka sénsinn myndi ég reyna að panta frá UK eða annars staðar frá Evrópu.

Reyndar er þetta aðeins að rifjast upp... Maður þarf einhvers konar heilbrigðisvottorð til að flytja svona lagað inn. Ég skrifaði eiganda Freshops og spurði hvort hann gæti útvegað slíkt, en svarið var að hann mætti ekki, lögum samkvæmt, senda út úr landi. Þetta endaði á því að kunningi minn úti ætlaði að gefa mér nokkra græðlinga og sendi mér þá, með fyrrnefndum afleiðingum. Evrópa gæti vel verið í lagi (en það þarf alveg örugglega heilbrigðisvottorð þar líka), en það er samt spurning um að reyna fyrst að fá Mörk til að taka þetta inn eftir forskrift, frekar en að vera að taka mikla sénsa.

Varðandi Mörk hefur enginn vitað hvað þeir eru með, en Árni var að vinna þar síðasta sumar og var búinn að tala við þá um að kaupa inn eitthvað eftir leiðbeiningum frá sér. Það er líklega best að bíða og sjá hvort hann leggur ekki orð í belg hér.

Í öllu falli fæst Northern Brewer vanalega í Blómavali og Garðheimum á vorin. Síðasta vor var líka eitthvað sem heitir Bittergold, sem ég hef ekki fundið neinar upplýsingar um, en ég giska á að það sé einhvers konar Goldings afbrigði.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ræktun eigin humla

Post by hrafnkell »

Plönturnar voru frá singapúr og mér var tjáð að þetta ætti við um allar plöntur. Það er venjulega bara jarðvegurinn sem er bannaður, ekki plönturnar sjálfar.

Varðandi plönturnar frá mörkinni þá eru þetta ekkert endilega einhver bruggafbrigði. Þetta er planta sem er aðallega notuð til skrauts og þá getur þetta verið blanda úr öllum andskotanum og ólíklegt að maður fái fyrirsjáanleg afbrigði. Ef maður vill bruggafbrigði þá kostar það meira og gróðrastöðvarnar hafa líklega ekki séð hag sinn í því að flytja inn einhverjar dýrari plöntur þegar þessar ódýru, ónafngreindu seljast alveg jafn vel.
Það er þó mjög líklegt að það sé hægt að sérpanta önnur afbrigði ef maður gerir það með góðum fyrirvara.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by Eyvindur »

Úr lögum um innflutning á plöntum:
Innflutningur á plöntum og öðrum vörum, sem falls undir eftirtalda flokka, er því aðeins heimilt, að sendingunni fylgi heilbrigðisvottorð.
a) Plöntur með rót eða plöntuhlutar s.s. græðlingar, laukar, stöngul- og rótarhnýði o.fl., sem ætlunin er að ræta og rækta áfram. Fræ eru þó undanskilin svo og vatnaplöntur ætlaðar í fiskabúr.
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... 2/189-1990

Eins og ég segi, það sem tollurinn sagði þegar mínir græðlingar voru stoppaðir var að þetta mætti ekki því þetta væru lifandi plöntur án tilheyrandi pappíra. Ef þið getið reddað heilbrigðisvottorði getur það þá væntanlega gengið.

En ég held að það væri best að byrja á því að kanna hvort Mörk gæti pantað þetta fyrir okkur. Mig langar endilega í fleiri afbrigði í garðinn, en ég er ekki til í neina áhættu. Leyfið mér í öllu falli að vera með. :)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ræktun eigin humla

Post by hrafnkell »

Merkilegt. I stand corrected :)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by kalli »

Takk, Eyvindur. Þetta er borðliggjandi. Ég panta ekki en reyni kannski aðrar leiðir.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by Eyvindur »

Endilega. Það væri yndislegt ef einhver leið finnst. Einnig þurfum við að komast að því hvaða yrki eru líklegust til að þrífast vel hér (vanalega er talað um að humlar þrífist illa norðan við 55°N - en ég held að það sé full svartsýnt, samt).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Ræktun eigin humla

Post by Stulli »

Varðandi hvaða yrki virka, þá setti ég niður Cascade, Centennial, Goldings og Zeus/Tomahawk/Warrior í fyrra.

Cascadeinn var algjört monster, Centennial óx ágætlega, Zeus örlítið (græðlingurinn sjálfur virtist vera mjög ungur að árum, gæti þal tekið lengri tíma að koma sér almennilega í gang) en það bólaði ekkert á Goldingsnum.

Þannig gekk þetta amk hér í vesturbænum :beer:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by Eyvindur »

Já, ég hafði C humlana einmitt grunaða um að virka vel hér á landi. Goldings virðast vera ákaflega vandlátir, og svo er það líka í eðli þeirra að vaxa ekkert svo rosalega.

Ég er spenntastur fyrir C humlunum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by kalli »

Stulli wrote:Varðandi hvaða yrki virka, þá setti ég niður Cascade, Centennial, Goldings og Zeus/Tomahawk/Warrior í fyrra.

Cascadeinn var algjört monster, Centennial óx ágætlega, Zeus örlítið (græðlingurinn sjálfur virtist vera mjög ungur að árum, gæti þal tekið lengri tíma að koma sér almennilega í gang) en það bólaði ekkert á Goldingsnum.

Þannig gekk þetta amk hér í vesturbænum :beer:
Endilega leyfðu okkur að fylgjast með hvernig gengur með þetta í sumar. Hvernig komstu græðlingunum annars til landsins?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Ræktun eigin humla

Post by andrimar »

vanalega er talað um að humlar þrífist illa norðan við 55°N
Þegar þetta er sagt er að ég held verið að tala á stöðum þar sem ríkir meginlandsloftslag(+20 á sumrin og -30) á veturnar. Ísland er nokkuð sérstakt hvað varðar hitastig miðað við breiddargráðu, þökk sé golfstraumnum. Kemur mér lítið á óvart að þeir þrífist hér.
Kv,
Andri Mar
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Ræktun eigin humla

Post by aki »

Af hverju er enginn að nota fræ? Er ekki hægt að forrækta þetta innanhúss?

Við fáum vonandi bráðum eitthvað af fræjum sem við ætlum að prófa í óupphitað gróðurhús í vor. Veit samt ekki hvaða yrki það er.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ræktun eigin humla

Post by kristfin »

eigum við ekki að taka sénsinn og panta þetta bara. fáum uppáskrifað og pöntum cascade.

en stulli. er hægt að fá casgade græðlinga hjá þér?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun eigin humla

Post by Eyvindur »

Ástæðan fyrir því að enginn notar fræ er í fyrsta lagi að maður fær held ég ekki almennileg yrki þannig, en fyrst og fremst er það vegna þess að aðeins kvenplantan gefur af sér köngla. Karlplönturnar þvælast bara fyrir, og geta valdið stökkbreytingum þar sem plönturnar myndu væntanlega fara að fjölga sér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Ræktun eigin humla

Post by Stulli »

kristfin wrote:eigum við ekki að taka sénsinn og panta þetta bara. fáum uppáskrifað og pöntum cascade.

en stulli. er hægt að fá casgade græðlinga hjá þér?
Minn fór í mold bara fyrir ári síðan. Ég væri til í að leyfa því að skjóta betur rótum áður en ég fer að búta greyið niður í græðlinga. Því miður. Ég er samt meira en til í þetta. Skoðum þetta eftir svona 2 ár :skal:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply