Bjór og bjórmenning

Hér geta notendur spjallað á léttu nótunum um eitt og annað sem tengist ekki beint gerjun eða öðru efni á þessu spjallvef
Post Reply
Bjorspjall
Villigerill
Posts: 19
Joined: 14. Dec 2010 07:39
Location: Reykjanesbæ, gamla varnarsvæðinu
Contact:

Bjór og bjórmenning

Post by Bjorspjall »

Góðan dag,

Mér datt enginn annar staður í hug en sjálft mekka bjóráhugamannsins, Fágun til að óska eftir einhverjum að taka þátt í eftirfarandi málefni, ég vona innilega að einhver svari kalli mínu;

Ég hef nú verið að reka Bjórspjall.is í um 5 ár og hef verið að dunda mér við það af og til, en það er mjög erfitt fyrir einn að skrifa inn fréttir og greinar einn síns liðs og hvað þá að reka síðuna. Mig langar því að ath hvort einhver, eða einhverjir/ar langar að taka þátt í rekstri Bjórspjall.is og ég hvet konur til að taka þátt jafnt sem karla?!

Bjórspjall.is er rekið á auglýsingum og er því ekkert sem kemur úr eigin vasa. Bjórspjall hefur haldið úti einni bjórhátíð af og til, hef haldið hátíðina nú 4 sinnum (svona þegar maður hefur tíma og húsnæði til) og myndi ég gjarnan vilja hleypa meiru blóði í það, ef svo má segja. Sjá nánar hér: http://bjorspjall.is/hatid-bjorsins-2014-3/
Ég hef einnig hug á að uppfæra útlit Bjórspjalls og gera það enn öflugra og því er það kjörinn tími til að taka þátt í þessu verkefni þar sem, þeir sem taka þátt geta átt stórann hlut í uppfærsluni (útlit, útfærslur og s.frv.)! Auk þessa, þá á ég heimabrugg.is og langar mig að samþætta það meira við Bjórspjall.is og því eru möguleikarnir endalausir! Ég tek það fram að, það þarf ekki að kunna að forrita eða neitt svoleiðis, en það er kostur, aðeins að hafa áhuga á bjór og langa að taka þátt í skemmtilegum verkefnum :)

Meðal verkefna er t.d. bjórkynningar (hef haldið kynningar fyrir t.d. Nýherja, Advania, TM tryggingar og fleiri), bjórhátíð (bjórhátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er því mikil þörf á að halda hátíðini gangandi), skrifa blog færslur, fylgjast með nýjum bjórum og brugghúsum, heimsóknir í brugghús, viðtöl, bjór umfjallanir og s.frv.

Ég myndi sem sé vilja fá einhvern / einhverja með mér sem hefur brennandi áhuga á Bjór og bjórmenningu og langar að setja upp Bjórhátíð einu sinni á ári, endilega láttið mig þá vita á e-mailið valli@bjorspjall.is.

Ég þakka kærlega fyrir að lesa og ég vona að einhver ykkar hafi áhuga á að fjalla um bjór og bjórmenningu og jafnvel að aðstoða við að halda úti Bjórspjall.is

Kær kveðja,
Valberg
Bjórpsjall.is
Post Reply