Page 1 of 1

Miði fyrir réttirnar

Posted: 9. Sep 2015 22:10
by Sigurjón
Ég dundaði mér við að gera miða í kvöld fyrir bjórinn sem ég var beðinn um að brugga fyrir réttirnar sem eru um helgina.

Re: Miði fyrir réttirnar

Posted: 10. Sep 2015 22:09
by Classic
Vel gert. Bjórinn er alltaf skemmtilegri með "andlit". Kannast líka við þennan font, Ginga>. Notaði hann líka á fyrsta miðann minn. Stal svo "halanum" og klíndi honum aftan á nauðalíkan en hreinni font, Chopin script, til að fá út Klassiker logoið sem ég hef notað síðan.

Image

Re: Miði fyrir réttirnar

Posted: 11. Sep 2015 10:03
by Sigurjón
Flottir miðar!
Já, það er voða gaman að föndra þessa miða. Ég fíla Ginga mjög vel og það sem mér finnst svo skemmtilegt er einmitt hvað fonturinn er klessulegur ;)

Re: Miði fyrir réttirnar

Posted: 11. Sep 2015 10:18
by æpíei
Glæsilegt. Eins og ég minntist á á síðasta fundi langar mig að koma þeirri nýbreitni á í keppninni að auk flasknanna sem skilað er inn í sjálfa keppnina má skila inn einni flösku í "fullum klæðum", ef svo má að orði komast, sem svo verða dæmdar af dómnefnd og gestum út frá útliti og öðrum fagurlegum gildum. Það verður örugglega hörku keppni :)

Re: Miði fyrir réttirnar

Posted: 11. Sep 2015 22:14
by Sigurjón
Hérna eru tvær flöskur í fullum skrúða.