Hafiði kynnt ykkur Synek ?

Hér geta notendur spjallað á léttu nótunum um eitt og annað sem tengist ekki beint gerjun eða öðru efni á þessu spjallvef

Hafiði kynnt ykkur Synek ?

Postby BaldurKn » 21. Jul 2014 12:58

BaldurKn
Villigerill
 
Posts: 14
Joined: 12. Jun 2013 16:23

Re: Hafiði kynnt ykkur Synek ?

Postby hrafnkell » 21. Jul 2014 13:10

Örugglega semi-sniðugt ef manni langar í growler sem endist aðeins lengur en growler... Ég sé þetta samt ekki leysa nein vandamál hér á landi, growlerar eru ólöglegir (mátt ekki taka bjór með þér af bar) og heimabruggarar þyrftu að setja bjórinn fyrst á kút og svo í svona poka.

Ég er ekki alveg viss hvernig þetta tekst á við froðuna sem myndast inn í pokanum þegar maður er að fylla...
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Hafiði kynnt ykkur Synek ?

Postby BaldurKn » 21. Jul 2014 14:18

Já einmitt, ég var með áskrift að svona Growler þegar ég bjó í USA frá local brewery-inu en ekki séð þetta hérna á klakanum.

Í þessu video-i kemur hann inn á froðuna aðeins: https://www.youtube.com/watch?v=e9cqkvlb5Yc

Ég sá þetta fyrir mér sem svona sniðugt inn í stofu/eldhús apparat eða eitthvað til að taka með sér í matarboð þar sem GULL er í boði... Ég er með mína bjórdælu inní þvottahúsi og því mis gaman að bjóða gestum þangað inn í áfyllingu :)
BaldurKn
Villigerill
 
Posts: 14
Joined: 12. Jun 2013 16:23

Re: Hafiði kynnt ykkur Synek ?

Postby kari » 21. Jul 2014 22:21

Hvernig halda þeir CO2 þrýsting á þessu?
Er þetta ekki bara ávísun á flatann bjór eftir fyrsta smakk?
kari
Kraftagerill
 
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Hafiði kynnt ykkur Synek ?

Postby BaldurKn » 22. Jul 2014 09:25

Þeir claim'a að hann haldist ferskur í alla vega mánuð sá ég. Það er innbyggður CO2 tankur í græjunni sem heldur þrýstingi á pokanum...
http://www.syneksystem.com/frequently-asked-questions/
BaldurKn
Villigerill
 
Posts: 14
Joined: 12. Jun 2013 16:23

Re: Hafiði kynnt ykkur Synek ?

Postby hrafnkell » 22. Jul 2014 15:43

Þetta virkar sennilega svipað og keykeg, þrýstingur utan á pokann, annað hvort loft eða bara klemma... Þá er óþarfi að nota kolsýru þar sem hvað sem ýtir á pokann kemst ekki í snertingu við bjórinn.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik


Return to Á léttu nótunum

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron