Bjórsmakk/keppni fyrir partíið

Hér geta notendur spjallað á léttu nótunum um eitt og annað sem tengist ekki beint gerjun eða öðru efni á þessu spjallvef
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Bjórsmakk/keppni fyrir partíið

Post by Plammi »

Sælir
Núna upp á síðkastið hafa menn verið að tala um bjórsmakk og/eða bjórkeppnir þar sem ýmsir bjórar hafa verið dæmdir og fengið einkunnir.
Mig langar að setja svona upp fyrir vinnustaðinn minn sem part af skemmtikvöldi. Planið er að vera með heimabrugg í bland við bjór úr Ríkinu í blindu smakki.
Þeir sem hafa einhverja reynslu með þetta, hvernig er best að útfæra þetta?
Þá er ég aðallega að pæla í:
Hvað er hæfilegur fjöldi tegunda?
Hvernig útfærir maður stigagjöf?
Er hægt að láta alla sem vilja vera dómara eða er betra að velja einhvern ákveðinn fjölda fyrirfram?
Ég á alveg von á að það verði 20-30 manns í gleðinni þannig að allir punktar eru vel þegnir.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Bjórsmakk/keppni fyrir partíið

Post by drekatemjari »

Ég var akkúrat í einu slíku teiti núna í gær.

Fyrirkomulagið var þannig að gestgjafinn sá um að hella bjórum í glös og var sá eini sem vissi hvaða bjór væri hvað.
Allir þáttakendurnir tólf talsins komu með 2L af bjór sem þeir höfðu helst aldrei smakkað áður og svo voru bjórarnir merktir 1-12.
Þáttakendur fóru upp að gestgjafanum og báðu um bjór og fengu þá hellt í glasið sitt bak við borð svo þeir sæju ekki hvaða bjór var um að ræða, þeim var síðan sagt hvaða númer þeir hefðu fengið og gátu því gert viðeigandi glósur á glósublaðið sitt. Það er einmitt mjög mikilvægt að allir skrifi niður athugasemdir eða einkunnagjafir meðan verið er að smakka.
Menn tóku sér tíma og fóru öðru hvoru inn í eldhús og fengu áfyllingu af hinum ýmsu númerum og pössuðu að láta vita hvaða númer þeir voru þegar búnir að fá. Með þessu móti voru gestir gangandi um að leita að öðrum sem voru að smakka sama bjór og þeir til að bera saman nótur.
Í lokin fengu allir fimm atkvæðisblöð og gátu skrifað niður þau númer sem þeir vildu á þau.
Þannig var hægt að gefa einum bjór öll fimm atkvæðin eða fimm bestu bjórunum eitt atkvæði hverjum eða hvernig sem fólk vildi. Einnig er hægt að hafa hámark 3 atkvæði á hvern bjór til að fá aðeins meiri dreifingu á atkvæðin.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bjórsmakk/keppni fyrir partíið

Post by Oli »

Við erum með skorblað, svipað þessu en einfaldað svolítið http://www.bjcp.org/docs/SCP_BeerScoreSheet.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
Ef það er blindsmökkun þá er einn sem hellir í glösin og svo smakka og dæma allir sömu tegund í einu. Svo er bara að prófa sig áfram í þessu og finna hvað hentar hverju sinni og hvað er skemmtilegast.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Re: Bjórsmakk/keppni fyrir partíið

Post by tryggvib »

Úff hvað ég myndi útfæra svona með STV kerfi (Single Transferable Vote)... það væri kannski overdoing it en af hverju að kjósa ef maður notar ekki öflugt kosningakerfi.

STV er kerfið sem var notað í stjórnlagaráðskosningunum.
Post Reply